Síminnkandi áhugi á stækkun innan ESB, segir Le Monde
Jean Pierre Stroobants, fréttaritari franska blaðsins Le Monde í Brussel, veltir fyrir sér 27. júlí, hvort Ísland verði 29. aðildarríki Evrópusambandsins. Hann telur, að Ísland sé næst í röðinni á eftir Króatíu. Hvað sem öðru líði sé auðveldara að komast að niðurstöðu um Ísland en Tyrkland eða einst...
Frakki yfirmaður leyniþjónustu ESB
Patrice Bergamini, franskur stjórnarerindreki, verður yfirmaður leyniþjónustu ESB og tekur við starfinu af Bretanum William Shapcott, en stefnt er að því, að leyniþjónustan verði einskonar CIA Evrópu að sögn embættismanns, sem ræddi við AFP-fréttastofuna þriðjudaginn 27. júlí. Bergamini er 40 ára a...
Jón Bjarnason: skil ekki hvers vegna viðræðum við ESB er haldið áfram
Jón Bjarnason, sjávarútvegsráðherra, segist í samtali við Morgunblaðið í dag, ekki skilja hvers vegna viðræðum við Evrópusambandið sé haldið áfram. Ráðherrann lét þessi orð falla í tilefni af þeim orðum Stefáns Fule, stækkunarstjóra ESB, að ekki væri hægt að veita neinar varanlegar undanþágur frá lögum Evrópusambandsins.
Heimili og lítil fyrirtæki í vanda vegna erlendra lána
Heimili og lítil fyrirtæki í mið-Evrópu og austurhluta Evrópu eru að kikna undan lánum, sem tekin voru í erlendum gjaldmiðli vegna lægri vaxta en heima fyrir að sögn Wall Street Journal í dag.
Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn varar við því í nýrri skýrslu, að kínverskir bankar gætu tapað meira en 20% af þeim fjármunum, sem veitt var út í efnahagslífið til þess að forðast samdrátt. Sveitarstjórnir í Kína fengu þessa peninga lánaða og í sumum tilvikum settu þær upp sérstök fyrirtæki til þess að taka lánin, sem ekki koma fram í reikningum sveitarfélaganna.
EUobserver: Leiðtogafundurinn gerði Icesave að máli allrar blokkarinnar
Leiðtogafundur Evrópusambandsins í júní gerði Icesave-málið að sameiginlegu máli allrar „blokkarinnar“, segir vefmiðillinn EUobserver í dag, þegar leitað er skýringa á vaxandi andstöðu Íslendinga við aðild Íslands að Evrópusambandinu, „eins og framkvæmdastjórnin ætti að muna“, segir ónefndur embættismaður í samtali við EUobserver.
Tvennt vekur athygli í tengslum við ríkjaráðstefnu Evrópusambandsins í gær, þar sem Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, lagði fram greinargerð fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands um aðildarumsóknina. Annars vegar sú augljósa staðreynd að ESB-ríkin gera sér grein fyrir þeirri miklu andstöðu, sem er meðal Íslendinga við aðild.
Djúpstæður ágreiningur um ESB-aðild Tyrkja innan ESB
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands, lýst yfir því í ferð sinni til Tyrklands 26. og 27. júlí, að hann styddi enidregið aðild Tyrkja að ESB og hvatti til þess, að aðlögunarviðræðum við þá yrði hraðað. Með þessu tók hann afdráttarlaust aðra stefnu en ríkisstjórnir Þýskalands og Frakklands hafa ...
Össur og rauðu strikin í sjávarútvegsmálum
Athygli hefur eðlilega beinst að því, að Stefan Füle, stækkunarstjóri ESB, sá ástæðu til þess að taka til máls, eftir að Össur Skarphéðinsson lét gamminn geysa um hugmyndaauðgi og skapandi kraft ESB við að taka á móti nýjum aðildarríkjum, en þar var Össur að svara spurningu blaðamanns spænska blaðsi...