Sunnudagurinn 14. ágúst 2022

Fimmtudagurinn 13. maí 2010

«
12. maí

13. maí 2010
»
14. maí
Fréttir

Samningsmarkmið Íslands gagnvart ESB enn ómótuð

Um árabil hefur það verið krafa Samfylkingar­innar, að samningsmarkmið Íslands gagnvart ESB yrðu skilgreind, svo að ákvarða mætti, hvernig gengið skyldi til viðræðna við ESB. Samkvæmt því sem segir í skýrslu Össurar Skarphéðinssonar,utanríkis­ráðherra hafa samningsmarkmið ríkis­stjórnar Íslands í aðild...

Ísland ósammála Kanada um áheyrnaraðild ESB

Ríkis­stjórn Íslands styður áheyrnaraðild Evrópu­sambandsins að Norðurskautsráðinu, að því er segir í skýrslu Össurar Skarphéðinssonar um utanríkismál, sem lögð hefur verið fram á alþingi og verður rædd 14. maí. Kanda­stjórn er á móti slíkri aðild ESB að ráðinu. Í skýrslunni segir, að framkvæmda­stjórn...

Danir hafna evru-aðild samkvæmt nýrri könnun

Í fyrsta sinn frá því að Danir höfnuðu aðild að evru-samstarfinu í þjóðar­atkvæða­greiðslu árið 2000 er meirihluti þeirra að nýju andvígur því, að evra verði tekin upp í Danmörku.

Verkalýðsfélög á Spáni boða þjóð­félags­átök

Viðbrögð á Spáni við aðhaldsaðgerðum Zapateros, forsætis­ráðherra, sem hann kynnti í gær og sagt hefur verið frá hér á Evrópu­vaktinni eru harkaleg. Verkalýðsfélögin hafa brugðizt hart við og leiðtogi eins vinstri flokkanna hvatti til uppreisnar og allsherjarverkfalls. Leiðtogi íhaldsmanna á Spáni Mariano Rajoy sagði að Spánn væri orðið að „verndar­svæði“ Evrópu­sambandsins.

40% samdráttur í sölu lambakjöts-svínakjöts og alifuglaframleiðsla leggst af

Gera má ráð fyrir, að um 40% samdráttur verði á sölu lambakjöts innanlands og að svínakjöts- og alifuglaframleiðsla leggist af, gerist Ísland aðili að Evrópu­sambandinu. Þetta er mat Jóns Baldurs Lorange, stjórnmála­fræðings og sviðs­stjóra hjá Bænda­samtökum Íslands og kom fram í erindi við opnun Mýraeldahátíðar sem hann flutti fyrir nokkrum vikum.

Leiðarar

Rangfærslur Evrópu­fræðings um einangrun Íslands

Vefritið Pressan hafði það 12. maí eftir Eiríki Bergmann Einarssyni, sem kynntur var til sögunnar sem prófessor í stjórnmálafræði og forstöðumaður Evrópu­fræðaseturs háskólans á Bifröst, að Íslendingar væru ekki aðilar að Evrópu­samningi um handtöku og framsal grunaðra manna „vegna þess að á síðustu á...

Pistlar

Viðurkennum bjölluat í Brussel

Á Evrópu­vaktinni hefur vakið athygli á því, að Össur Skarphéðinsson, utanríkis­ráðherra, neitar að taka þátt í umræðum um ESB-málefni á alþingi á þeirri forsendu, að það sé þingið en ekki hann, sem hafi mótað stefnuna í ESB-málum.

Í pottinum

Brosmildur ESB-maður lofar Íslendingum „efnahagspakka“

Guðbjörn Guðbjörnsson, tollvörður og söngvari, er einlægur ESB-aðildarsinni.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS