Ný ríkisstjórn tekur við völdum í Serbíu um þessar mundir. Höfuðmarkmið hennar er að tryggja aðild Serbíu að ESB. Ríkisstjórnin hefur mikinn hug á að hraða aðildarviðræðunum. Í henni situr sérstakur ráðherra sem fjallar um aðlögunarmál vegna viðræðnanna. Hann segist hafa lært af öðrum umsóknarríkjum að best sé að laga sig sem fyrst að kröfum ESB og þess vegna sé sér kappsmál að vinna strax að breytingum á sviðum sem falla undir kafla 23 (réttarvarsla og grundvallarréttindi) og 24 (dóms- og innanríkismál). Þetta séu forgangsmál fyrir hann persónulega og ríkisstjórn Serbíu.
Í fréttum um ESB-viðræður Serba segir einnig að stjórnmálamenn í landinu telji ekki síður mikilvægt að laga fjölmiðlalög að kröfum ESB en mannréttindi og dómskerfið. Þá verði að herða baráttu gegn skipulagðri glæpastarfsemi og spillingu.
Enginn vafi er að langar viðræður eru fyrir höndum milli fulltrúa Serbíu og ESB. Hér skal engu spáð um gang þeirra eða efni. Afstaða ráðamanna í Serbíu endurspeglar hreinskilni þeirra um kröfur ESB og nauðsyn aðlögunar að þeim. Þar koma þeir fram gagnvart umbjóðendum sínum, íbúum Serbíu, af meiri hreinskilni en íslenskir ráðamenn undir forystu Össurar Skarphéðinssonar.
Á meðan viðræðurnar við ESB stóðu vildi Össur aldrei viðurkenna raunverulegt eðli þeirra. Því var staðfastlega hafnað að um aðlögunarviðræður væri að ræða. Er það einn furðulegasti þáttur umræðna um málið í ráðherratíð Össurar að um þetta eðli viðræðnanna hafi verið deilt.
Skýringuna er að finna í rangri fullyrðingu stjórnvalda í upphafi umsóknarferlisins um að stofna mætti til viðræðna til þess að kanna kosti aðildar, „kíkja í pakkann“ eins og sagt hefur verið. Þótt Serbar glími við mikla spillingu nær hún ekki inn á þetta svið stjórnmálanna eins og hér á landi. Stjórnmálamenn í Belgrad segja kjósendum sínum sannleikann um eðli ESB-umsóknarinnar en ríkisstjórn Íslands beitti blekkingum.
Viðræður fulltrúa Íslands og ESB var siglt í strand á árinu 2011. Ástæðuna má rekja til þess að ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur festist í eigin lygavef. Hún gat ekki viðurkennt að ESB-menn neituðu að ræða um sjávarútvegsmál nema Íslendingar löguðu svonefnd samningsmarkmið sín að kröfu ESB. Að verða við þeirri kröfu stangaðist á við fullyrðingarnar um að ætlunin væri aðeins að „kíkja í pakkann“.
Að staða ESB-málsins hafi verið þessi þegar ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir lauk störfum hefur skýrst sífellt betur eftir því sem umræður um lyktir viðræðnanna verða lengri og með kynningu á skýrslum háskólastofnana. Málstaður þeirra sem halda fast í að „kíkja í pakkann“ er orðinn að engu. Markmiðið að ljúka viðræðum til að geta greitt atkvæði um eitthvað reist á sérlausnum er fráleitt þegar ljóst er að ESB vill aðeins niðurstöðu á eigin forsendum. Séu þær ekki kynntar sem hluti af aðlögunarferlinu er viðræðunum einfaldlega siglt í strand.
Að komið sé fram við Serba af meiri hreinskilni en Íslendinga um hið rétta eðli ESB-aðildarviðræðna er enn einn áfellisdómurinn yfir meðferð málsins í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðadóttur.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...