Föstudagurinn 12. ágúst 2022

Vaxandi átök framundan á Evrópu­þinginu um megin­stefnu

Beppe Grilló spáð miklum framgangi á Ítalíu í Evrópu­kosningunum


Styrmir Gunnarsson
25. maí 2014 klukkan 10:35

Úrslit kosninga til Evrópuþingsins eiga að liggja fyrir í kvöld, sunnudagskvöld. Þær vísbendingar sem fram eru komnar eru misvísandi. Frelsisflokkurinn í Hollandi, sem er yzt til hægri hefur tapað fylgi, ef marka má útgönguspár. Talið er að Ukip í Bretlandi sé að brjótast í gegn og verða raunverulegt áhrifaafl þar í krafti styrkleika á Evrópuþinginu og þar af leiðandi hugsanlega í þingkosningum heima fyrir á næsta ári. Athyglisvert er að útgönguspár á Írlandi gefa til kynna mikinn styrk Sinn Fein, sem er talinn eins konar stjórnmálaarmur Írska lýðveldishersins.

Þessi umbrot benda til vaxandi átaka á Evrópuþinginu um þá meginstefnu, sem muni einkenna þróun Evrópusambandsins á næstu árum.

Þýzka fréttastofan Deutsche-Welle tekur til 10 viðfangsefni, sem hún telur að muni einkenna starfsemi ESB á næstu árum:

1. Evrópusambandið er í stöðugri uppbyggingu og stöðugri breytingu.

2. Höfnun og efasemdir hafa einkennt viðbrögð fólks í aðildarríkjunum á síðustu árum.

3. Flokkar sem eru andvígir núverandi framþróun ESB hafa sótt á en geta þeir komið sér saman um sameiginlega stefnu spyr DW.

4. Þótt aðildarríki ESB sem hafa verið í vandræðum séu að ná sér á strik eru vandamál framundan hjá öðrum, ekki sízt Frökkum.

5. Bankabandalag mun gera ESB kleift að koma í veg fyrir að vandamál banka leiði til hruns í einstökum ríkjum og að skattgreiðendur verði að bjarga bönkum.

6. Evrópusambandið mun leggja verulegt fé af mörkum til að ráða bót á atvinnuleysi, ekki sízt ungs fólks en nú eru 26 milljónir manna án atvinnu innan ESB.

7. ESB-ríkin þurfa að auka samkeppnishæfni sína.

8. Evrópudómstóllinn hefur bannað söfnun og geymslu upplýsinga um símanotkun og netnotkun einstaklinga í tvö ár.

9. Viðbrögð ESB vegna hælisleitenda liggja undir þungri gagnrýni.

10. Stækkun ESB til austurs veldur úlfúð hjá Rússum og ESB kann að vera komið að mörkum frekari útþenslu.

Á Ítalíu hefur framgangur stjórnmálahreyfingar grínistans Beppe Grilló vakið mesta athygli en mikill mannfjöldi sótti útifund hans í Róm í fyrrakvöld. Euobserver segir að gert sé ráð fyrir að flokkar sem eru gagnrýnir á ESB muni fá um helming atkvæða.

Skoðanakönnun í Tékklandi sýnir að um helmingur Tékka telur að kosningar til Evrópuþingsins hafi enga þýðingu. Talið er að kosningaþátttaka í Slóvakíu verði um 20%.

Eins og af þessu má sjá fer því fjarri að vegferð Evrópusambandsins á næstu árum verði auðveld.

Og að hætti Cató hins gamla skal enn ítrekað:

Ísland á ekkert erindi í þennan grautarpott

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.

 
 
Mest lesið
Fleiri pistlar

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

Grikkir eru ekki sjálfstæð þjóð

Grikkir eru ekki sjálfstæð þjóð. Þeir hafa að vísu málfrelsi við borðið í Brussel, sem íslenzkir aðildarsinnar að ESB leggja svo mikið upp úr en á þá er ekki hlustað og orð þeirra hafa engin áhrif.

Lífsreynsla Grikkja lýsandi dæmi um örlög smáþjóðar sem gengur inn í fjölmennt ríkjabandalag

Það hefur verið fróðlegt - ekki sízt fyrir þegna smáþjóða - að fylgjast með átökum Grikkja og annarra evruríkja, sem í raun hafa verið átök á milli Grikkja og Þjóðverja. Í þessum átökum hafa endurspeglast þeir djúpu brestir, sem komnir eru í samstarfið innan evruríkjanna og þar með innan Evrópu­sambandsins.

Umbrotin í Evrópu geta haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar

Það er nokkuð ljóst að sú uppreisn Miðjarðarhafsríkja gegn þýzkum yfirráðum innan Evrópu­sambandsins, sem Romano Prodi, fyrrum forsætis­ráðherra Ítalíu og forseti framkvæmda­stjórnar ESB um skeið, hvatti til fyrir allmörgum mánuðum er hafin. Kveikjan að henni urðu úrslit þingkosninganna í Grikklandi fyrir viku.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS