Sunnudagurinn 7. ágúst 2022

Þriðjudagurinn 27. apríl 2010

«
26. apríl

27. apríl 2010
»
28. apríl
Fréttir

Brussel gefur grænt ljós á aðstoð

Framkvæmda­stjórn Evrópu­sambandsins gaf í dag grænt ljós á fjárhagslega aðstoð til evrópskra flug­félaga vegna tjóns, sem þau hafa orðið fyrir vegna eldgossins í Eyjafjallajökli. Talið er að flugfélögin hafi tapað 1,5 til 2 milljörðum evra á truflunum á flugsamgöngum vegna öskufalls.

Fara Grikkir tímabundið út af evru­svæðinu?

Alþjóða gjaldeyris­sjóðurinn íhugar nú að auka fjárhagslega aðstoð sína við Grikkland. Í kjölfar þess að að lánshæfismat Grikkja var fellt í rusl­flokk í gær breiddust út um evru­svæðið vaxandi áhyggjur af því, að það sem nú er kallað Miðjarðarhafsveira gjaldþrota og tapaðra skulda breiðist út og nái til Portúgals, Spánar og Ítalíu.

Finnski utanríkis­ráðherrann hvatti til stuðnings við Ashton

Fyrir ráðherrafund ESB um nýskipan utanríkis­þjónustu sambandsins gagnrýndi Alexander Stubb, utanríkis­ráðherra Finnlands, „innbyrðis skriffinnastríðið“ milli embættismanna ráðherraráðs ESB og framkvæmda­stjórnar­innar, sem einkennt hefði vinnuna við að koma utanríkis­þjónustunni (EEAS) á fót.

Vildu gera inngöngu í ESB að skilyrði fyrir kjarasamningum

Fulltrúar ASÍ og Samtaka atvinnulífsins gerðu kröfu til þess að kvöldlagi í október 2008 í kjölfar bankahrunsins, að ríkis­stjórn Geirs H. Haarde gæfi út viljayfirlýsingu um inngöngu Íslands í Evrópu­sambandið í tengslum við nýja kjarasamninga, sem þeir kváðust vilja ganga frá þá um nóttina. Frá ...

Norðmenn og Rússar semja um skiptingu Barentshafs

Norðmenn og Rússar hafa komist að samkomulagi um skiptingu „gráa svæðisins“ í Barentshafi og Norður-Íshafi, eftir að hafa deilt um yfirráð á því í 40 ár.

Togast á um utanríkis­þjónustu ESB

Ráðherrar Evrópu­sambandsríkjanna hafa náð pólitísku samkomulagi um, hvernig skipulag verði á nýrri utanríkis­þjónustu ESB. Eftir fund þeirra um málið, mánudaginn 26. apríl, kemur það til kasta framkvæmda­stjórnar ESB, Evrópu­sambandsþingsins og loks þjóðþinga aðildarríkjanna. Andstaða er við niðurstöðu...

Leiðarar

Evrópu­vaktin hefst

Í dag, þriðjudaginn 27. apríl, 2010, sér ný vefsíða, Evrópu­vaktin, dagsins ljós. Á Evrópu­vaktinni verður lögð áhersla á málefni tengd Evrópu­sambandinu, þróun evrópskra stjórnmála og efnahagsmála auk umræðna hér á landi um þessi mál og tengsl Íslands og Evrópu­sambandsins. Þá verður fylgst með framv...

Pistlar

Þýska þingið setur Íslandi aðildarskilyrði

Allir flokkar í þýska þinginu, Bundestag, voru sammála 23. apríl, um að veita ríkis­stjórn Angelu Merkel umboð til að hafnar yrðu viðræður við Ísland um aðlögun eða aðild að Evrópu­sambandinu (ESB). Flokkarnir lýstu ólíkum fyrirvörum til viðræðnanna, þótt þeir væru sammála um megin­stefnuna. Ákvörðun...

ESB-ríkin krefjast strangs aðhalds í Grikklandi í mörg ár

Það dregur til úrslita í umræðum innan ESB og evru­svæðisins um fjárhagslega aðstoð við Grikki. Fyrir nokkrum dögum fór Grikkland formlega fram á aðstoð Evrópu­sambandsins og Alþjóða gjaldeyris­sjóðsins. Nú er talað um, að sú aðstoð þurfi að nema um 45 milljörðum evra og að af þeirri upphæð muni ESB sjá um 30 milljarða en AGS um 15 milljarða.

Í pottinum

Árni Þór vill halda áfram í Brussel

Árni Þór Sigurðsson, þingmaður vinstri-grænna og formaður utanríkis­mála­nefndar Alþingis, er þeirrar skoðunar, að halda eigi áfram viðræðum við Evrópu­sambandið, þótt á móti blási samkvæmt skoðanakönnunum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS