Víti að varast við aðildarumsókn að ESB
Starfshópur forsætisráðuneytisins um endurbætur í stjórnsýslu telur, að þess beri að gæta í tengslum við umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu, að í því felist áhætta að taka þátt í alþjóðavæðingu án nægilegs undirbúnings og skjóls í alþjóðakerfinu. Icesave-málið og beiting hryðjuverkalaganna í Bretlandi séu víti til að varast í því efni.
Darling varð að lúta ESB-meirihluta
Alistair Darling, fjármálaráðherra Breta, varð að beygja sig undir ákvörðun meirihluta ESB-ríkja um ábyrgð Breta vegna aðstoðar við evru-ríki. Hann neitaði hins vegar að ganga í ábyrgð fyrir risasjóði til bjargar evrunni.
750 milljarðar til styrktar evrunni-hækkaði í morgun
Evran hækkaði í verði í morgun í kjölfar þess, að fjármálaráðherrar Evrópusambandsríkjanna gengu frá 750 milljarða evra aðgerðum henni til styrktar. Þar af leggja ESB-ríkin fram 500 milljarða evra í peningum og tryggingum og Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn 250 milljarða evra. Þetta varð niðurstaðan eftir 11 klukkustunda fund ráðherranna í Brussel í gær.
Grikkland og Ísland eru ekki lengur einu ríkin í Evrópu, sem hafa þurft á aðstoð Alþjóða gjaldeyrissjóðsins að halda. Nú er svo komið, að Evrópusambandið sjálft þarf á slíkri aðstoð að halda.
Bandaríkin og AGS komu til hjálpar
Það er ljóst, að Bandaríkjamenn hafa komið við sögu í aðgerðum Evrópusambandsins til að bjarga evrunni og koma á einhverjum stöðugleika í efnahagsmálum ESB-ríkjanna.
Össur neitar að ræða ESB á alþingi
Athygli vekur, að engar umræður eru á alþingi um ESB-málefni. Örsjaldan svarar Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, fyrirspurnum um málið. Að hann gefi alþingi skýrslu um stöðu þess er óþekkt. Þá er málið ekki rætt utan dagskrár.