Mánudagurinn 1. mars 2021

Mánudagurinn 14. júní 2010

«
13. júní

14. júní 2010
»
15. júní
Fréttir

Merkel snýr Sarkozy á sitt band

Angela Merkel, kanslara Þýskalands, tókst að mati AFP-fréttastofunnar, að snúa Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseta, á sitt band varðandi framtíð ESB á kvöldverðarfundi þeirra í Berlín mánudaginn 14. júní. Þau verði samstiga á fundi leiðtogaráðs ESB í Brussel fimmtudaginn 17. júní, þegar rætt verði ...

ESB-utanríkis­ráðherrar gefa grænt ljós á viðræður við Ísland

Utanríkis­ráðherrar ESB-ríkjanna samþykktu „in principle“, eins og segir í frétt AFP-fréttastofunnar, að hafnar skyldu aðildar­viðræður við Íslendinga á fundi sínum í Lúxemborg mánudaginn 14. júní. Hafði fréttastofan þetta eftir Miguel Angel Morationos, utanríkis­ráðherra Spánar, sem stjórnaði ráðherra...

Fjórir þingmenn leggja til að umsóknin verði dregin til baka

Fjórir þingmenn úr fjórum stjórnmála­flokkum og stjórnmálahreyfingum lögðu fram á Alþingi í dag tillögu til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópu­sambandinu. Flutningsmenn eru þau Unnur Brá Konráðs­dóttir frá Sjálfstæðis­flokki, Ásmundur Einar Daðason frá Vinstri grænum, Gunnar Bragi Sveinsson frá Framsóknar­flokki og Birgitta Jóns­dóttir frá Hreyfingunni.

Verkalýðshreyfingin boðar mótmæli í Evrópu 29. september

Einn af helztu verkalýðsleiðtogum Evrópu­ríkja, John Monks, segir í viðtali við euobserver í dag, að hann óttist, að Evrópu­ríkin séu á leið til svipaðs þjóð­félags­ástands og upp kom um 1930 og á fjórða áratug síðustu aldar. “

Van Rompuy: evru­svæðið var að hruni komið

Herman Van Rompuy, forseti ráðherraráðs ESB segir í viðtali við Financial Times í London um helgina, að evruríkin hafi verið að hruni komin í maímánuði sl. sem hefði getað leitt til heimskreppu.

Meirihluti Íslendinga vill að ESB-umsóknin verði dregin til baka

Meirihluti íslenzku þjóðar­innar vill draga umsóknina um aðild Íslands að ESB til baka, samkvæmt nýrri könnun, sem MMR(Markaðas- og miðlarannsóknir) hefur gert fyrir vefmiðilinn Andríki.is. Frá þessu er skýrt í Morgunblaðinu í dag. Könnunin sýnir, að 57,9% þjóðar­innar er fylgjandi því að umsóknin...

Leiðarar

Lýðræðisleg krafa

Það eru mikil tíðindi, sem fram koma í skoðanakönnun, sem MMR hefur framkvæmt fyrir Andríki.is og Morgunblaðið skýrir frá í dag, að afgerandi meirihluti íslenzku þjóðar­innar sé því fylgjandi, að umsóknin um aðild Íslands að ESB verði dregin til baka. Þar með er allra síðasta vígi ESB-sinna falli...

Pistlar

Ísland og ESB-leiðtogaráðsfundurinn 17. júní

Hér á landi hefur athygli beinst að fundi leiðtogaráðs ESB-ríkjanna, æðsta pólitíska afls Evrópu­sambandsins, hinn 17. júní næstkomandi vegna óska Össurar Skarphéðinssonar, utanríkis­ráðherra, um, að á fundinum verði tekin jákvæð afstaða til þess álits framkvæmda­stjórnar ESB, að í lagi sé að hefja aði...

Í pottinum

Heimssýn kynnir tillögu þingmanna um afturköllun ESB-umsóknar

Í pottinum hafa menn orðið varir við, að Heimssýn hefur tekið sér fyrir hendur að kynna tillögu þingmanna fjögurra flokka um afturköllun ESB-aðildarumsóknar á ensku og sent tilkynningu um hana víða. Ástæðan fyrir þessu framtaki Heimssýnar er grunur manna um, að íslenskir ráðamenn og utanríkis­ráðuneytið muni ekki halda því að neinum, að tillagan sé komin fram.

Örvænting ESB-aðildarsinna magnast

Að kvöldi 13. júní hafði RÚV eftir Kristjáni Guy Burgess, aðstoðar­manni Össurar, utanríkis­ráðherra, að víst yrði aðildarumsókn Íslands á dagskrá leiðtogaráðs ESB 17. júní. Mátti helst skilja Kristján Guy á þann veg, að það hefði bara gleymst að setja málið á dagskrárdrögin, sem sett voru á netið 7. ...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS