Á vefsíðunni SpiegelOnline segir miðvikudaginn 4. júní að svo virðist sem David Cameron, forsætisráðherra Breta, skaðist mest sjálfur af andstöðu sinni við að Jean-Claude Juncker verði næsti forseti framkvæmdastjórnar ESB. Aðeins Angela Merkel Þýskalandskanslari geti bjargað Cameron.
Spiegel segir að breiðfylking þýskra stjórnmálamanna og fjölmiðla standi að baki Juncker, forsætisráðherra Lúxemborg í 18 ár, vegna þess að hann sé oddviti stærsta flokksins á ESB-þinginu. Bretum finnist hins vegar hlægilegt að Juncker njóti svona mikils stuðnings, hann sé ekki annað en innvígður fulltrúi valdakerfisins í Brussel. Cameron telur að verði Juncker valinn muni Bretar greiða atkvæði með úrsögn úr ESB.
Vegna þessara orða hafa þýskir stjórnmálamenn og blaðamenn hvatt Merkel að bogna ekki gagnvart hótun og kúgun af þessu tagi. Henni hefur þótt nauðsynlegt að taka af skarið um stuðning við Juncker en jafnframt lýst óskum um að Bretar verði áfram í ESB. Þetta gerði hún síðast í ræðu á þýska þinginu miðvikudaginn 4. júní.
Mats Persson, forstöðumaður hugveitunnar Open Europe, segir að Cameron og samstarfsmönnum hans hafi brugðið í brún þegar þeir áttuðu sig á hinum víðtæka stuðningi við Juncker í Þýskalandi.
Minnt er á að breska stjórnin segist ekki standa ein gegn Juncker það geri einnig ríkisstjórnir Svíþjóðar, Ungverjalands og Hollands. Það dugi hins vegar ekki til að stöðva kjör Junckers í leiðtogaráðinu yrði gengið til atkvæða þar.
Merkel er sögð hin eina sem geti stöðvað framgang Junckers og fyrst eftir ESB-þingkosningarnar hafi hún látið eins og hún ætlaði að gera það. Mál hafi hins vegar snúist á annan veg eftir að upplýst hafði verið um hótanir Camerons. Við svo búið verði Merkel að standa með Juncker annars segi menn að hún láti Breta stjórna sér. Komi hún til móts við Cameron kunni það að vera túlkað sem persónulegur ósigur hennar.
Spiegel segir að sumir gamalreyndir ESB-fræðingar telji að Cameron hafi skotið sjálfan sig í fótinn með því að snúast alfarið gegn Juncker. Hann meti ekki stöðuna í Brussel rétt. „Væri ég Cameron mundi ég ræða við Juncker og segja: Þetta eru skilyrði mín,“ segir Richard Corbett úr Verkamannaflokknum sem náði nú kjöri í ESB-þingið en var áður skrifstofustjóri hjá Herman Van Rompuy, forseta leiðtogaráðs ESB. Hann telur að Juncker gæti beitt sér fyrir breytingum í umboði leiðtogaráðsins. Vildi Cameron það.
Þessi lýsing á stöðunni meðal æðstu manna ESB endurspeglar ekki aðeins ágreining um mann heldur einnig hvert stefna skuli innan ESB. Cameron vill losa um ESB-böndin og færa völd til þjóðþinga. Juncker vill aukið miðstjórnarvald innan ESB og öflugar ESB-stofnanir.
Í öllum ESB-aðildarríkjum skiptast menn í fylkingar um þessi málefni. Þótt Frakkar hafi ekki lýst beinni andstöðu við Juncker eru þeir andstæðir skoðunum hans og á það ekki síður við Nicolas Sarkozy og mið-hægrimenn sem styðja hann en sósíalista sem nú sitja við völd í París. Franska stjórnmálaelítan vill ekki tengjast neinum sambandsríkissinna innan ESB, síst af öllu eftir ósigur sinn fyrir Þjóðfylkingunni í ESB-þingkosningunum.
Myndin er því ekki eins svart-hvít og lýst er í Spiegel – gráa svæðið er stórt og þar finna menn líklega næsta forseta framkvæmdastjórnar ESB. Christine Lagarde, forstjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, er nefnd til sögunnar. Hún yrði hins vegar að verða fulltrúi Frakklands í framkvæmdastjórninni. Hún er hins vegar ekki sósíalisti og fellur ekki í kramið hjá François Hollande Frakklandsforseta og félögum. Þeir hafa hins vegar nefnt flokksbróður sinn og fyrrverandi fjármálaráðherra. Pierre Moscovici, til sögunnar.
Björn Bjarnason var þingmaður Sjálfstæðisflokksins frá árinu 1991 til 2009. Hann var menntamálaráðherra 1995 til 2002 og dóms- og kirkjumálaráðherra frá 2003 til 2009. Björn var blaðamaður á Morgunblaðinu og síðar aðstoðarritstjóri 1979 til 1991.
Þáttaskil urðu í samskiptum ríkisstjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðustjóra stækkunarmála í framkvæmdastjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...
Grikkir eru ekki sjálfstæð þjóð
Grikkir eru ekki sjálfstæð þjóð. Þeir hafa að vísu málfrelsi við borðið í Brussel, sem íslenzkir aðildarsinnar að ESB leggja svo mikið upp úr en á þá er ekki hlustað og orð þeirra hafa engin áhrif.
Lífsreynsla Grikkja lýsandi dæmi um örlög smáþjóðar sem gengur inn í fjölmennt ríkjabandalag
Það hefur verið fróðlegt - ekki sízt fyrir þegna smáþjóða - að fylgjast með átökum Grikkja og annarra evruríkja, sem í raun hafa verið átök á milli Grikkja og Þjóðverja. Í þessum átökum hafa endurspeglast þeir djúpu brestir, sem komnir eru í samstarfið innan evruríkjanna og þar með innan Evrópusambandsins.
Umbrotin í Evrópu geta haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar
Það er nokkuð ljóst að sú uppreisn Miðjarðarhafsríkja gegn þýzkum yfirráðum innan Evrópusambandsins, sem Romano Prodi, fyrrum forsætisráðherra Ítalíu og forseti framkvæmdastjórnar ESB um skeið, hvatti til fyrir allmörgum mánuðum er hafin. Kveikjan að henni urðu úrslit þingkosninganna í Grikklandi fyrir viku.