Laugardagurinn 14. desember 2019

Bretland: 86% þeirra sem kusu Ukip líklegir til að gera það aftur að ári

Óskynsamlegt að formæla kjósendum sem fara-skynsamlegra að leita skýringa á því af hverju þeir fóru


Styrmir Gunnarsson
31. maí 2014 klukkan 10:03

Staða brezka Íhaldsflokksins að loknum kosningum til Evrópuþingsins er umhugsunarverð. Í þeim kosningum fékk Ukip (Sjálfstæðisflokkur Bretlands) 27,5% atkvæða, Verkamannaflokkurinn fékk 25,4% en Íhaldsflokkurinn í því þriðja með 23,9%. Frjálslyndi flokkurinn fékk svo 6,9% og lenti í fjórða sæti og þurrkaðist nánast út á Evrópuþinginu.

Eins og venjulega þegar nýir flokkar ögra þeim sem fyrir eru heyrast þær raddir meðal íhaldsmanna í Bretlandi að kjósendur muni skila sér aftur til flokksins í þingkosningum á næsta ári.

Ný könnun sem Daily Telegraph segir frá (það blað sem alla tíð hefur verið í nánustum tengslum við Íhaldsflokkinn) bendir til annars. Hún er vísbending um að 86% þeirra sem kusu Ukip nú ætli að gera það aftur á næsta ári. Sundurgreint eru tölurnar þær að 37% þeirra, sem kusu Ukip nú séu ákveðnir í að kjósa flokkinn aftur í þingkosningum og 49% töldu það líklegt. En 14% töldu sennilegt að þeir mundu kjósa annan flokk.

Ukip fékk 4,3 milljónir atkvæða í kosningunum til Evrópuþingsins. Það er augljóslega óvarlegt af forystumönnum Íhaldsflokksins eða annarra flokka að tala niður til Ukip vegna þess að kjósendur þess flokks munu taka slíkt tal til sín og herðast í þeirri afstöðu að kjósa Ukip aftur. David Cameron hefur kallað stuðningmenn Ukip „fruitcakes“ og „loonies“.

David Davies, þingmaður Íhaldsflokksins, sem bauð sig fram til formennsku í flokknum árið 2005, þegar Cameron var kjörinn til þeirra starfa, segir í samtali við Daily Telegraph að úrslitin hljóti að teljast aðvörun til Íhaldsflokksins. Um sé að ræða mjög skýra yfirlýsingu frá stórum hópi kjósenda um að þeir séu óánægðir með flokkinn.

Það er margt áþekkt með stöðu Íhaldsflokksins í Bretlandi og Sjálfstæðisflokksins á Íslandi, þótt hinn síðarnefndi hafi ekki staðið frammi fyrir samkeppni frá hægri eins og Íhaldsflokkurinn hefur gert og gerir.

Og eitt af því versta sem forystumenn flokka lenda í sem verða fyrir slíku tapi er að formæla þeim kjósendum, sem yfirgefa flokkana. Slíkar formælingar skila þeim ekki aftur. Skynsamlegra er að leita svara við því hvers vegna þeir fóru og hvað þurfi til að fá þá til baka.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.

 
 
Mest lesið
Fleiri pistlar

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

Grikkir eru ekki sjálfstæð þjóð

Grikkir eru ekki sjálfstæð þjóð. Þeir hafa að vísu málfrelsi við borðið í Brussel, sem íslenzkir aðildarsinnar að ESB leggja svo mikið upp úr en á þá er ekki hlustað og orð þeirra hafa engin áhrif.

Lífsreynsla Grikkja lýsandi dæmi um örlög smáþjóðar sem gengur inn í fjölmennt ríkjabandalag

Það hefur verið fróðlegt - ekki sízt fyrir þegna smáþjóða - að fylgjast með átökum Grikkja og annarra evruríkja, sem í raun hafa verið átök á milli Grikkja og Þjóðverja. Í þessum átökum hafa endurspeglast þeir djúpu brestir, sem komnir eru í samstarfið innan evruríkjanna og þar með innan Evrópu­sambandsins.

Umbrotin í Evrópu geta haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar

Það er nokkuð ljóst að sú uppreisn Miðjarðarhafsríkja gegn þýzkum yfirráðum innan Evrópu­sambandsins, sem Romano Prodi, fyrrum forsætis­ráðherra Ítalíu og forseti framkvæmda­stjórnar ESB um skeið, hvatti til fyrir allmörgum mánuðum er hafin. Kveikjan að henni urðu úrslit þingkosninganna í Grikklandi fyrir viku.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS