Föstudagurinn 19. ágúst 2022

Miðvikudagurinn 16. júní 2010

«
15. júní

16. júní 2010
»
17. júní
Fréttir

Vestfirskir bændur gegn ESB-aðild

Aðalfundur Búnaðar­sambands Vestfjarða 2010 var haldinn mánudaginn 14. Júní í Heydal í Djúpi. Fundurinn var ágætlega sóttur af fulltrúum búnaðar­félaganna á sambands­svæðinu, sem nær frá Gilsfjarðarbotni í suðri ,vestur um og til Ísafjarðarbotns í norðri. Samróma álit fundargesta var að ítreka andstöðu...

Stoltenberg: Útilokar ekki að Ísland hafni ESB eins og Noregur

Jens Stoltenberg, forsætis­ráðherra Noregs, útilokar ekki, að hið sama gerist hér á landi og í Noregi varðandi ESB, að þjóðin hafni aðild í atkvæða­greiðslu að loknum aðlögunarviðræðum.

Slóvakar tregir til evru-björgunaraðgerða

Stjórnar­skipti í Slóvakíu eftir kosningar þar sunnudaginn 13. júní kunna að leiða til þess, að Slóvakar taki hvorki á sig ábyrgð vegna 110 milljarða evru björgunar­sjóðs í þágu Grikkja né 750 milljarða björgunar­sjóðs í þágu evrunnar. Að mati vefsíðunnar EUobserver gæti þessi afstaða leitt til uppná...

Eistar hvetja evru-þjóðir til aðhalds og ábyrgðar

Eistar, sem taka upp evru 1. janúar, 2011, leggja hart að evru-þjóðunum að fara að fordæmi sínu með ábyrgð og aðhaldi í ríkisfjármálum. Opinberar skuldir Eistlands námu aðeins 7,2% af landsframleiðslu árið 2009, sem er lægsta hlutfall slíkra skulda meðal 27 aðildarríkja ESB. Á Ítalíu, svo að dæmi s...

Þak á útlán brezkra banka

Gert er ráð fyrir, að Englandsbanki fái ný og aukin völd til þess að takmarka útlán banka, að því er fram kom í Daily Telegraph í gær.

Evran styrkist

Evran hefur styrkzt í viðskiptum í morgun að sögn Reuters og hefur ekki verið sterkari í tvær vikur. Eitt af því, sem hefur stuðlað að styrkingu evrunnar er hækkandi hluta­bréfaverð í Bandaríkjunum. Einn af þeim sér­fræðingum, sem hafa tjáð sig um stöðu evrunnar í morgun telur, að þessi þróun geti haldið áfram.

250 milljarða evra lánalína til Spánar til umræðu

Spænska dagblaðið El Economista segir í dag, að áform um að tryggja Spáni lánalínur, sem nemi 250 milljörðum evra hafi verið rædd á sérstökum fundi stjórnar Alþjóða gjaldeyris­sjóðsins. Stöðugar fréttir hafa verið síðustu daga í þýzkum fjölmiðlum um björgunaraðgerðir fyrir Spán en í fyrradag neitaði Barroso, forseti framkvæmda­stjórnar ESB því, að þær fréttir ættu við rök að styðjast.

Leiðarar

Vináttan má ekki fara úr böndum

Fyrir tæplega 60 árum settu Bretar löndunarbann á íslenzkan fisk í Bretlandi til þess að mótmæla útfærslu fiskveiðilögsögu Íslands úr 3 sjómílum í 4 sjómílur. Þá voru Bretar helztu kaupendur á fiski héðan frá Íslandi og löndunarbannið því verulegt áfall.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS