Fimmtudagurinn 12. desember 2019

Föstudagurinn 30. apríl 2010

«
29. apríl

30. apríl 2010
»
1. maí
Fréttir

Ísafold gegn ESB mótmælir stefnu ASÍ í tilefni 1. maí

Ísafold félag ungs fólks gegn ESB aðild mótmælir stuðningi ASÍ við Evrópu­sambandsumsókn íslensku ríkis­stjórnar­innar.

Evru-efasemdir aukast í Frakklandi

„Evru-efasemdir“ eru að aukast í Frakklandi að sögn franska blaðsins Le Monde. Forystumenn stjórnar og stjórnar­andstöðu leggja höfuðkapp á að forðast að gríska krísan hafi of víðtæk áhrif. Innan allra flokka óttist menn, að krísan ýti undir efasemdir í garð Evrópu­sambandsins.

Ashton sögð á barmi afsagnar

Cathy Ashton, utanríkis­ráðherra ESB, er á barmi afsagnar að sögn breska blaðsins The Daily Telegraph. Blaðið vitnar í nána samstarfs Ashtons, sem segja, að hún kunni að segja af sér embætti sínu inna fárra mánaða. Hún taki gagnrýni á sig og störf sín nærri sér. Vitnað er í ónefndan embættismann framkvæmda­stjórnar ESB, sem sagði: „Hún á dag hvern undir högg að sækja.

Mannréttindaskrá ESB ekki flutt í bundnu máli

Viviane Reding, dómsmála­stjóri Evrópu­sambandsins, hefur drepið hugmynd um, að mannréttindaskrá Evrópu­sambandsins verði breytt í 80 mínútna langt ljóð til flutnings á opinberum vettvangi. Telur Reding, sem einnig er mannréttinda­stjóri ESB, að áform um þetta séu aðeins til marks um tíma- og peningasóun.

Evrópski umboðsmaðurinn krefst aukins gegnsæis

Evrópski umboðsmaðurinn, P. Nikiforos Diamandouros, hefur hvatt stjórnendur Evrópu­sambandsins til að auka gegnsæi í störfum sínum og koma betur fram við borgara ESB-ríkjanna. Á árinu 2009 snerust 39% kvartana, sem umboðsmanninum bárust, um skort á gegnsæi, þar á meðal að hafnað væri að láta af hendi...

Mótmæli og táragas í Aþenu

Lög­reglan notaði táragas í Aþenu í morgun til þess að koma í veg fyrir að mótmælendur ryddust inn í fjármála­ráðuneytið. Einhver mótmæli voru fyrir utan þinghúsið í gærkvöldi. Mótmælin í morgun komu í kjölfar fundar Papandreou, forsætis­ráðherra Grikklands með verkalýðsleiðtogum, þar sem hann kynnti fyrir þeim fyrirhugaðar aðhaldsaðgerðir.

Grísk krísa-evrópskur sorgarleikur

Joschka Fischer, fyrrverandi utanríkis­ráðherra Þýzkalands, segir að gríska kreppan geti breytzt í evrópskan sorgarleik.

24 milljarða evra aðhaldsaðgerðir í Grikklandi -laun fryst í 3 ár

Grísk stjórnvöld samþykktu í gær 24 milljarða evra aðhaldsaðgerðir til þess að tryggja sér margra milljarða evra lánveitingu frá Evrópu­sambandinu og Alþjóða gjaldeyris­sjóðnum. Laun í opinbera geiranum verða fryst í 3 ár. Fjárlagahallinn verður skorinn niður um 10-11% af landsframleiðslu á þremur árum.

Leiðarar

Ekki lengur sjálfs sín herrar

Grikkir eru að ganga í gegnum eldraun. Þeir eru ekki lengur sjálfs sín herrar. Þeir eru í mun verri stöðu en við Íslendingar eftir bankahrunið og það sem er áreiðanlega erfiðast fyrir þá er að þeir sjá ekkert birta til, þegar þeir horfa til framtíðar. Grikkland er aðili að Evrópu­sambandinu og aðili að evrunni. Hvorugt hefur orðið Grikkjum til bjargar. Þvert á móti.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS