Slóvenar samþykkja gerðardóm í deilu við Króata
Slóvenar samþykktu með naumum meirihluta í þjóðaratkvæðagreiðslu sunnudaginn 6. júní, að gerðardómur skeri úr um ágreining þeirra og Króata um aðgang að Adríahafi við borgina Píran. Deilan hefur spillt fyrir aðildarumsókn Króata að Evrópusambandinu. Þegar 98% atkvæða höfðu verið talin, höfðu 51,6% ...
ESB-dómstóll heimilar takmörkun á vefspilamennsku með fé
Dómstóll Evrópusambandsins hefur komist að þeirri niðurstöðu, að ríkisstjórnir hafi heimild til að banna fjárhættuspil á netinu.
Merkel og Medvedev vilja aukið öryggismálasamstarf
Dmitry Medvedev, forseti Rússlands, og Angela Merkel, kanslari Þýskalands, sögðu laugardaginn 5. júní, að þau vildu auka samvinnu ESB og Rússlands í öryggismálum, án þess að komið yrði á fót bákni til að halda utan um hana. Leiðtogarnir höfðu setið tveggja daga fund skammt frá Berlín, þar sem þau r...
Sunnudaginn 6. júní er þjóðaratkvæðagreiðsla í Slóveníu um, hvort vísa eigi landamæradeilu við Króatíu um yfirráð á ströndinni við Píran við Adríahaf til alþjóðlegs gerðardóms. Skoðanakannanir sýna, að úrslit atkvæðagreiðslunnar eru tvísýn. Landamæradeilan er meðal þess, sem tafið hefur viðræð...
Tólf af tuttugu og fimm sérfræðingum í City, fjármálahverfi Lundúna, sem Sunday Telegraph leitaði til telja, að evran sé í andarslitrum og verði ekki til eftir fimm ár. Átta þeirra töldu hins vegar að hún mundi lifa og fimm voru óákveðnir. Sérfræðingarnir telja, að hagvöxtur í Bretlandi verði meira en einu prósentustigi minni en gert hafði verið ráð fyrir í marz sl.
Brezka fjármálaeftirlitið (FSA) hefur sett stærstu bankana þar í landi í álagspróf, þar sem m.a. er mælt hvernig þeir mundu standast það að gríska ríkið lenti í vanskilum með skuldbindingar sínar. Talið er að brezkir bankar hafi lánað Grikklandi, Spáni og Portúgal um 100 milljarða sterlingspunda...
Geithner: við erum að auka sparnað-þið verðið að auka neyzlu
Timothy Geithner, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, sagði fjármálaráðherrum annarra G-20 ríkja á fundi þeirra í Busan í Suður-Kóreu, að þeir skyldu ekki gera ráð fyrir, að aukin neyzla Bandaríkjamanna mundi standa undir auknum hagvexti þeirra sjálfra. Geithner hvatti Japan, Þýzkaland og Kína til þess að gera ráðstafanir til að auka neyzlu heima fyrir.
Bankaskattur einstakra ríkja í stað alþjóðlegs skatts
Fjármálaráðherrar G-20 ríkjanna, sem setið hafa á fundum í Busan í Suður-Kóreu síðustu sólarhringa hafa horfið frá hugmyndum um sameiginlegan alþjóðlegan bankaskatt en hins vegar er ljóst, að einstök ríki geta tekið upp slíkan skatt hvert fyrir sig.