Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við.
Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Um 60% Þjóðverja vilja halda afskiptum Þýzkalands af alþjóðamálum í lágmarki. Og um 82% Þjóðverja vilja minni umsvif þýzkra hermanna.
Þetta er viðhorfið innan Þýzkalands á sama tíma og bæði Bandaríkjamenn og aðrir kalla eftir meiri afskiptum Þjóðverja á alþjóða vettvangi.
Steinmeier, utanríkisráðherra Þýzkalands bendir hins vegar á í nýlegu viðtali að stjórnvöld í Þýzkalandi hljóti að taka mið af þessum sjónarmiðum hins almenna borgara.
Það viðhorf hins almenna þjóðverja, sem fram kemur í þessari könnun er skiljanlegt.
Sporin hræða.
Fólkið í Þýzkalandi vill ekki taka neina áhættu um að sagan endurtaki sig.
En kemst öflugasta ríki Evrópu, sem liggur í álfunni miðri á milli tveggja heima ef svo má að orði komast hjá því að taka þátt í að finna lausn á deilum nágranna?
Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Rússar láta Finna finna fyrir sér
Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...
Hvað ætlast ríkisstjórnin fyrir?-Krafa um gagnsæi
Eitt af því, sem einkenndi vinnubrögð ríkisstjórnar Samfylkingar og VG vegna ESB-mála var skortur á gagnsæi. Þótt sú ríkisstjórn hefði uppi miklar yfirlýsingar um mikilvægi gagnsæis í stjórnarháttum í lýðræðisríki lagði hún áherzlu á að iðka það ekki í stærstu málum þjóðarinnar.