Þrjú ríki til viðbótar brjóta ríkisfjármálareglur ESB
Efnahagsvandinn innan ESB hefur neytt þrjú ríki til viðbótar að brjóta gegn ríkisfjármálareglum sambandsins.
Utanríkismálanefnd Alþingis boðuð til fundar
Utanríkismálanefnd Alþingis hefur verið boðuð til fundar kl.
Nýjum rússneskum árásarkafbáti hleypt af stokkunum
Nýjasta, kjarnorkuknúna árásarkafbáti Rússa af Graney (Yasen) gerð, Severodvinsk, var hleypt af stokkunum í Sevmash skipasmíðastöðinni 15. júní. Dmitry Medveded, Rússlandsforseti, var við athöfnina. Severodvinsk er fyrstur af hinni nýju fjórðu kynslóð rússneskra kafbáta. Smíði kafbátsins hófs...
Flotaæfingar Rússa og Norðmanna
Rússar og Norðmenn hafa lokið sameiginlegum flotaæfingum, POMOR-2010, hinum fyrstu síðan 1994. Norska freigátan Otto Sverdrup og rússneski tundurspillirinn Severomorsk tóku þátt í æfingunum í síðustu viku og sigldu saman norður með strönd Noregs frá Bergen til Severmorosk í Rússlandi. Hélt norska...
Nýjasta könnun á viðhorfi Frakka til efnahagsmála, sem birt er í Le Monde 15. júní sýnir, að 62% Frakka telja, að evran ýti undir efnahagsvanda þjóðarinnar. Aðeins 28% þeirra telja, að evran dragi úr efnahagsvandanum. 10% taka ekki afstöðu.
Kínverjar gera 14 viðskiptasamninga við Grikki
Kínverjar og Grikkir rituðu undir fjórtan viðskiptasamning í Aþenu 15. júní. Ritað var undir í utanríkisráðuneytinu í Aþenu og voru Zhang Dejiang, varaforsætisráðherra Kína, og Theodors Pangalos, varaforsætisráðherra Grikkja, við athöfnina. Þeir hafa rætt saman um fjárfestingar Kínverja í Grikklan...
Ísafold styður þingsályktunartillöguna
Evrópuvaktinni hefur borizt eftirfarandi yfirlýsing frá Ísafold, félagi ungs fólks gegn ESB-aðild: “Ísafold, félag ungs fólks gegn ESB-aðild lýsir yfir stuðningi við þingsályktunartillögu þess efnis að draga beri umsókn Íslands að Evrópusambandinu til baka. Alþingi sótti á sínum tíma um aðild án umboðs þjóðarinnar og skoðanakannanir sýna að andstaða við aðild er mikil.
Svíar hafa aldrei verið eins neikvæðir í garð evrunnar og fram kemur í niðurstöðum maí-könnunar SCB, sem birt var 15. júní. Yrði gengið til þjóðaratkvæðagreiðslu nú mundu 60% Svía greiða atkvæði gegn evrunni en tæplega 28% með. Þegar spurt var um afstöðu til evrunnar í könnun í nóvember 2009 stud...
AXA: aðgerðir ESB/AGS í Grikklandi duga ekki
Talsmenn franska fjármálafyrirtækisins AXA halda því fram að sögn Daily Telegraph í London í morgun, að verulegar líkur séu á að evrusvæðið muni annað hvort skiptast í tvennt eða leysast upp. Sömu aðilar segja, að björgunaraðgerðir ESB/AGS við Grikkland og önnur Miðjarðarhafsríki gangi ekki upp vegna þess að vandi ríkjanna hafi ekki verið rétt skilgreindur.
Leita Spánverjar í björgunarsjóð ESB/AGS?
Angela Merkel, kanslari Þýzkalands, sagði í Berlín í gær að loknum fundi með Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands að Spánverjar gætu hvenær sem er sótt um fjárhagslegan stuðning úr björgunarsjóði ESB/ASG. Nokkur þýzk dagblöð hafa haldið því fram, að Evrópusambandið hafi að undanförnu unnið að þ...
Í svikamyllu vegna ESB-umsóknar
Utanríkisráðherrar ESB-ríkjanna féllust á fundi sínum í Lúxemborg 14. júní „í prinsippinu“ á tillögu framkvæmdastjórnar ESB frá 24. febrúar um, að framkvæmdastjórnin fengi heimild til að stíga næsta skref til móts við ESB-aðildarósk Íslendinga og tekið yrði til við að rýna hina 35 kafla í lagabá...
Hafa íslenzk stjórnvöld gefið einhver fyrirheit?
Að óbreyttu stefnir allt í að leiðtogar ESB-ríkja taki ákvörðun um það á fimmtudaginn kemur, 17. júní, að hefja formlegar viðræður við Ísland um aðild að Evrópusambandinu eða öllu heldur, að í haust hefjist aðlögunarferli Íslands að inngöngu í ESB, því að ekki er um raunverulegar samningaviðræðu...
Evrópusamtökin vara við Evrópuvaktinni
Eins og lesendur Evrópuvaktarinnar vita birtist hér frétt um niðurstöðu skoðanakönnunar í Noregi, sem sýndi meiri andstöðu við ESB-aðild en nokkru sinni fyrr. Könnunin var unnin fyrir dagblöðin Klassekampen og Nationen og hér var birt sem fréttaskýring, sem Klassekampen sagði um könnunina og í tilefni af henni.
Af hverju lætur fréttastofa RÚV nota sig?
Fréttastofa RÚV segir að „mikil ólga“ sé meðal Framsóknarmanna vegna þess, að Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þingflokks Framsóknarmanna er einn af flutningsmönnum þingsályktunartillögu um að draga eigi umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu til baka. „Frétt“ þessi var lesin bæði í kvöldfréttum RÚV í kvöld, þriðjudagskvöld og í sjónvarpsfréttum, sami texti í báðum fréttatímum.