Hæstiréttur skipar að mál Conrads Blacks sé skoðað að nýju
Áfrýjunarrétti í Bandaríkjunum ber að fara að nýju yfir sakfellingu á Conrad Black, blaðaeiganda og auðmanni, sem nú situr í fangelsi í Flórída, dæmdur fyrir fjársvik. Hæstiréttur Bandaríkjanna hefur vikið til hliðar dómi um sekt Blacks með þeim orðum, að ríkisvaldið hafi ekki beitt lögum á réttan hátt.
Hvít-Rússar greiða gasreikninginn
Rússneska fyrirtækið, Gazprom, staðfesti fimmtudaginn 24. júní, að Hvít-Rússar hefðu gert upp gasreikning sinn við fyrirtækið, sem hefði síðan ákveðið að hefja aftur sölu á gasi til Hvíta-Rússlands. Hvít-Rússar lýstu yfir því miðvikudaginn 23. júní, að þeir hefðu gert upp skuldir sínar við Gazpro...
47,8% Dana vilja ekki evru-32,1% segja já
Ný skoðanakönnun í Danmörku sýnir að 47,8% Dana mundu greiða atkvæði gegn því í dag að taka upp evru en einungis 32,1% mundu greiða atkvæði með. Þetta kemur fram í Berlingske Tidende í dag.
Merkel með „vilhelmínska“ stæla segir Helmut Schmidt
Angela Merkel, kanslari Þýzkalands liggur nú undir harðri gagnrýni úr ólíkum áttum. Helmut Schmidt, fyrrverandi kanslari Þýzkalands, sem nú er orðinn 92 ára gamall hefur látið í sér heyra á ný og gagnrýnir Merkel fyrir meðferð hennar á málefnum Evrópuríkja almennt og sérstaklega vegna samskipta hennar við Frakka í viðtali við tímaritið Cicero.
Hótanir ESB-aðildarsinna í garð Sjálfstæðisflokksins í stað raka
Fréttablaðið hefur birt vangaveltur um, að á landsfundi Sjálfstæðisflokksins 25. og 26. júní komi fram tillaga um, að aðildarumsókn Íslands að ESB verði dregin til baka. Birtist forsíðufrétt þessa efnis í blaðinu miðvikudaginn 23. júní. Í leiðara blaðsins hinn 24. júní segir Ólafur Þ. Stephensen, ri...
Norski utanríkisráðherrann gagnrýnir G-20 hópinn harðlega
Jonas Gahr Störe, utanríkisráðherra Noregs, er harðorður í gagnrýni sinni á G-20 hópinn, sem hittist í lok vikunnar í Toronto í Kanada. Hann segir í samtali við Spiegel Online, að það hafi verið rök fyrir því eftir bankahrunið, að fulltrúar 20 mikilvægustu ríkja í hópi þróaðra og þróunarríkja hittust. Þá hafi verið þörf á samstilltu átaki við alvarlegar aðstæður.