Það er ekki hægt að útiloka að framundan sé borgarastyrjöld í Úkraínu, sem háð verði á forsendum skæruhernaðar og stjórnað af „ráðgjöfum“ annars vegar frá Rússlandi og hins vegar frá Vesturlöndum. Slíku stríði fylgir margt og það getur orðið langvarandi.
Pútín, forseti Rússlands, sem fleiri og fleiri líta á sem arftaka hinna fasistísku leiðtoga á Ítalíu, Spáni og í Þýzkalandi frá fyrri hluta síðustu aldar (og byggir völd sín á sömu forsendum og þeir, her, lögreglu og auðmönnum) notar Úkraínudeiluna nú þegar sem tæki til að auka vinsældir sínar heima fyrir. Rússar líta á sig sem stórþjóð og kunna því illa að lítið sé úr þeim gert.
Þeir eru hins vegar efnahagslegt pappírstígrisdýr og hafa ekki fjárhagslegt bolmagn til þess að standa í langvarandi deilum. Þann Akkilesarhæl munu Vesturlönd nota til þess að þrengja að þeim með efnahagslegum refsiaðgerðum. Þær geta þegar frá líður valdið óróa heima fyrir og að lokum uppnámi, sem leitt getur til uppgjörs innan Rússlands, sem aldrei hefur farið fram eftir fall Sovétríkjanna.
Það eru því meiri líkur en minni á því að framundan sé órólegt tímabil í samskiptum ríkja í Evrópu.
Það er ekki samstaða meðal aðildarríkja Evrópusambandsins, hvorki um það hvernig þróa eigi samstarf ríkjanna áfram, né hvernig bregðast eigi við árásargirni Rússa. Í þeim efnum eru Þjóðverjar sjálfir ekki á einu máli. Áhrifamiklir aðilar þar, m.a. þýzk stórfyrirtæki, vilja halda frið við Rússa vegna viðskiptalegra hagsmuna. Aðrir vilja sýna meiri festu gagnvart ágangi þeirra. Almenningur snýst í vaxandi mæli gegn frekari sameiningu og vill snúa við.
Það verður ófriðlegt um að litast í Evrópu næstu árin. Fyrir utan þá beinu hagsmuni, sem við Íslendingar höfum af því að standa utan við Evrópusambandið en ekki innan þess eigum við að nýta okkur þá sérstöðu að búa á eyju miðja vegu milli Evrópu og Norður-Ameríku. Við eigum ekki að láta toga okkur inn í deilurnar, sem eru risnar á ný í Evrópu. Það eru okkar hagsmunir að standa utan við þær.
Þetta eru ekki deilur sem snúast um hugmyndafræði eins og í kalda stríðinu. Þetta er framhald af endalausum deilum í Evrópu um landsvæði. Þær koma okkur ekki við.
Hin nýja og erfiða staða er enn ein röksemd fyrir því að draga aðildarumsóknina að Evrópusambandinu til baka. Að vera með stöðu „umsóknarríkis“ að Evrópusambandinu er vondur kostur í þeirri stórpólitík, sem nú stendur yfir á meginlandinu.
Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...