Mánudagurinn 15. ágúst 2022

Fimmtudagurinn 3. júní 2010

«
2. júní

3. júní 2010
»
4. júní
Fréttir

Mats­fyrirtækin geta sætt þungum sektum og sviptingu starfsleyfa

Lánshæfismats­fyrirtækin geta átt yfir höfði sér þungar sektir og jafnvel sviptingu starfsleyfa verði tillögur framkvæmda­stjórnar ESB, sem kynntar voru í gær að veruleika. Jafnframt er stofnun evrópsks mats­fyrirtækis í undirbúningi að sögn Barroso, forseta framkvæmda­stjórnar­innar í Brussel.

Hluta­bréf hækka í Evrópu

Evrópsk hluta­bréf hækkuðu í verði í morgun í kjölfar hækkana í Asíu í nótt og á Wall Street í gær. Samræmd vísitala slíkra hluta­bréfa hækkaði um 1,3% í morgun.

Grikkir hefja víðtæka sölu á ríkiseignum

Gríska ríkis­stjórnin tilkynnti í gær víðtæka sölu ríkiseigna til þess að uppfylla skilyrði alþjóðlegra lánardrottna. Gríska ríkið mun selja 49% hlut í járnbrautarkerfi landsins, skrá hafnir og flugvelli á kauphöllina og einkavæða spilavíti.

ESB-þingið: Hvatt til ESB-kynningarátaks á Íslandi

Rúmenski ESB-þingamaðurinn Cristian Dan Preda lagði þriðjudaginn 1. júni fram tillögu í utanríkis­mála­nefnd ESB-þingsins um, hvernig ljúka bæri umræðu þingsins um ESB-aðildarumsókn Íslands. Í tillögu sinni vekur Dan Preda athygli á því, að ágreiningur sé um ESB-aðild á Íslandi og aldrei fyrr hafi and...

Óljós fyrirheit um ESB-aðild Balkanríkja

Fundur ráðherra frá ESB-ríkjum með forystumönnum úr Balkanríkjum, sem æskja aðildar að Evrópu­sambandinu, lauk miðvikudaginn 2. júní í Sarajevo, án þess að tillaga Spánverja, sem eru í forsæti fyrir ráðherraráði ESB-ríkjanna, um að samþykktur yrði „vegvísir“ fyrir aðildarferli ríkjanna, næði fram a...

Leiðarar

Ísland og Balkanríkin á ESB-dagskrá

Þegar Samfylkingin og ESB-aðildarsinnar héldu af stað undir þeim merkjum, að brýnasta verkefni íslenskra stjórnmálamanna og stjórnsýslu væri að koma Íslandi í Evrópu­sambandið, var það meðal annars gert með þeim rökum, að leiðin úr rústum bankahrunsins lægi í gegnum Brussel.

Pistlar

Trúverðugt kerfi?

Þeir fyrirvarar, sem framkvæmda­stjórn Evrópu­sambandsins hefur á starfsemi hinna þriggja bandarísku lánshæfismatsfyrirtækja, sem mest umsvif hafa á alþjóða­vettvangi eru skiljanlegir og þar með einnig hugmyndir framkvæmda­stjórnar­innar um að setja þeim strangari starfsskilyrði. Hverjir borga matsfyrirtækjunum? Þeir, sem mat er lagt á.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS