Það verður fróðlegt að fylgjast með því, hvort ríkisstjórnin sér ástæðu til að gera þjóðinni almennt og stuðningsmönnum sínum sérstaklega grein fyrir því af hverju hún virðist hafa ákveðið að láta tillögu utanríkisráðherra um afturköllun aðildarumsóknar Íslands að Evrópusambandinu gufa upp og af hverju hún hefur bersýnilega ákveðið að efna ekki til sumarþings til þess að afgreiða tillöguna.
Gamlir menn með reynslu af þingstörfum sögðu í vetur, þegar tillaga utanríkisráðherra var lögð fram, að hún mundi ekki ná afgreiðslu á þessu þingi vegna þess að búið væri að breyta þingsköpum á þann veg, að stjórnarandstaða gæti stöðvað mál með endalausum umræðum um fundarstjórn forseta. Þeir hinir sömu virðast hafa haft rétt fyrir sér.
En það skýrir ekki þá ákvörðun að efna ekki til sumarþings og afgreiða málið þar. Halda forystumenn ríkisstjórnarinnar að það verði hægar um vik að afgreiða tillöguna í haust? Vilja þeir losna við þingið? Ef svo er telst það tæplega lýðræðislegur hugsunarháttur.
Eins og forystumenn ríkisstjórnarinnar vita mæta vel snýst mótbyrinn, sem þeir mættu í vetur ekki um efni tillögu ríkisstjórnarinnar. Hann snýst um þá upplifun almennings að þeir hafi fyrir síðustu þingkosningar lofað aðkomu þjóðarinnar að málinu.
Fyrrverandi ríkisstjórn vinstri flokkanna og meirihluti hennar á þingi hafnaði því að spyrja þjóðina í þjóðaratkvæðagreiðslu, hvort hún vildi sækja um aðild að Evrópusambandinu. Það voru örlagarík pólitísk mistök af hálfu þeirra flokka. En af þeim ástæðum er eðlilegt að þingið sjálft afgreiði tillögu utanríkisráðherra um afturköllun þeirrar umsóknar sem þingið og aðrir ekki tóku ákvörðun um að leggja fram.
Stjórnarflokkarnir komast hins vegar ekki hjá því að horfast í augu við eigin yfirlýsingar um þjóðaratkvæðagreiðslu. Þess vegna er eðlilegt að lokinni afturköllun umsóknar að þeir leggi fyrir þjóðina á þessu kjörtímabili þá grundvallarspurningu hvort hún vilji aðild að Evrópusambandinu. Komi í ljós að meirihluti Íslendinga vilji ganga í Evrópusambandið hlýtur sá meirihluti að ráða. Komi í ljós að meirihluti Íslendinga vilji ekki aðild að Evrópusambandinu er málið afgreitt.
Það er alger lágmarkskrafa að núverandi ríkisstjórn geri grein fyrir viðhorfi sínu til þessara grundvallaratriða áður en þingið verður sent heim og að hún gefi yfirlýsingu þar um.
Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...