Bretar hafna ESB-fjárlagaeftirliti
Bretar höfnuðu því afdráttarlaust þriðjudaginn 8. júní, að þeir myndu veita embættismönnum ESB heimild til að leggja mat á fjárlagatillögur breska fjármálaráðherrans, áður en hann kynnti breska þinginu fjárlagafrumvarp sitt. Mark Hoben, breski ríkissjóðsráðherrann, sagði: „Fjárlagafrumvarpið verður...
Sterlingspundið hefur styrkzt gagnvart evrunni síðustu daga. Times í London telur ástæðuna annars vegar óvissu um efnahagslegan stöðugleika á evrusvæðinu og hins vegar yfirlýsingar Camerons, forsætisráðherra Breta um aukið aðhald í rekstri brezka ríkisins.
Norski Seðlabankinn telur mikla óvissu framundan í efnahagsmálum í Noregi og á alþjóðavísu, segir Dagens Næringsliv í Osló í morgun og telur að seðlabankinn muni flýta sér hægt í hækkun stýrivaxta. Skuldakreppan í Evrópu geri norska seðlabankanum erfitt fyrir að spá fyrir um framtíðina. Ástandið á evrusvæðinu sé mjög óvíst og allt muni þetta hafa áhrif á efnahagsstöðu Norðmanna.
Bernanke, aðalbankastjóri Bandaríska seðlabankans sagði í gær, að hann teldi almenna neyzlu og fjárfestingar vera að aukast í Bandaríkjunum, sem benti til batnandi afkomu í rekstri bandaríska þjóðarbúsins. Hann sagði vísbendingar um hagvöxt hafa orðið skýrari á fyrra helmingi þessa árs.
ESB nálgast samkomulag um eftirlit með fjárlögum aðildarríkja
Víðtæk samstaða er orðin innan Evrópusambandsins um að fjármálaráðherrar ESB-ríkja verði að leggja drög að fjárlögum fyrir ESB áður en þau eru lögð fyrir viðkomandi þjóðþing.
Vill Steingrímur J. fjármálaeftirlit frá Brussel?
Samkomulag hefur tekist um það meðal fjármálaráðherra ESB-ríkjanna, að þeir skuli leggja tillögur sínar að fjárlagafrumvarpi fyrir framkvæmdastjórn ESB í Brussel, áður en þeir kynna frumvarpið á þjóðþingum sínum. Markmiðið með þessu er, að ESB-embættismenn leggi mat á hvort tillögur viðkomandi fjármálaráðherra samrýmist markmiðum evru-landanna.