Mánudagurinn 1. mars 2021

Laugardagurinn 8. maí 2010

«
7. maí

8. maí 2010
»
9. maí
Fréttir

Kínverjar færast í aukana á norðurskautinu

Kínverjar ætla að auka rannsóknir á norðurskautinu. Þeir vilja nýta þær til að átta sig betur á áhrifum loftslagsbreytinga en einnig til að tryggja sér rétt til að nýta auðlindir á alþjóðlegu yfirráða­svæði samkvæmt hafréttarsáttmála Sameinuðu þjóðanna.

Dómsmála­ráðherra: Fleiri hælisleitendur til Íslands

Ragna Árna­dóttir, dómsmála­ráðherra, segir í samtali við Fréttablaðið 8. maí, að hún hafi lagt fram frumvarp á alþingi um aukin réttindi til handa hælisleitendum og vonist auðvitað til að það verði samþykkt. Þá segir ráðherrann: „Þá erum við komin á par við það, sem gerist í nágrannalöndunum, vil ég ...

ESB býr sig undir stríð við spákaupmenn á mánudagsmorgun

Leiðtogar Evrópu­sambandsríkjanna funduðu fram á nótt eins og fram kom hér á Evrópu­vaktinni í morgun og tóku ákvörðun um að setja upp eins konar neyðar­sjóð áður en fjármála­markaðir opna á mánudagsmorgun til þess að verjast árás vogunar­sjóða og annarra spákaupmanna gegn evrunni og koma í veg fyrir að Miðjarðarhafsveiran breiðist út meira en orðið er.

Berlusconi: „Neyðarástand“ á evru-svæðinu

Á fundi með leiðtogum evru-landa í Brussel að kvöldi 8. maí sagði Silvio Berlusconi, forsætis­ráðherra Ítalíu, að „neyðarástand“ ríkti á evru-svæðinu og nauðsynlegt væri að grípa til ráðstafana í samræmi við það. Spákaupmenn herjuðu á Ítalíu föstudaginn 8. maí og hluta­bréf hríðféllu í verði af vax...

Leiðarar

Evrukubbarnir geta enn fallið

Þeir, sem muna stjórnmálaumræður á tímum kalda stríðsins, kannast við dómínó-kenninguna. Inntak hennar var, að yrði ekki staðið gegn útþenslu kommúnismans í einu þjóðríki, myndu hún smita frá sér og leiða til þess, að fleiri þjóðir yrðu hörmungunum að bráð. Þetta var ekki aðeins kenning heldur kjarni í utanríkis- og öryggismála­stefnu Bandaríkjanna.

Pistlar

Standast rök Þorsteins Pálssonar?

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi formaður Sjálfstæðis­flokksins, er fyrsti stuðningsmaður aðildar Íslands að ESB, sem reynir með einhverjum hætti að takast á við þann vanda, sem aðildarsinnar standa frammi fyrir í umræðum hér vegna þróunar mála í Grikklandi og fleiri ríkjum evru­svæðisins. Þetta gerir Þorsteinn í grein í Fréttablaðinu í morgun.

Í pottinum

Hvað er sagt um Ísland við ESB í Brussel?

Hugmyndir hafa verið uppi um, að samanburðalestur á íslenskum lögum og ESB-lögum verði hér á Íslandi. Í þeim tilgangi að geta fylgst með framvindu þess verks hafa sendiherrar ESB-ríkja hér á landi haft á döfinni að fjölga í starfsliði sínu.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS