Mánudagurinn 1. mars 2021

Pútín þarf á óvinum að halda alveg eins og Stalín


Styrmir Gunnarsson
7. ágúst 2014 klukkan 09:18

Á Vesturlöndum spyja menn sig um þessar mundir hvað vaki fyrir Rússum með ögrandi stefnu þeirra gagnvart Úkraínu, innlimun Krímskaga og almennt vaxandi fjandskap í garð annarra Evrópuríkja. Innlimun Krímskaga kostar þá mikla fjármuni og það mundi innrás í austurhluta Úkraínu líka gera. Refsiaðgerðir Vesturlanda verða stöðugt þungbærari.

Vladimir Pútin gengur fram sem forseti Rússlands í þriðja sinn 7. maí 2012.

Margt bendir til að svarið við þessum spurningum sé einfaldara en ætla mætti og skýringin á atferli Rússa sé sú sama og þegar Stalín stefndi á stigmögnun kalda stríðsins að lokinni heimsstyrjöldinni síðari.

Stalín þurfti að fjandskapast við Vesturlönd til þess að halda Sovétríkjunum saman, þegar sigur var unninn á Hitler en innrás Þjóðverja hafði sameinað landsmenn að baki Stalín í stríðinu. Hann þurfti á nýjum óvini að halda, þegar Hitler var allur.

Pútín er smátt og smátt að þrengja að lýðræðislegum stjórnarháttum í Rússlandi. Dómstólum hefur lengi verið beitt af hálfu stjórnvalda til þess og átökin í Úkraínu hafa leitt til þess að nú er smátt og smátt þrengt að upplýsingamiðlun í Rússlandi á þann veg, að almenningur þar í landi fær ekki aðrar fréttir af þeim átökum en stjórnvöldum þóknast.

Pútín þarf því á nýjum óvini að halda til þess að sameina Rússa að baki sér. Það hefur tekizt býsna vel hjá honum til þessa. Hann nýtur meiri vinsælda heima fyrir en nokkru sinni áður.

Spurningin er hins vegar hvort það breytist, ef og þegar refsiaðgerðir Vesturlanda fara að hafa bein áhrif á buddu hins almenna borgara.

Og um leið er ljóst að það er engin ástæða til að ætla að friðsamlegra verði í Evrópu á næstu árum en verið hefur um skeið. Pútín er ekki á útleið. Meiri líkur eru á vaxandi úlfúð.

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.

 
 
Mest lesið
Fleiri pistlar

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

Grikkir eru ekki sjálfstæð þjóð

Grikkir eru ekki sjálfstæð þjóð. Þeir hafa að vísu málfrelsi við borðið í Brussel, sem íslenzkir aðildarsinnar að ESB leggja svo mikið upp úr en á þá er ekki hlustað og orð þeirra hafa engin áhrif.

Lífsreynsla Grikkja lýsandi dæmi um örlög smáþjóðar sem gengur inn í fjölmennt ríkjabandalag

Það hefur verið fróðlegt - ekki sízt fyrir þegna smáþjóða - að fylgjast með átökum Grikkja og annarra evruríkja, sem í raun hafa verið átök á milli Grikkja og Þjóðverja. Í þessum átökum hafa endurspeglast þeir djúpu brestir, sem komnir eru í samstarfið innan evruríkjanna og þar með innan Evrópu­sambandsins.

Umbrotin í Evrópu geta haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar

Það er nokkuð ljóst að sú uppreisn Miðjarðarhafsríkja gegn þýzkum yfirráðum innan Evrópu­sambandsins, sem Romano Prodi, fyrrum forsætis­ráðherra Ítalíu og forseti framkvæmda­stjórnar ESB um skeið, hvatti til fyrir allmörgum mánuðum er hafin. Kveikjan að henni urðu úrslit þingkosninganna í Grikklandi fyrir viku.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS