Miðvikudagurinn 20. janúar 2021

Þriðjudagurinn 15. júní 2010

«
14. júní

15. júní 2010
»
16. júní
Fréttir

Þrjú ríki til viðbótar brjóta ríkisfjármála­reglur ESB

Efnahagsvandinn innan ESB hefur neytt þrjú ríki til viðbótar að brjóta gegn ríkisfjármála­reglum sambandsins.

Utanríkis­mála­nefnd Alþingis boðuð til fundar

Utanríkis­mála­nefnd Alþingis hefur verið boðuð til fundar kl.

Nýjum rússneskum árásarkafbáti hleypt af stokkunum

Nýjasta, kjarnorkuknúna árásarkafbáti Rússa af Graney (Yasen) gerð, Severodvinsk, var hleypt af stokkunum í Sevmash skipasmíðastöðinni 15. júní. Dmitry Medveded, Rússlands­forseti, var við athöfnina. Severodvinsk er fyrstur af hinni nýju fjórðu kynslóð rússneskra kafbáta. Smíði kafbátsins hófs...

Flotaæfingar Rússa og Norðmanna

Rússar og Norðmenn hafa lokið sameiginlegum flotaæfingum, POMOR-2010, hinum fyrstu síðan 1994. Norska freigátan Otto Sverdrup og rússneski tundurspillirinn Severomorsk tóku þátt í æfingunum í síðustu viku og sigldu saman norður með strönd Noregs frá Bergen til Severmorosk í Rússlandi. Hélt norska...

62% Frakka hallmæla evrunni

Nýjasta könnun á viðhorfi Frakka til efnahagsmála, sem birt er í Le Monde 15. júní sýnir, að 62% Frakka telja, að evran ýti undir efnahagsvanda þjóðar­innar. Aðeins 28% þeirra telja, að evran dragi úr efnahagsvandanum. 10% taka ekki afstöðu.

Kínverjar gera 14 viðskiptasamninga við Grikki

Kínverjar og Grikkir rituðu undir fjórtan viðskiptasamning í Aþenu 15. júní. Ritað var undir í utanríkis­ráðuneytinu í Aþenu og voru Zhang Dejiang, varaforsætis­ráðherra Kína, og Theodors Pangalos, varaforsætis­ráðherra Grikkja, við athöfnina. Þeir hafa rætt saman um fjárfestingar Kínverja í Grikklan...

Ísafold styður þingsályktunartillöguna

Evrópu­vaktinni hefur borizt eftirfarandi yfirlýsing frá Ísafold, félagi ungs fólks gegn ESB-aðild: “Ísafold, félag ungs fólks gegn ESB-aðild lýsir yfir stuðningi við þingsályktunartillögu þess efnis að draga beri umsókn Íslands að Evrópu­sambandinu til baka. Alþingi sótti á sínum tíma um aðild án umboðs þjóðar­innar og skoðanakannanir sýna að andstaða við aðild er mikil.

60% Svía á móti evru

Svíar hafa aldrei verið eins neikvæðir í garð evrunnar og fram kemur í niðurstöðum maí-könnunar SCB, sem birt var 15. júní. Yrði gengið til þjóðar­atkvæða­greiðslu nú mundu 60% Svía greiða atkvæði gegn evrunni en tæplega 28% með. Þegar spurt var um afstöðu til evrunnar í könnun í nóvember 2009 stud...

AXA: aðgerðir ESB/AGS í Grikklandi duga ekki

Talsmenn franska fjármála­fyrirtækisins AXA halda því fram að sögn Daily Telegraph í London í morgun, að verulegar líkur séu á að evru­svæðið muni annað hvort skiptast í tvennt eða leysast upp. Sömu aðilar segja, að björgunaraðgerðir ESB/AGS við Grikkland og önnur Miðjarðarhafsríki gangi ekki upp vegna þess að vandi ríkjanna hafi ekki verið rétt skilgreindur.

Leita Spánverjar í björgunar­sjóð ESB/AGS?

Angela Merkel, kanslari Þýzkalands, sagði í Berlín í gær að loknum fundi með Nicolas Sarkozy, forseta Frakklands að Spánverjar gætu hvenær sem er sótt um fjárhagslegan stuðning úr björgunar­sjóði ESB/ASG. Nokkur þýzk dagblöð hafa haldið því fram, að Evrópu­sambandið hafi að undanförnu unnið að þ...

Leiðarar

Í svikamyllu vegna ESB-umsóknar

Utanríkis­ráðherrar ESB-ríkjanna féllust á fundi sínum í Lúxemborg 14. júní „í prinsippinu“ á tillögu framkvæmda­stjórnar ESB frá 24. febrúar um, að framkvæmda­stjórnin fengi heimild til að stíga næsta skref til móts við ESB-aðildarósk Íslendinga og tekið yrði til við að rýna hina 35 kafla í lagabá...

Pistlar

Hafa íslenzk stjórnvöld gefið einhver fyrirheit?

Að óbreyttu stefnir allt í að leiðtogar ESB-ríkja taki ákvörðun um það á fimmtudaginn kemur, 17. júní, að hefja formlegar viðræður við Ísland um aðild að Evrópu­sambandinu eða öllu heldur, að í haust hefjist aðlögunarferli Íslands að inngöngu í ESB, því að ekki er um raunverulegar samningaviðræðu...

Í pottinum

Evrópu­samtökin vara við Evrópu­vaktinni

Eins og lesendur Evrópu­vaktarinnar vita birtist hér frétt um niðurstöðu skoðanakönnunar í Noregi, sem sýndi meiri andstöðu við ESB-aðild en nokkru sinni fyrr. Könnunin var unnin fyrir dagblöðin Klassekampen og Nationen og hér var birt sem fréttaskýring, sem Klassekampen sagði um könnunina og í tilefni af henni.

Af hverju lætur fréttastofa RÚV nota sig?

Fréttastofa RÚV segir að „mikil ólga“ sé meðal Framsóknar­manna vegna þess, að Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þing­flokks Framsóknar­manna er einn af flutningsmönnum þingsályktunartillögu um að draga eigi umsókn Íslands um aðild að Evrópu­sambandinu til baka. „Frétt“ þessi var lesin bæði í kvöldfréttum RÚV í kvöld, þriðjudagskvöld og í sjónvarpsfréttum, sami texti í báðum fréttatímum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS