Mánudagurinn 1. mars 2021

Föstudagurinn 7. maí 2010

«
6. maí

7. maí 2010
»
8. maí
Fréttir

Fái vald til að samþykkja eða hafna fjárlögum annarra ríkja

Nú er til umræðu innan Evrópu­sambandsins að veita fjármála­ráðherrum evruríkjanna vald til þess að samþykkja- eða hafna – fjárlögum einstakra aðildarríkja evru­svæðisins með meirihluta atkvæða. Þetta þýðir, væri Ísland aðili að evrunni, að fjármála­ráðherrar annarra ríkja evru­svæðisins gætu hafnað fjárlögum, sem Alþingi hefði samþykkt með meirihluta atkvæða.

Hélt bíl og bíl­stjóra

Evrópu­þingið breytti reglum um bíl og bíl­stjóra forseta þingsins seint á síðasta ári.

Greinir á um evruna

Íhaldsmenn og Frjálslynda demókrata, sem eru að hefja viðræður um stjórnar­myndun í Bretlandi greinir á í afstöðu til evrunnar. Nick Clegg, leiðtogi Frjálslyndra er enn þeirrar skoðunar, að Bretar eigi að taka upp evru, þegar til lengri tíma er litið. Hann fór sér hins vegar hægt í þeim málflutningi í kosningabaráttunni enda nýtur evran lítilla vinsælda meðal kjósenda í Bretlandi.

ESB-bændum fækkar um fjórðung

Landbúnaðarstörfum fækkaði um fjórðung í Evrópu á síðustu 10 árum samkvæmt nýjum tölum frá Eurostat, hagstofu ESB. Alls fækkaði þeim, sem stunduðu landbúnaðarstörf um 3,7 milljónir á árunum 2000 til 2009. Nú sinna 11,2 milljónir manna slíkum störfum. Landbúnaðarstarfsmenn eru flestir í fimm ESB-lön...

Cameron: Semjum ekki um ESB við frjálslynda

David Cameron, formaður Íhalds­flokksins, hefur gert Frjálslyndum demókrötum í Bretlandi tilboð um samstarf til að koma á fót „sterkri og stöðugri“ ríkis­stjórn að loknum kosningunum 6. maí, sem ekki leiddu til þess, að Íhalds­flokkurinn hlyti hreinan meirihluta á breska þinginu. Cameron tók af skarið...

Biden reynir að sannfæra ESB-þingmenn

Joe Biden, vara­forseti Bandaríkjanna, hvatti ESB-þingmenn til að samþykkja aðgang bandarískra yfirvalda að SWIFT-greiðslum milli banka, þegar hann flutti tæplega klukkutíma ræðu yfir þeim í Brussel, fimmtudaginn 6. maí. Biden er hæstsetti Bandaríkjamaðurinn, sem talað hefur á ESB-þinginu síðan Ron...

Schäuble óttast efasemdarmenn um ESB

Wolfgang Schäuble, fjármála­ráðherra Þýskalands, lýsti áhyggjum sínum yfir því i WDR Europa Forum, að almenningur væri ekki mjög hlynntur „evrópska verkefninu“. Þar vísaði hann til þess átaks, sem nú væri gert í þágu evrunar með stuðningi við Grikki. Hann sagði einnig, að skapaði ESB ekki stöðugleik...

Vilja menn Bretann á ný á miðin?

„Hefur lýðræðið beðið skipbrot eða tekur ekki lengur að spyrja fjöldann?“ spurði Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknar­flokksins í ræðu á Húsavík 1. maí sl. og bætti við: “Félagsmenn ASÍ eru eitt hundrað og tólf þúsund manns. Hvers vegna nægir, að tvö til þrjú hundruð félagsmenn eða...

Verðfall í Bandaríkjum og Japan

Miklar sviptingar voru á fjármálamörkuðum víða um heim í gær og í morgun. Í Bandaríkjunum varð mesta fall á markaði í tvo áratugi í gær og Hvíta húsið gaf út yfirlýsingu um, að forsetinn fylgdist náið með ástandinu í Grikklandi. Markaðir féllu líka í Japan í morgun, sem varð til þess að Seðlabanki Japans dældi auknu fé út á markaðinn.

„Skip aðildarríkis eigi aðgangsrétt að landhelgi...annars aðildarríkis“

“Ísland mun þurfa að fallast á megin­reglurnar um einskorðaða lögsögu Bandalagsins og frjálsan aðgang að hafsvæðum.

Leiðarar

Þögn aðildarsinna

Eftir því er tekið að talsmenn aðildar Íslands að Evrópu­sambandinu hafa hægt um sig um þessar mundir. Það heyrist ekkert í þeim. Hvorki í helztu talsmönnum Samfylkingar­innar né stuðningsmönnum þeirra í öðrum flokkum. Félaga­samtök, sem hafa barizt fyrir aðild að Evrópu­sambandinu láta lítið fara fyrir sér.

Pistlar

Hættulegt íslenzkum hagsmunum

Í gær áttum við Helgi Hjörvar, alþingis­maður svolítið spjall í þætti Frosta Sigurjónssonar o.fl. á Útvarpi Sögu um Ísland og Evrópu­sambandið. Í þessu samtali kom Helgi fram með röksemd, sem ég hef aldrei áður heyrt nokkurn mann setja fram í fullri alvöru. Hann hélt því fram, að þeir, sem berjast...

Í pottinum

Morgunblaðið ruglast á ESB-titlum

Herman Van Rompuy skrifar grein í Morgunblaðið 7. maí um ágæti Evrópu­sambandsins og nauðsyn þess, að vegur ESB sé og verði sem mestur. Fáum stendur þetta nær en einmitt honum, því að hann er fyrsti forseti Evrópu­sambandsins, það er leiðtogaráðs Evrópu­sambandsins á ensku European Council - þessi titi...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS