Miðvikudagurinn 14. apríl 2021

Lífsreynsla Grikkja lýsandi dæmi um örlög smáþjóðar sem gengur inn í fjölmennt ríkjabandalag


Styrmir Gunnarsson
21. febrúar 2015 klukkan 10:30

Það hefur verið fróðlegt - ekki sízt fyrir þegna smáþjóða - að fylgjast með átökum Grikkja og annarra evruríkja, sem í raun hafa verið átök á milli Grikkja og Þjóðverja. Í þessum átökum hafa endurspeglast þeir djúpu brestir, sem komnir eru í samstarfið innan evruríkjanna og þar með innan Evrópusambandsins.

Það hefur verið augljós munur á afstöðu ráðandi ríkja innan ESB til Grikkja og ýmissa annarra aðildarríkja.

Þjóðverjar ráða ferðinni. Þeir hafa augljóslega viljað ganga langt í að knýja Grikki til uppgjafar.

Miðjarðarhafsríkin skilja Grikki betur og þó að það eigi fyrst og fremst við um Ítali fer ekki á milli mála að í hjarta sínu standa Frakkar nálægt Grikkjum, þótt aðrir hagsmunir þeirra ráði því að þeir ganga ekki beint gegn Þjóðverjum. Spánverjar halda sig til hlés af eiginhagsmunaástæðum en standa nærri Grikkjum.

Það á við um samskipti þjóða eins og í mannlífinu að þeir sem fátækari eru láta ekki fara með sig yfir viss mörk.

Þótt Þjóðverjum hafi tekizt að tugta Grikki til á fundinum í Brussel í gærkvöldi var það ekki nema upp að vissu marki. Og sú tugtun kann að sækja Þjóðverja heim síðar.

Það er ekki hægt að halda ríkjabandalagi saman með þvingunaraðgerðum. Það springur að lokum.

Lífreynsla Grikkja að undanförnu er lýsandi dæmi um örlög smáþjóðar sem gengur inn í slíkt samstarf í góðri trú.

Og hvað þá um örþjóð?!

 
Senda á Facebook  Senda á Twitter  Vista sem pdf  Prenta

Styrmir Gunnarsson er lögfræðingur og fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins. Hann hóf störf sem blaðamaður á Morgunblaðinu 1965 og varð aðstoðarritstjóri 1971. Árið 1972 varð Styrmir ritstjóri Morgunblaðsins, en hann lét af því starfi árið 2008.

 
 
Mest lesið
Fleiri pistlar

Umsóknarferli í andaslitrum - straumhvörf hafa orðið í afstöðu til ESB-viðræðna - réttur þjóðar­innar tryggður

Þáttaskil urðu í samskiptum ríkis­stjórnar Íslands og ESB fimmtudaginn 12. mars þegar Gunnar Bragi Sveinsson utanríkis­ráðherra aftenti formanni ráðherraráðs ESB og viðræðu­stjóra stækkunarmála í framkvæmda­stjórn ESB bréf. Textinn sem gildir gagnvart ESB er á ensku. Þar segir: „The Government of...

Grikkir eru ekki sjálfstæð þjóð

Grikkir eru ekki sjálfstæð þjóð. Þeir hafa að vísu málfrelsi við borðið í Brussel, sem íslenzkir aðildarsinnar að ESB leggja svo mikið upp úr en á þá er ekki hlustað og orð þeirra hafa engin áhrif.

Umbrotin í Evrópu geta haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar

Það er nokkuð ljóst að sú uppreisn Miðjarðarhafsríkja gegn þýzkum yfirráðum innan Evrópu­sambandsins, sem Romano Prodi, fyrrum forsætis­ráðherra Ítalíu og forseti framkvæmda­stjórnar ESB um skeið, hvatti til fyrir allmörgum mánuðum er hafin. Kveikjan að henni urðu úrslit þingkosninganna í Grikklandi fyrir viku.

Það eru ekki hagsmunir Íslands að verða peð á taflborði evrópsks stórríkis og Evrasíu­sambandsins

Stofnun og starfræksla Evrasíu­sambandsins, sem sagt hefur verið frá í fréttum Evrópu­vaktarinnar vekur hóflega athygli og sumir, eins og einn dálkahöfundur euobserver, telja það andvana fætt vegna þess að Rússar hafi ekki efni á því. Því er ætlað að verða eins konar mótvægi við Evrópu­sambandið.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS