Fréttablaðið birtir þriðjudaginn 22. apríl forsíðufrétt undir fyrir sögninni: Fimmtungur er líklegur til að kjósa flokk Evrópusinna. Hún hefst á þessum orðum:
„Alls 20,7 prósent telja mjög eða frekar líklget að þau myndu kjósa framboð Evrópusinnaðra hægrimanna samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Flokkurinn virðist sækja meira fylgi til kjósenda Samfylkingarinnar og Bjartrar framtíðar en Sjálfstæðisflokksins.“
Könnunin var gerð 14. og 15. apríl en aðeins 6,7% þeirra sem afstöðu tóku sögðu „mjög líklegt“ að þeir mundu kjósa framboð Evrópusinnaðra hægrimanna hins vegar sögðu 52,8% „mjög ólíklegt“ að þeir mundu kjósa nýja framboðið.
Af þeim sem kusu Samfylkinguna í kosningunum fyrir ári segjast 34% geta hugsað sér að kjósa hið nýja framboð. Í þingkosningunum 2013 galt flokkurinn mesta afhroð nokkurs íslensks stjórnmálaflokks í lýðveldissögunni. Af þeim sem kusu Bjarta framtíð 2013 segjast 28,6% geta hugsað sér að kjósa nýtt ESB-framboð en aðeins 15,7% kjósenda Sjálffstæðisflokksins á árinu 2013.
Augljóst er að þeir sem mest hafa talað um hið nýja framboð höfðu skynjað fyrir páska að ESB-aðildarmálstaðurinn höfðar aðeins til lítils brots af kjósendum. Um sömu mundir og könnunin var gerð tóku þeir að kynna framboðið undir merkjum frjálsrar verslunar og vestrænnar samvinnu. Tilgangurinn var augljós: að höfða til sjálfstæðsimanna. Í sama tilgangi hefur einnig verið lögð áhersla á að hampa mönnum sem eru kunnir fyrir störf innan Sjálfstæðisflokksins eins og Þorsteini Pálssyni, fyrrverandi flokksformanni, og Sveini Andra Sveinssyni, fyrrverandi borgarfulltrúa.
Þrátt fyrir þennan áróður og þá fásinnu að kenna þetta brölt við eitthvað sem kallað er Nýi Sjálfstæðisflokkurinn átta menn sig almennt á að hér er um pólitíska aðgerð að ræða til að halda lífi í hinni sjálfdauðu ESB-aðildarumsókn. Áköfustu fylgismenn hennar eru einfaldlega að þétta raðir sínar eins og þeim er frjálst að gera. Hið óheiðarlega við þetta brölt er að því sé klínt á Sjálfstæðisflokkinn. Það á einfaldlega mun minna skylt við hann en ESB-flokkana, Samfylkingu og Bjarta framtíð.
Vonbrigði innan Sjálfstæðisflokksins og forystu hans vegna þessa máls eru að þar hafa menn í rúm fimm ár talið sér trú um að unnt yrði að ná málamiðlun í flokknum með einhvers konar sátt við ESB-aðildarsinna. Nú er fullreynt að enginn samstarfsvilji er hjá forvígismönnum þeirra sem kenna sig við sjálfstæði og ESB-aðild, trúir blekkingariðju sinni. Þeir hafna endanlega samvinnu við þá sem styðja stefnu Sjálfstæðisflokksins í ESB-málum.
Kannanir á borð við þá sem kynnt er í Fréttablaðinu 22. apríl eru fastur liður á leið þeirra sem vilja stofna til nýs framboðs. Þetta fólk verður nú að taka af skarið innan þess 6,7% kjarna sem segist „mjög líklega“ ætla að leggja nýju ESB-aðildarframboði lið. Ákvarðanir þess hljóta að ráðast af því sem þetta fólk telur gagnast málstað sínum best en ekki af því hvaða ákvarðanir þeir sem eru í Sjálfstæðisflokknum taka.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...