Sunnudagurinn 22. apríl 2018

Ráðandi öflum í Bretlandi bregður-samhljómur í málflutningi skozkra þjóðernissinna og Ukip


Styrmir Gunnarsson
10. september 2014 klukkan 10:09

Það var athyglisvert að heyra hvernig Alex Salmond, leiðtogi skozkra þjóðernissinna talaði við Boga Ágústsson, fréttamann RÚV í gærkvöldi, þriðjudagskvöld. Hann talaði sérstaklega um þann hroka, sem einkenndi stjórnmálamennina í London.

Skoska forsætisráðuneytið
Alex Salmond

Það kveður við sama tón í fréttaskýringu á heimasíðu BBC eftir Ben Wright, sem er stjórnmálafréttamaður BBC. Hann segir að allt hafi breytzt. Stjórnmálamennirnir í Westminster nái ekki áttum. Þeir finni að jörðin brenni undir fótum þeirra. Þeim hafi aldrei dottið í hug að til þess gæti komið að Skotland yfirgæfi brezka konungdæmið.

Fréttamaður BBC segir að þessi breyting hafi verið að búa um sig árum saman. Ekki bara vegna aukins stuðnings við þjóðernissinna í Skotlandi heldur vegna minnkandi trúar almennings á stjórnmálamenn.

Margt hafi komið til en ekki sízt útgjaldahneykslið á árinu 2009, þegar í ljós kom hvernig stjórnmálamennirnir notfærðu sér aðgang sinn að skattfé almennings.

Nigel Farage

Harkaleg gagnrýni Nigel Farage, leiðtoga Ukip á ráðandi öfl í Bretlandi sé að sumu leyti samhljóma gagnrýni skozkra þjóðernissinna.

Ben Wright segir að þjóðaratkvæðagreiðslan í næstu viku hafi vakið Skota upp en hún hafi líka vakið upp áleitnar spurningar í London.

Hvernig á að stjórna og í hverra höndum á valdið að vera, spyr fréttamaðurinn.

Getur verið að þjóðaratkvæðagreiðslan um Icesave hafi vakið upp svipaðar spurningar hér?

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.

 
 
Mest lesið
Fleiri pistlar

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

Grikkir eru ekki sjálfstæð þjóð

Grikkir eru ekki sjálfstæð þjóð. Þeir hafa að vísu málfrelsi við borðið í Brussel, sem íslenzkir aðildarsinnar að ESB leggja svo mikið upp úr en á þá er ekki hlustað og orð þeirra hafa engin áhrif.

Lífsreynsla Grikkja lýsandi dæmi um örlög smáþjóðar sem gengur inn í fjölmennt ríkjabandalag

Það hefur verið fróðlegt - ekki sízt fyrir þegna smáþjóða - að fylgjast með átökum Grikkja og annarra evruríkja, sem í raun hafa verið átök á milli Grikkja og Þjóðverja. Í þessum átökum hafa endurspeglast þeir djúpu brestir, sem komnir eru í samstarfið innan evruríkjanna og þar með innan Evrópu­sambandsins.

Umbrotin í Evrópu geta haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar

Það er nokkuð ljóst að sú uppreisn Miðjarðarhafsríkja gegn þýzkum yfirráðum innan Evrópu­sambandsins, sem Romano Prodi, fyrrum forsætis­ráðherra Ítalíu og forseti framkvæmda­stjórnar ESB um skeið, hvatti til fyrir allmörgum mánuðum er hafin. Kveikjan að henni urðu úrslit þingkosninganna í Grikklandi fyrir viku.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS