Það hefur ekki farið fram hjá lesendum Evrópuvaktarinnar að umræður í Finnlandi um öryggismál Finna hafa aukizt mjög í kjölfarið á deilunum um Úkraínu. Spurningar hafa vaknað um hvort Finnar eigi að gerast aðilar að Atlantshafsbandalaginu eða láta duga að auka samstarf við Svía um öryggismál.
Sambærilegar umræður hafa verið að aukast í Svíþjóð og fyrir skömmu var skrifað undir samkomulag á milli Svía og Finna um aukið samstarf í varnarmálum.
Nú berast fréttir frá Finnlandi sem benda til þess að Rússar séu að færa sig upp á skaftið gagnvart Finnum. Sl. þriðjudag rauf rússnesk herþota tvívegis lofthelgi Finnlands, fyrst kl. sex um kvöldið og svo aftur fjórum klukkustundum seinna.
Finnska varnarmálaráðuneytið hefur staðfest þessar fréttir svo og að finnskar herþotur hafi verið sendar á loft.
Kannski finnst einhverjum að fréttir af þessu tagi skipti engu máli. Það er rangt. Athæfi sem þetta er undirbúið og úthugsað og gerist ekki af tilviljun. Rússar vilja láta Finna finna fyrir sér.
Sporin hræða í Finnlandi. Í raun var Finnland á áhrifasvæði Sovétríkjanna á meðan á kalda stríðinu stóð í fjóra áratugi. Það voru engar sovézkar hersveitir í Finnlandi en þar var ekki kosinn forseti án þess að hann hefði fengið þegjandi samþykki í Kreml.
Nú er ljóst af umræðum í Finnlandi að Finnar óttast að nú eigi að endurtaka sama leikinn. Og Svíar líta bersýnilega svo á, að slík ógn snerti ekki bara Finna heldur þá sjálfa líka.
Fyrir nokkru sást til rússneskrar herþotu í námunda við Skotland.
Ef að líkum lætur má búast við að það sama gerist í námunda við Ísland á næstu misserum.
Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
ESB-þingkosningar og lýðræðisþróunin
Kosningar til ESB-þingsins eru í Bretlandi og Hollandi fimmtudaginn 22. maí og síðan í hverju ESB-landinu á eftir öðru þar til sunnudaginn 25. maí. Stjórnvöld í Bretlandi og Hollandi hafa lagt áherslu á nauðsyn þess að dregið verði úr miðstjórnarvaldi ESB-stofnana í Brussel í von um að andstaða þeir...
Þjóðverjar vilja ekki aukin afskipti af alþjóðamálum
Þýzkaland er orðið öflugasta ríkið í Evrópu á ný. Þýzkaland stjórnar Evrópusambandinu. Þar gerist ekkert, sem Þjóðverjar eru ekki sáttir við. Í þessu samhengi er niðurstaða nýrrar könnunar á viðhorfi almennings í Þýzkalandi til afskipta Þjóðverja af alþjóðamálum athyglisverð en frá henni er sagt í fréttum Evrópuvaktarinnar í dag.
Þáttaskil í samskiptum NATO við Rússa - faðmlag Rússa og Kínverja - ógn í Norður-Íshafi?
Anders Fogh Rasmussen, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins (NATO) var ómyrkur í máli um Rússa á reglulegum blaðamannafundi sínum í Brussel mánudaginn 19. maí. Hann sagði að viðleitni þeirra til að sundra Úkraínu hefði skapað „algjörlega nýja stöðu í öryggismálum Evrópu“. Það sem gerðist um þess...
Hvað ætlast ríkisstjórnin fyrir?-Krafa um gagnsæi
Eitt af því, sem einkenndi vinnubrögð ríkisstjórnar Samfylkingar og VG vegna ESB-mála var skortur á gagnsæi. Þótt sú ríkisstjórn hefði uppi miklar yfirlýsingar um mikilvægi gagnsæis í stjórnarháttum í lýðræðisríki lagði hún áherzlu á að iðka það ekki í stærstu málum þjóðarinnar.