Mánudagurinn 15. ágúst 2022

Ófriðlegt um að litast í Evrópu-brýnt að afturkalla aðildarumsóknina


Styrmir Gunnarsson
5. ágúst 2014 klukkan 08:38

Það er ófriðlegt um að litast í Evrópu. Þessa stundina standa yfir miklar heræfingar Rússa á öllum varnarsvæðum Rússlands með þátttöku 100 herflugvéla. Þungi þeirra er við landamæri Úkraínu.

NASA
Gervitunglamynd af Norður-Evrópu.

Innan Atlantshafsbandalagsins verða kröfur háværari, annars vegar um aukin fjárframlög til hermála og hins vegar um aukna hernaðarlega nærveru í aðildarríkjum í Austur-Evrópu.

Bandalagið hefur skuldbundið sig með samningum við Rússa að koma ekki upp varanlegum herstöðvum í þeim aðildarríkjum, en efnir í þess stað til aukinna heræfinga þar og raddir eru um að koma þar upp meiri vopnabirgðum.

Þannig er staðan í samskiptum Evrópuríkjanna, Bandaríkjanna og Rússlands aldarfjórðungi eftir fall Berlínarmúrsins og hruns Sovétríkjanna.

Sumir vilja kalla þetta ástand „kalt stríð“. Barac Obama vil ekki taka þannig til orða. En það hlýtur að vera spurning um skilgreiningu hvenær vaxandi fjandskapur á milli ríkja tekst vera kalt stríð.

Vesturlönd hafa gripið til harkalegri refsiaðgerða gagnvart Rússlandi en fyrr. Lítið dæmi um áhrif þeirra er að eiginkona eins helzta auðmanns í Rússlandi var á spítala í Sviss í bakaðgerð og gat ekki borgað fyrir aðgerðina vegna þess að öll kreditkort þeirra hjóna höfðu verið fryst.

Þetta er gjörbreytt staða frá því fyrstu árin eftir hrun Sovétríkjanna, þegar það var talinn raunhæfur möguleiki að Rússar gerðust aðilar að Atlantshafsbandalaginu, sem þá yrði eins konar öryggisbandalag Vesturlanda vegna hugsanlegrar hættu úr austri.

Eins og staðan er nú eru engar líkur á því að breyting verði til hins betra en alveg eins líklegt að staðan versni.

Þessi staða - hvort sem menn vilja kalla hana „kalt stríð“ eða ekki - er ein af ástæðunum fyrir því að Ísland á að afturkalla aðildarumsóknina að Evrópusambandinu.

Það er engin ástæða til að við látum draga okkur inn í átök, sem enn einu sinni hafa blossað upp á milli ríkjanna á meginlandi Evrópu en hafa í raun staðið öldum saman.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.

 
 
Mest lesið
Fleiri pistlar

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

Grikkir eru ekki sjálfstæð þjóð

Grikkir eru ekki sjálfstæð þjóð. Þeir hafa að vísu málfrelsi við borðið í Brussel, sem íslenzkir aðildarsinnar að ESB leggja svo mikið upp úr en á þá er ekki hlustað og orð þeirra hafa engin áhrif.

Lífsreynsla Grikkja lýsandi dæmi um örlög smáþjóðar sem gengur inn í fjölmennt ríkjabandalag

Það hefur verið fróðlegt - ekki sízt fyrir þegna smáþjóða - að fylgjast með átökum Grikkja og annarra evruríkja, sem í raun hafa verið átök á milli Grikkja og Þjóðverja. Í þessum átökum hafa endurspeglast þeir djúpu brestir, sem komnir eru í samstarfið innan evruríkjanna og þar með innan Evrópu­sambandsins.

Umbrotin í Evrópu geta haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar

Það er nokkuð ljóst að sú uppreisn Miðjarðarhafsríkja gegn þýzkum yfirráðum innan Evrópu­sambandsins, sem Romano Prodi, fyrrum forsætis­ráðherra Ítalíu og forseti framkvæmda­stjórnar ESB um skeið, hvatti til fyrir allmörgum mánuðum er hafin. Kveikjan að henni urðu úrslit þingkosninganna í Grikklandi fyrir viku.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS