Sunnudagurinn 7. ágúst 2022

Laugardagurinn 31. júlí 2010

«
30. júlí

31. júlí 2010
»
1. ágúst
Fréttir

Enn samið um eldflaugavarnir í Tékklandi

Bandaríkjamenn og Tékkar hafa tekið upp viðræður að nýju um, að hluti af eldflaugavarnakerfi Bandaríkjanna verði í Tékklandi.

Sigmundur Davíð: Stórsigur fyrir Ísland

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknar­flokksins, segir í grein í Morgunblaðinu í dag, að yfirlýsing framkvæmda­stjórnar Evrópu­sambandsins um að ríki beri ekki ábyrgð á innistæðutrygginga­sjóðum sé stórsigur fyrir Ísland.

Morgunblaðið: af hverju nýtir ríkis­stjórnin ekki orð framkvæmda­stjórnar ESB?

Morgunblaðið segir í forystugrein í dag, að ríkis­stjórnin nýti sér ekki yfirlýsingu framkvæmda­stjórnar ESB um að engin ríkisábyrgð sé á bankainnistæðum skv. tilskipun ESB Íslandi til framdráttar í Icesave-deilunni vegna þess, að hún vilji halda ESB góðu vegna aðildarumsóknar Íslands.

Amnesty: ESB lokar augunum fyrir mannréttindabrotum gagnvart sígaunum

Amnesty International heldur því fram, að Evrópu­sambandið loki augunum fyrir mannréttindabrotum gagnvart sígaunum, sem nú eru reknir frá fjölmörgum Evrópu­löndum að því er fram kemur í brezka blaðinu Guardian. Frönsk stjórnvöld hafa tilkynnt að þau muni safna saman og reka úr landi mörg hunduð sígauna, sem hafi ekki dvalarleyfi þar og eyðileggja dvalarstaði þeirra.

Eitt hleðslutæki fyrir alla farsíma frá 2011

Frá og með næsta ári á að verða unnt að hlaða alla farsíma, sem seldir eru í Evrópu, með samskonar hleðslutæki, samkvæmt því sem framkvæsmda­stjórn ESB kynnti föstudaginn, 30. júlí. „Stefnt er að því, að neytendur geti notað eitt og sama hleðslutækið fyrir alla farsíma, sem seldir verða innan ESB f...

Leiðarar

Semjum við betur en Danir og Norðmenn?

Þegar rætt er um nauðsyn þess, að Íslendingar gangi til viðræðna við ESB á grundvelli samþykktar alþingis frá 16. júlí, 2009, er gjarnan haft á orði, að fyrr en niðurstaða viðræðna liggi fyrir, sé ekki unnt að taka afstöðu til þess, hvað ESB bjóði, til dæmis í sjávar­útvegsmálum. Svo er því gjarnan ...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS