Það eru athyglisverðar tölur, sem birtar eru í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag og sóttar eru í nýja skýrslu Alþjóða gjaldeyrissjóðsins. Þær sýna að atvinnuleysi er minnst í þeim Evrópuríkjum, sem standa utan við Evrópusambandið, þ.e. í Sviss, Noregi og á Íslandi. Atvinnuleysi í Danmörku, Svíþjóð og Finnlandi er komið á það stig að hér mundi það talið nánast óbærilegt eða 7-8%.
Meðaltals atvinnuleysi í evrulöndum er nánast óhugnanlegt og í sumum þeirra ríkja eins og í Grikklandi og Spáni er augljós hætta á þjóðfélagslegum átökum vegna mikils atvinnuleysis og hörmunga í daglegu lífi fólks.
Þegar þessar tölur eru skoðaðar og það er svo sem ekki í fyrsta sinn sem það er gert, er afstaða verkalýðshreyfingarinnar á Íslandi til aðildar Íslands að Evrópusambandinu óskiljanleg. Þessar tölur hljóta að hafa komið til umræðu á skrifstofum ASÍ og á vettvangi verkalýðshreyfingarinnar. Hvernig má það vera að verkalýðsforystan á Íslandi með fáum undantekningum vilji ganga inn í efnahagsbandalag með öðrum ríkjum sem getur haft þessar afleiðingar fyrir félagsmenn þeirra?
Það er athyglisvert að þrátt fyrir að ítrekað hafi verið vakin athygli á þessum veruleika í daglegu lífi hins almenna borgara í Evrópu hafa helztu forystumenn verkalýðssamtakanna hér á Íslandi ekki sýnt nokkra tilburði til þess að ræða þessa stöðu mála. Það er eins og þessi staða launþega í aðildarríkjum Evrópusambandsins hafi engin áhrif á þessa menn.
Það getur ekki verið að þeim standi á sama.
Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...