Merkel snýr Sarkozy á sitt band
Angela Merkel, kanslara Þýskalands, tókst að mati AFP-fréttastofunnar, að snúa Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseta, á sitt band varðandi framtíð ESB á kvöldverðarfundi þeirra í Berlín mánudaginn 14. júní. Þau verði samstiga á fundi leiðtogaráðs ESB í Brussel fimmtudaginn 17. júní, þegar rætt verði ...
ESB-utanríkisráðherrar gefa grænt ljós á viðræður við Ísland
Utanríkisráðherrar ESB-ríkjanna samþykktu „in principle“, eins og segir í frétt AFP-fréttastofunnar, að hafnar skyldu aðildarviðræður við Íslendinga á fundi sínum í Lúxemborg mánudaginn 14. júní. Hafði fréttastofan þetta eftir Miguel Angel Morationos, utanríkisráðherra Spánar, sem stjórnaði ráðherra...
Fjórir þingmenn leggja til að umsóknin verði dregin til baka
Fjórir þingmenn úr fjórum stjórnmálaflokkum og stjórnmálahreyfingum lögðu fram á Alþingi í dag tillögu til þingsályktunar um að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Flutningsmenn eru þau Unnur Brá Konráðsdóttir frá Sjálfstæðisflokki, Ásmundur Einar Daðason frá Vinstri grænum, Gunnar Bragi Sveinsson frá Framsóknarflokki og Birgitta Jónsdóttir frá Hreyfingunni.
Verkalýðshreyfingin boðar mótmæli í Evrópu 29. september
Einn af helztu verkalýðsleiðtogum Evrópuríkja, John Monks, segir í viðtali við euobserver í dag, að hann óttist, að Evrópuríkin séu á leið til svipaðs þjóðfélagsástands og upp kom um 1930 og á fjórða áratug síðustu aldar. “
Van Rompuy: evrusvæðið var að hruni komið
Herman Van Rompuy, forseti ráðherraráðs ESB segir í viðtali við Financial Times í London um helgina, að evruríkin hafi verið að hruni komin í maímánuði sl. sem hefði getað leitt til heimskreppu.
Meirihluti Íslendinga vill að ESB-umsóknin verði dregin til baka
Meirihluti íslenzku þjóðarinnar vill draga umsóknina um aðild Íslands að ESB til baka, samkvæmt nýrri könnun, sem MMR(Markaðas- og miðlarannsóknir) hefur gert fyrir vefmiðilinn Andríki.is. Frá þessu er skýrt í Morgunblaðinu í dag. Könnunin sýnir, að 57,9% þjóðarinnar er fylgjandi því að umsóknin...
Það eru mikil tíðindi, sem fram koma í skoðanakönnun, sem MMR hefur framkvæmt fyrir Andríki.is og Morgunblaðið skýrir frá í dag, að afgerandi meirihluti íslenzku þjóðarinnar sé því fylgjandi, að umsóknin um aðild Íslands að ESB verði dregin til baka. Þar með er allra síðasta vígi ESB-sinna falli...
Ísland og ESB-leiðtogaráðsfundurinn 17. júní
Hér á landi hefur athygli beinst að fundi leiðtogaráðs ESB-ríkjanna, æðsta pólitíska afls Evrópusambandsins, hinn 17. júní næstkomandi vegna óska Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, um, að á fundinum verði tekin jákvæð afstaða til þess álits framkvæmdastjórnar ESB, að í lagi sé að hefja aði...
Heimssýn kynnir tillögu þingmanna um afturköllun ESB-umsóknar
Í pottinum hafa menn orðið varir við, að Heimssýn hefur tekið sér fyrir hendur að kynna tillögu þingmanna fjögurra flokka um afturköllun ESB-aðildarumsóknar á ensku og sent tilkynningu um hana víða. Ástæðan fyrir þessu framtaki Heimssýnar er grunur manna um, að íslenskir ráðamenn og utanríkisráðuneytið muni ekki halda því að neinum, að tillagan sé komin fram.
Örvænting ESB-aðildarsinna magnast
Að kvöldi 13. júní hafði RÚV eftir Kristjáni Guy Burgess, aðstoðarmanni Össurar, utanríkisráðherra, að víst yrði aðildarumsókn Íslands á dagskrá leiðtogaráðs ESB 17. júní. Mátti helst skilja Kristján Guy á þann veg, að það hefði bara gleymst að setja málið á dagskrárdrögin, sem sett voru á netið 7. ...