Laugardagurinn 3. desember 2022

Enn á ný fellur ríkis­stjórn á ESB-prófinu


Björn Bjarnason
10. maí 2014 klukkan 10:41

Ríkisstjórnarflokkarnir reyna ađ klóra sig út úr sjálfskaparvítinu viđ framkvćmd ESB-stefnu sinnar. Má ekki á milli sjá hvor ríkisstjórnin hefur stađiđ verr ađ ţessu stórmáli, sú sem sótti um ađild eđa hin sem lofađi ađ binda enda á umsóknarferliđ.

ESB-ríkisstjórnin stundađi blekkingarleik frá fyrsta degi. Látiđ var í veđri vaka ađ unnt vćri ađ sćkja um ađild ađ ESB án ţess ađ vilja endilega gerast ađili ađ ESB. Ţessi ađferđ var dauđadćmd frá upphafi. Hún féll einnig strax á tíma og ađ lokum var öllu siglt í strand ţegar íslenska viđrćđunefndin treysti sér ekki til ađ slá af skilyrđum í sjávarútvegsmálum. ESB-menn stöđvuđu viđrćđurnar međ ţví ađ neita ađ afhenda rýniskýrslu um sjávarútvegsmál.

Viđrćđurnar stöđvuđust í reynd á árinu 2011. Samt var haldiđ áfram ađ sannreyna ađ EES-reglur féllu ađ ESB-reglum, upprunaregluverkinu sjálfu. Ţegar samhljómur reglnanna hafđi veriđ sannreyndur á mörgum fundum birtust hástemmdar yfirlýsingar um hve vel gengi í viđrćđunum! Blekkingarleiknum var haldiđ áfram af hálfu ESB fram yfir ríkjaráđstefnu um miđjan desember 2012. Ţá var látiđ eins og allt vćri á beinu brautinni eftir ađ enn einu sinni hafđi veriđ neitađ ađ afhenda Íslendingum rýniskýrsluna um sjávarútvegsmál. Viđ svo búiđ batt Össur Skarphéđinsson, umsóknarráđherrann sjálfur, enda á ferliđ međ minnisblađi í ríkisstjórn um miđjan janúar 2013.

ESB-flokkarnir fengu vonda útreiđ í ţingkosningunum í apríl 2013. Viđ tók ríkisstjórn flokka sem höfđu á stefnuskrá sinni ađ hćtta ESB-viđrćđunum. Í júní 2013 kynnti nýr utanríkisráđherra ţessa stefnu í Brussel og síđan sjálfur forsćtisráđherra. Viđrćđunefndir voru afmunstrađar og hin sjálfdauđa umsókn sett á ís. Í Brussel vita menn ađ íslensk stjórnvöld hafa slitiđ viđrćđunum.

Hér á landi hafa hins vegar veriđ sett á sviđ pólitísk átök um afturköllun umsóknarinnar. Ţau eru í raun sama marki brennd og átökin í tíđ ESB-ríkisstjórnarinnar. Rćtt er um allt annađ en stađreyndir. ESB-umsóknin er dauđ. Ađ málinu sé haldiđ í gíslingu á alţingi er friđţćging viđ ţá sem vilja ađild ađ ESB án ţess ađ viđurkenna ţađ og efna til marklausrar undirskriftasöfnunar ţar sem Óskar Nafnleyndar kemur oftast viđ sögu. Forystumenn stjórnarflokkanna á ţingi sćtta sig viđ gíslatökuna međ ţví ađ segja ađ hún auđveldi afgreiđslu annarra mála á ţingi.

Stađa ESB-málsins í lok ţings voriđ 2014 er fyrst og síđast álitshnekkir fyrir ţá sem leitt hafa máliđ frá sumrinu 2009. Átökin á heimavelli eru ađ verulegu leyti háđ í sýndarveruleika blekkingasmiđa. ESB-máliđ er ekki eina deilumáliđ sem er ţessu marki brennt. Ţeir sem sjá ţéttingu byggđar í Vatnsmýrinni sem meginmál Reykjavíkinga ađhyllast til dćmis stjórnmálabaráttu af ţessu tagi.

Stjórnmálaátök undir stjórn spunaliđa eru áhyggjuefni fyrir íslensku ţjóđina. Reynt er ađ breiđa yfir vanmátt stjórnmálamanna og stjórnkerfisins gagnvart stórmálum međ blekkingum. Í ESB-málinu hefur skort heiđarleika gagnvart ţjóđinni og hćfileika til ađ starfa í umbođi ţeirra sem sýna stjórnmálamönnum trúnađ. Tvćr ríkisstjórnir hafa falliđ á ESB-prófinu. Hvenćr hin ţriđja ţorir ađ takast á viđ ţađ verđur ađ ráđast af vilja ţjóđarinnar. Ríkisstjórnir hafa ekki ađeins falliđ á ESB-prófinu heldur einnig stjórnmálamenn og stjórnkerfiđ.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Björn Bjarnason var ţingmađur Sjálfstćđisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráđherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráđherra frá 2003 til 2009. Björn var blađamađur á Morgunblađinu og síđar ađstođarritstjóri 1979 til 1991.

 
 
Pistill

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orđiđ í afstöđu til ESB-viđrćđna - réttur ţjóđar­innar tryggđur

Ţáttaskil urđu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars ţegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráđherra aftenti formanni ráđherraráđs ESB og viđrćđu­stjóra stćkkunarmála í framkvćmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Ţar segir: „The Government of...

 
Mest lesiđ
Fleiri leiđarar

Rússar láta Finna finna fyrir sér

Ţađ hefur ekki fariđ fram hjá lesendum Evrópu­vaktarinnar ađ umrćđur í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfariđ á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknađ um hvort Finnar eigi ađ gerast ađilar ađ Atlantshafsbandalaginu eđa láta duga ađ auka samstarf viđ Svía um öryggismál.

ESB-ţingkosningar og lýđrćđisţróunin

Kosningar til ESB-ţingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síđan í hverju ESB-landinu á eftir öđru ţar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauđsyn ţess ađ dregiđ verđi úr miđ­stjórnar­valdi ESB-stofnana í Brussel í von um ađ andstađa ţeir...

Ţjóđverjar vilja ekki aukin afskipti af alţjóđa­málum

Ţýzkaland er orđiđ öflugasta ríkiđ í Evrópu á ný. Ţýzkaland stjórnar Evrópu­sambandinu. Ţar gerist ekkert, sem Ţjóđverjar eru ekki sáttir viđ. Í ţessu samhengi er niđurstađa nýrrar könnunar á viđhorfi almennings í Ţýzkalandi til afskipta Ţjóđverja af alţjóđa­málum athyglisverđ en frá henni er sagt í fréttum Evrópu­vaktarinnar í dag.

Ţáttaskil í samskiptum NATO viđ Rússa - fađmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norđur-Íshafi?

Anders Fogh Rasmussen, framkvćmda­stjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blađamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagđi ađ viđleitni ţeirra til ađ sundra Úkraínu hefđi skapađ „algjörlega nýja stöđu í öryggismálum Evrópu“. Ţađ sem gerđist um ţess...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS