Laugardagurinn 16. febrúar 2019

Vefmiðlar eru mikilvægt tæki í baráttu fyrir ákveðnum málefnum


Styrmir Gunnarsson
24. maí 2014 klukkan 10:03

Vefmiðlar eru bylting í fjölmiðlun samtímans. Sú fjölmiðlabylting þýðir í raun að einstaklingur eða einstaklingar geta sett upp fjölmiðil með litlum tilkostnaði. Samtök, sem berjast fyrir ákveðnum málstað geta auðveldlega sett upp vefmiðil. Þannig blasir við að slíkur vefmiðill gæti orðið til í baráttunni fyrir beinu lýðræði.

Dreifing efnis á vefmiðlum er athyglisverð. Einn vefmiðill tekur upp efni af öðrum, sem þýðir aukna dreifingu og Facebook stuðlar líka að aukinni dreifingu á efni slíkra miðla.

Evrópuvaktin var sett upp fyrir fjórum árum með tvenns konar markmið í huga. Í fyrsta lagi að stuðla að aukinni umfjöllun um málefni Evrópusambandsins og í öðru lagi að berjast gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þetta var gert í kjölfar þess að Alþingi samþykkti að leggja fram umsókn um aðild Íslands að Evrópusambandinu og hefja viðræður um slíka aðild.

Nú, fjórum árum síðar, hefur þessum viðræðum verið hætt. Það er mikilvægur áfangi að lokamarkinu sem er að umsóknin verði dregin til baka.

Evrópuvaktin var ekki hugsuð sem vefmiðill, sem starfa mundi um langa framtíð heldur sem tímabundinn vettvangur fyrir baráttu gegn aðild Íslands. Þegar fullur sigur hefði verið unninn yrði þessum vefmiðli lokað.

Nú er staðan sú, að viðræðum er hætt, meirihluti er á Alþingi fyrir afturköllun umsóknar en stjórnarflokkarnir hika.

Það hik veldur því að Evrópuvaktin heldur áfram göngu sinni í breyttu formi, þar sem megináherzla er lögð á fréttaskýringar um þetta afmarkaða viðfangsefni, Ísland og Evrópusambandið.

Það er hægt að breyta vefmiðli á einum degi.

Það er hægt að hægja á ferðinni og það er hægt að herða róðurinn.

Baráttan gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu er barátta fyrir sjálfstæði Íslands.

Þess vegna er baráttan gegn aðild Íslands að Evrópusambandinu stærsta mál okkar samtíma.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.

 
 
Mest lesið
Fleiri pistlar

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

Grikkir eru ekki sjálfstæð þjóð

Grikkir eru ekki sjálfstæð þjóð. Þeir hafa að vísu málfrelsi við borðið í Brussel, sem íslenzkir aðildarsinnar að ESB leggja svo mikið upp úr en á þá er ekki hlustað og orð þeirra hafa engin áhrif.

Lífsreynsla Grikkja lýsandi dæmi um örlög smáþjóðar sem gengur inn í fjölmennt ríkjabandalag

Það hefur verið fróðlegt - ekki sízt fyrir þegna smáþjóða - að fylgjast með átökum Grikkja og annarra evruríkja, sem í raun hafa verið átök á milli Grikkja og Þjóðverja. Í þessum átökum hafa endurspeglast þeir djúpu brestir, sem komnir eru í samstarfið innan evruríkjanna og þar með innan Evrópu­sambandsins.

Umbrotin í Evrópu geta haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar

Það er nokkuð ljóst að sú uppreisn Miðjarðarhafsríkja gegn þýzkum yfirráðum innan Evrópu­sambandsins, sem Romano Prodi, fyrrum forsætis­ráðherra Ítalíu og forseti framkvæmda­stjórnar ESB um skeið, hvatti til fyrir allmörgum mánuðum er hafin. Kveikjan að henni urðu úrslit þingkosninganna í Grikklandi fyrir viku.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS