Fimmtudagurinn 16. jślķ 2020

Ekki ókeypis aš kķkja ķ pakkann


Vķglundur Žorsteinsson
26. mars 2014 klukkan 11:04

Enn einu sinni getum viš lesiš um žaš sem ljóst hefur veriš ķ įratugi. Ef viš viljum inn ķ ESB veršum viš aš undirgangast sjįvarśtvegsstefnu Evrópusambandsins.

Žetta getur aš lesa nś ķ morgun į Evrópuvaktinni og ķ Morgunblašinu um oršaskipti Gušlaugs Žórs Žóršarsonar viš Thomas Hagleitner fulltrśa stękkunarstjóra ESB į sameiginlegum žingmannafundi Ķslands og ESB ķ Hörpu ķ gęr.

Nś getur žaš ekki lengur žvęlst fyrir ķ žessari umręšu aš vilji Ķslendingar inn veršum viš aš undirgangast sjįvarśtvegsstefnu Evrópusambandsins. Viš framkvęmd stefnunnar vęri hinsvegar hęgt aš taka tillit til sjónarmiša einstakra rķkja. Um Ķsland vęri hinsvegar ekki hęgt aš fjalla žar sem kröfur Ķslands ķ žessum mįlaflokki lęgju ekki fyrir, sagši Hagleitner. Nś hélt ég ķ minni einfeldni aš skilyrši Alžingis ķ žessum efnum hefšu veriš alveg kristaltęr og skżr.

Sérlausnir skulu žaš vera

Sérlausnir heitir žaš nś upp į sķškastiš hjį stušningsmönnum inngöngu eftir aš ekki veršur lengur bošiš upp į žann mįlflutning aš Ķsland geti fengiš varanlegar undanžįgur. Žęr sérlausnir yršu allar žeim skilyršum hįšar aš hęgt yrši aš breyta žeim įn okkar samžykkis eftir reglum Lissabonsįttmįlans.

Žrįtt fyrir einhverjar óskilgreindar sérlausnir sem enginn žorir aš opinbera žótt hvķslaš sé um žęr į bak viš tjöldin eru afleišingar žess aš undirgangast reglur Evrópusambandsins ķ sjįvarśtvegsmįlum aš sambandiš fer meš allt meginforręšiš.

Žaš įkvešur veišimagn į hverjum tķma, skiptir kvóta flökku og deilistofna og vęntanlega kvóta innan 200 mķlna lögusögu okkar aš 12 mķlum. Sķšast en ekki sķst žį yršu fjįrfestingar frjįlsar ķ sjįvarśtveginum. Žaš myndi gera Spįnverjum og Portśgölum kleyft aš kaupa ķslensk sjįvarśtvegsfyrirtęki meš styrkjum frį Brussel eins og žjóširnar tvęr geršu į Ķrlandi, Englandi og Skotlandi. Žaš er kallaš kvótahopp ķ Evrópusambandinu. Ašferšin felst ķ žvķ aš kaupa innlenda fyrirtękiš og rįša sķšan veišum og vinnslu og žvķ hvar hśn fer fram.

Nżjar ašferšir

Nżjustu śtgįfuna af žessu „kvótahoppi“ heyršum viš um ķ fréttum ķ sķšustu viku žegar sagt var frį fęreyska fjölveišiskipinu Anķtu og eignarhaldi Spįnverja į žvķ.

Žar seldi fęreyska śtgeršin ekki meirihluta hlutafjįrins, minnihluti var lįtinn duga, sķšan tók śtgeršin „vķkjandi lįn“ hjį Spįnverjum sem ķ framhaldinu réšu öllu um žróun mįla. Fęreyski skipstjórinn var sagšur sitja ķ matsalnum mešan Spįnverjar stjórnušu skipinu.

Allur aršur af śtgeršinni er sķšan fluttur til Spįnar ķ formi vaxtagreišslna af lįninu góša sem virtist vera įn afborgana. Vill einhver žetta kvótahopp į Ķslandi?

Nżjar upplżsingar um įšur kunnar stašreyndir

Nś hefur veriš rękilega upplżst ķ greinum og umfjöllunum Björns Bjarnasonar į sķšustu vikum aš Ķslendingum var gert aš falla frį skilyršum sķnum ķ sjįvarśtvegsmįlum til aš ESB féllist į aš opna rżniskżrslu sķna ķ sjįvarśtvegsmįlum ķ mars 2011. Allar götur sķšan hefur veriš fariš meš žessar upplżsingar „eins og mannsmorš“ og nefndarmenn ķ utanrķkismįlanefnd Alžingis bundnir trśnaši um žessa vitneskju.

Mér er hinsvegar alveg óskiljanlegt aš menn hafi lįtiš mślbinda sig til aš žegja um žessa stöšu. Hana bar aš upplżsa strax įriš 2011. Af hverju var žaš ekki gert af „vinstri velferšarstjórninni“ ? Hugleiddu einhverjir žar innanboršs aš falla frį skilyršum Alžingis ?

Vill einhver borga fyrir aš fį aš kķkja?

Og loks ašalspurningin: Eru einhverjir alžingismenn tilbśnir til aš kķkja ķ pakkann meš žvķ skilyrši aš Alžingi falli frį eigin skilyršum ķ sjįvarśtvegsmįlum ?

Nś er tķmabęrt aš ķtreka skilyršin meš nżrri žingsįlyktunartillögu žar um og hafa um hana nafnakall!

Garšabę 26.03.2014

 
Senda į Facebook  Senda į Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Vķglundur Žorsteinsson lauk lagaprófi frį Hįskóla Ķslands įriš 1970. Žį um sumariš starfaši hann hjį Rķkissaksóknara en ķ byrjun įgśstmįnašar žaš įr tók hann viš starfi sem framkvęmdastjóri Fulltrśarįšs Sjįlfstęšisfélaganna ķ Reykjavķk. Hann var framkvęmdastjóri og sķšar stjórnarformašur BM Vallįr frį 1971-2010. Ķ stjórn Félags ķsl. išnrekenda og sķšar formašur frį 1978-1992. Žį sat hann ķ framkvęmdastjórn Verzlunarrįšs Ķslands um įrabil og ķ framkvęmdastjórn VSĶ og varaformašur samtakanna um skeiš. Vķglundur įtti sęti ķ stjórn Lķfeyrissjóšs verzlunarmanna frį 1986 til 2007 og formašur og varaformašur um įrabil. Hann įtti sęti ķ bankarįši Ķslandsbanka um 3ja įra skeiš.

 
 
Mest lesiš
Fleiri pistlar

Umsóknarferli ķ andaslitrum - straumhvörf hafa oršiš ķ afstöšu til ESB-višręšna - réttur žjóšar­innar tryggšur

Žįttaskil uršu ķ samskiptum rķkis­stjórnar Ķslands og ESB fimmtudaginn 12. mars žegar Gunnar Bragi Sveinsson utanrķkis­rįšherra aftenti formanni rįšherrarįšs ESB og višręšu­stjóra stękkunarmįla ķ framkvęmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er į ensku. Žar segir: „The Government of...

Grikkir eru ekki sjįlfstęš žjóš

Grikkir eru ekki sjįlfstęš žjóš. Žeir hafa aš vķsu mįlfrelsi viš boršiš ķ Brussel, sem ķslenzkir ašildarsinnar aš ESB leggja svo mikiš upp śr en į žį er ekki hlustaš og orš žeirra hafa engin įhrif.

Lķfsreynsla Grikkja lżsandi dęmi um örlög smįžjóšar sem gengur inn ķ fjölmennt rķkjabandalag

Žaš hefur veriš fróšlegt - ekki sķzt fyrir žegna smįžjóša - aš fylgjast meš įtökum Grikkja og annarra evrurķkja, sem ķ raun hafa veriš įtök į milli Grikkja og Žjóšverja. Ķ žessum įtökum hafa endurspeglast žeir djśpu brestir, sem komnir eru ķ samstarfiš innan evrurķkjanna og žar meš innan Evrópu­sambandsins.

Umbrotin ķ Evrópu geta haft ófyrirsjįanlegar afleišingar

Žaš er nokkuš ljóst aš sś uppreisn Mišjaršarhafsrķkja gegn žżzkum yfirrįšum innan Evrópu­sambandsins, sem Romano Prodi, fyrrum forsętis­rįšherra Ķtalķu og forseti framkvęmda­stjórnar ESB um skeiš, hvatti til fyrir allmörgum mįnušum er hafin. Kveikjan aš henni uršu śrslit žingkosninganna ķ Grikklandi fyrir viku.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS