« 27. apríl |
■ 28. apríl 2010 |
» 29. apríl |
Nick Clegg gagnrýndur vegna húsasölu í Brussel
Nick Clegg, leiðtogi Frjálslynda flokksins í Bretlandi, hagnaðist um 362.550 evrur á sölu á húsi í Brussel, sem hann keypti á sama og hann fékk þúsundir punda í húsnæðisstyrk með þingmaður á Evrópusambandsþinginu. Þetta kom fram við rannsókn á vegum Open Europe, stofnunar, sem sérhæfir sig í rannsók...
Samlestur við ESB-gögn hefur forgang í stjórnarráðinu
Innan stjórnkerfisins gætir vaxandi undrunar yfir þeirri ákvörðun ríkisstjórnarinnar að gefa ráðuneytum fyrirmæli um að forgangsraða í þágu íþyngjandi greiningarvinnu vegna aðildarumsóknarinnar að Evrópusambandinu á sama tíma og látið er eins og brýnast sé að draga saman hjá hinu opinbera samhliða niðurskurði.
86% Þjóðverja andvígir aðstoð við Grikki
Um 86% Þjóðverja eru andvígir því að lána Grikkjum 8,4 milljarða evra eins og ætlast er til af Þýzkalandi í þeim björgunaraðgerðum, sem eru í undirbúningi innan evrusvæðisins. Þýzkur almenningur telur ekki rétt að verðlauna þjóð sem hafi falsað bækur sínar og brotið reglur Evrópusambandsins.
Seðlabanki Evrópu í taphættu vegna Gikklands
Seðlabanki Evrópu er að komast í svipaða stöðu gagnvart Grikklandi og hann var í vegna viðskipta við íslenzku bankana vorið og sumarið 2008. Bankinn hefur tekið við miklu magni tryggingabréfa vegna endurhverfra viðskipta við grísk fjármálafyrirtæki. Nú er verðmæti þessara tryggingabréfa að lækka...
Atvinnuleysi eykst enn á Spáni
Nýjustu tölur um atvinnuleysi á Spáni benda til að á fyrsta ársfjórðungi þessa árs hafi það numið 20,05%, sem er aukning frá síðasta ársfjórðungi síðasta árs, þegar það nam um 18,83%. Á þessu ári eru 225 milljarðar evra skuldir á gjalddaga hjá Spáni og sumir sérfræðingar halda því fram, að Spá...
Toppfundur evruríkja um Grikkland?
Áhyggjur af fjárhagsvandræðum Grikkja eru áberandi í evrópskum fjölmiðlum í morgun.
Á bak við lokaðar dyr og í skjóli nætur
Ögmundur Jónasson, alþingismaður og fyrrverandi ráðherra skýrir frá því í samtali við BSRB-tíðindi, maíhefti, að forystumenn Alþýðusambands Íslands og Samtaka atvinnulífsins hafi ætlað að knýja ríkisstjórn Geirs H. Haarde til þess á dimmum dögum októbermánaðar 2008, þegar þjóðin var í örvæntingu...
Neyðarástand vegna Grikkja - Þjóðverjar vilja bíða
Boðað hefur verið til neyðarfundar í leiðtogaráði evru-ríkjanna um10. maí, þar sem vaxandi skuldavandi Grikklands eykur líkur á, að fleiri evru-ríki lendi í sama vítahring. George Papaconstantinou, fjármálráðherra Grikkja sakar evru-ríkin um að draga lappirnar í viðræðum um fjárhagsaðstoð sína. Lífs...
Leiðin til efnahagslegrar endurreisnar?!
Í grein í Morgunblaðinu 17. desember árið 2008 sagði Árni Páll Árnason, núverandi félagsmálaráðherra: “Það er til leið til efnahagslegrar endurreisnar, sem öll nágrannaríkin hafa farið við efnahagslega ágjöf. Sú leið er aðild að Evrópusambandinu. Hún leysir auðvitað ekki allan vanda tafarla...