Sunnudagurinn 14. ágúst 2022

Þriðjudagurinn 8. júní 2010

«
7. júní

8. júní 2010
»
9. júní
Fréttir

Bretar hafna ESB-fjárlaga­eftirliti

Bretar höfnuðu því afdráttarlaust þriðjudaginn 8. júní, að þeir myndu veita embættismönnum ESB heimild til að leggja mat á fjárlagatillögur breska fjármála­ráðherrans, áður en hann kynnti breska þinginu fjárlaga­frumvarp sitt. Mark Hoben, breski ríkissjóðs­ráðherrann, sagði: „Fjárlaga­frumvarpið verður...

Sterlingspundið styrkist

Sterlingspundið hefur styrkzt gagnvart evrunni síðustu daga. Times í London telur ástæðuna annars vegar óvissu um efnahagslegan stöðugleika á evru­svæðinu og hins vegar yfirlýsingar Camerons, forsætis­ráðherra Breta um aukið aðhald í rekstri brezka ríkisins.

Óvissa í Noregi

Norski Seðlabankinn telur mikla óvissu framundan í efnahagsmálum í Noregi og á alþjóða­vísu, segir Dagens Næringsliv í Osló í morgun og telur að seðlabankinn muni flýta sér hægt í hækkun stýrivaxta. Skuldakreppan í Evrópu geri norska seðlabankanum erfitt fyrir að spá fyrir um framtíðina. Ástandið á evru­svæðinu sé mjög óvíst og allt muni þetta hafa áhrif á efnahagsstöðu Norðmanna.

Bernanke ýtir undir bjartsýni

Bernanke, aðalbanka­stjóri Bandaríska seðlabankans sagði í gær, að hann teldi almenna neyzlu og fjárfestingar vera að aukast í Bandaríkjunum, sem benti til batnandi afkomu í rekstri bandaríska þjóðar­búsins. Hann sagði vísbendingar um hagvöxt hafa orðið skýrari á fyrra helmingi þessa árs.

ESB nálgast samkomulag um eftirlit með fjárlögum aðildarríkja

Víðtæk samstaða er orðin innan Evrópu­sambandsins um að fjármála­ráðherrar ESB-ríkja verði að leggja drög að fjárlögum fyrir ESB áður en þau eru lögð fyrir viðkomandi þjóðþing.

Leiðarar

Vill Steingrímur J. fjármála­eftirlit frá Brussel?

Samkomulag hefur tekist um það meðal fjármála­ráðherra ESB-ríkjanna, að þeir skuli leggja tillögur sínar að fjárlaga­frumvarpi fyrir framkvæmda­stjórn ESB í Brussel, áður en þeir kynna frumvarpið á þjóðþingum sínum. Markmiðið með þessu er, að ESB-embættismenn leggi mat á hvort tillögur viðkomandi fjármála­ráðherra samrýmist markmiðum evru-landanna.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS