Mánudagurinn 16. desember 2019

Fimmtudagurinn 29. júlí 2010

«
28. júlí

29. júlí 2010
»
30. júlí
Fréttir

Skattamál flokksformanns hrella danska jafnaðarmenn

Helle Thorning-Schmidt, formaður danska jafnaðarmanna­flokksins, hefur verið kærð til lög­reglu af Ungum venstre í Danmörku fyrir að hafa ætlað að svíka undan skatti með röngum upplýsingum um dvöl eiginmanns síns, Stephens Kinnocks, í Danmörku.

Krafist viðskiptabanns vegna makrílveiða Íslendinga

Á mbl.is er sagt frá 29. júlí, að Samtök hagsmunaaðila í uppsjávar­veiðum innan Evrópu­sambandsins (ESB) hafi kallað eftir því 28.júlí, að framkvæmda­stjórn ESB beitti sér tafarlaust gegn makrílveiðum Íslendinga og Færeyinga innan eigin lögsögu. Er ESB hvatt til þess að beita Færeyjar og Ísland refsiað...

Lene Espersen nýtur enn minnkandi trausts sem utanríkis­ráðherra

Meirihluti danskra kjósenda treystir ekki Lene Espersen, formanni Íhalds­flokksins, til að gegna embætti utanríkis­ráðherra.

Ísland hefur ekki efni á að standa utan ESB-segir Timo Summa

Timo Summa, sendiherra Evrópu­sambandsins á Íslands gefur í skyn í viðtali við Fréttablaðið í dag, að Íslendingar hafi ekki efni á því, að standa utan ESB. „Noregur hefur efni á því að standa fyrir utan en Ísland hefur það trauðla“, segir sendiherrann í viðtalinu. Orðrétt segir í þessum kafla...

Leiðarar

Rangfærslur ESB í stað upplýsinga

Meta ber hreinskilni embættismanna Evrópu­sambandsins, þegar þeir segja, að fyrsta verkefni þeirra gagnvart Íslendingum sé að upplýsa þá um gildi ESB-aðildar og svara rangfærslum í umræðum um ESB hér á landi. Þeir telja mikilvægast að efna til þessarar upplýsinga- eða áróðursherferðar á Íslandi sem fyrst til að búa í haginn fyrir samninga­viðræðurnar.

Í pottinum

Þórólfur Matt. hefur hræðsluáróður gegn EES-aðild

Timo Summa, sendiherra ESB á Íslandi, hafði ekki fyrr sleppt orðinu við Fréttablaðið um, að ekkert væri hæft í þeim fullyrðingum Eiríks Bergmanns Einarssonar, Evrópu­fræðings á Bifröst, að EES-aðild Íslands yrði í hættu, ef Íslendingar höfnuðu ESB-aðild, en annar spekingur, að þessu sinni Þórólfur M...

Timo Summa-Ísland og Norður-Noregur

Timo Summa, sendiherra Evrópu­sambandsins á Íslandi á bersýnilega erfitt með að skilja Ísland og Íslendinga eins og fram kemur í viðtali hans við Fréttablaðið í dag og sagt er frá hér á Evrópu­vaktinni.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS