Fái vald til að samþykkja eða hafna fjárlögum annarra ríkja
Nú er til umræðu innan Evrópusambandsins að veita fjármálaráðherrum evruríkjanna vald til þess að samþykkja- eða hafna – fjárlögum einstakra aðildarríkja evrusvæðisins með meirihluta atkvæða. Þetta þýðir, væri Ísland aðili að evrunni, að fjármálaráðherrar annarra ríkja evrusvæðisins gætu hafnað fjárlögum, sem Alþingi hefði samþykkt með meirihluta atkvæða.
Evrópuþingið breytti reglum um bíl og bílstjóra forseta þingsins seint á síðasta ári.
Íhaldsmenn og Frjálslynda demókrata, sem eru að hefja viðræður um stjórnarmyndun í Bretlandi greinir á í afstöðu til evrunnar. Nick Clegg, leiðtogi Frjálslyndra er enn þeirrar skoðunar, að Bretar eigi að taka upp evru, þegar til lengri tíma er litið. Hann fór sér hins vegar hægt í þeim málflutningi í kosningabaráttunni enda nýtur evran lítilla vinsælda meðal kjósenda í Bretlandi.
Landbúnaðarstörfum fækkaði um fjórðung í Evrópu á síðustu 10 árum samkvæmt nýjum tölum frá Eurostat, hagstofu ESB. Alls fækkaði þeim, sem stunduðu landbúnaðarstörf um 3,7 milljónir á árunum 2000 til 2009. Nú sinna 11,2 milljónir manna slíkum störfum. Landbúnaðarstarfsmenn eru flestir í fimm ESB-lön...
Cameron: Semjum ekki um ESB við frjálslynda
David Cameron, formaður Íhaldsflokksins, hefur gert Frjálslyndum demókrötum í Bretlandi tilboð um samstarf til að koma á fót „sterkri og stöðugri“ ríkisstjórn að loknum kosningunum 6. maí, sem ekki leiddu til þess, að Íhaldsflokkurinn hlyti hreinan meirihluta á breska þinginu. Cameron tók af skarið...
Biden reynir að sannfæra ESB-þingmenn
Joe Biden, varaforseti Bandaríkjanna, hvatti ESB-þingmenn til að samþykkja aðgang bandarískra yfirvalda að SWIFT-greiðslum milli banka, þegar hann flutti tæplega klukkutíma ræðu yfir þeim í Brussel, fimmtudaginn 6. maí. Biden er hæstsetti Bandaríkjamaðurinn, sem talað hefur á ESB-þinginu síðan Ron...
Schäuble óttast efasemdarmenn um ESB
Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, lýsti áhyggjum sínum yfir því i WDR Europa Forum, að almenningur væri ekki mjög hlynntur „evrópska verkefninu“. Þar vísaði hann til þess átaks, sem nú væri gert í þágu evrunar með stuðningi við Grikki. Hann sagði einnig, að skapaði ESB ekki stöðugleik...
Vilja menn Bretann á ný á miðin?
„Hefur lýðræðið beðið skipbrot eða tekur ekki lengur að spyrja fjöldann?“ spurði Guðni Ágústsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins í ræðu á Húsavík 1. maí sl. og bætti við: “Félagsmenn ASÍ eru eitt hundrað og tólf þúsund manns. Hvers vegna nægir, að tvö til þrjú hundruð félagsmenn eða...
Verðfall í Bandaríkjum og Japan
Miklar sviptingar voru á fjármálamörkuðum víða um heim í gær og í morgun. Í Bandaríkjunum varð mesta fall á markaði í tvo áratugi í gær og Hvíta húsið gaf út yfirlýsingu um, að forsetinn fylgdist náið með ástandinu í Grikklandi. Markaðir féllu líka í Japan í morgun, sem varð til þess að Seðlabanki Japans dældi auknu fé út á markaðinn.
„Skip aðildarríkis eigi aðgangsrétt að landhelgi...annars aðildarríkis“
“Ísland mun þurfa að fallast á meginreglurnar um einskorðaða lögsögu Bandalagsins og frjálsan aðgang að hafsvæðum.
Eftir því er tekið að talsmenn aðildar Íslands að Evrópusambandinu hafa hægt um sig um þessar mundir. Það heyrist ekkert í þeim. Hvorki í helztu talsmönnum Samfylkingarinnar né stuðningsmönnum þeirra í öðrum flokkum. Félagasamtök, sem hafa barizt fyrir aðild að Evrópusambandinu láta lítið fara fyrir sér.
Í gær áttum við Helgi Hjörvar, alþingismaður svolítið spjall í þætti Frosta Sigurjónssonar o.fl. á Útvarpi Sögu um Ísland og Evrópusambandið. Í þessu samtali kom Helgi fram með röksemd, sem ég hef aldrei áður heyrt nokkurn mann setja fram í fullri alvöru. Hann hélt því fram, að þeir, sem berjast...
Morgunblaðið ruglast á ESB-titlum
Herman Van Rompuy skrifar grein í Morgunblaðið 7. maí um ágæti Evrópusambandsins og nauðsyn þess, að vegur ESB sé og verði sem mestur. Fáum stendur þetta nær en einmitt honum, því að hann er fyrsti forseti Evrópusambandsins, það er leiðtogaráðs Evrópusambandsins á ensku European Council - þessi titi...