Mánudagurinn 15. ágúst 2022

Miðvikudagurinn 4. ágúst 2010

«
3. ágúst

4. ágúst 2010
»
5. ágúst
Fréttir

Formaður LÍÚ: aðildar­viðræður alla leið-Afstaða LÍÚ: aðild þýðir afsal forræðis

Adolf Guðmundsson, formaður LÍÚ lýsti þeirri skoðun í síðdegisútvarpi RÚV í dag, að ekki ætti að draga aðildarumsókn Íslands að Evrópu­sambandinu til baka. Frá þessu var sagt í kvöldfréttum RÚV kl.

Politiken til varnar Lene Espersen

„Með flokksbræðrum eins og Per Stig Møller þarfnast Lene Espersen engra óvina,“ þannig hefst leiðari í danska blaðinu Politiken 4. ágúst, þar sem rætt er um gagnrýni á Lene Espersen, utanríkis­ráðherra Dana, vegna fjarveru hennar frá alþjóðlegum ráðherrafundum og grein, sem forveri hennar í embætti o...

Hælisleitendum fjölgaði í Evrópu árið 2009

Hælisleitendum í Evrópu fjölgaði um 8% árið 2009, en þeim, sem teknir voru, eftir ólögmæta komu yfir ytri landamæri ESB/EES-svæðisins, fækkaði næstum um helming, að því er fram kom í tilkynningu ESB 3. ágúst. Samkvæmt tölum frá Eurodac-stofnuninni, sem heldur utan um gagnagrunn með fingraförum til ...

Jón Steindór: reglan áfram hornsteinn-ESB: tryggir ekki veiðirétt

Jón Steindór Valdimarsson, lög­fræðingur, segir í grein í Fréttablaðinu í dag að reglan um hlutfallslegan stöðugleika verði áfram hornsteinn sjávar­útvegs­stefnu ESB. Jafnframt vitnar hann til Grænu bókar ESB um sjávar­útvegsmál, þar sem segir um þessa reglu: “ Því er óhætt að segja að reglan u...

Velgengni Þjóðverja á kostnað annarra evruríkja?

Á sama tíma og önnur evruríkja eiga við mikinn efnahagsvanda að stríða er mikil efnahagsleg velgengni í Þýzkalandi. Atvinnuleysi er nú 7,6% en var 9,1% í janúarmánuði sl. Fyrir fimm árum var 13% atvinnuleysi í Þýzkalandi og fimm milljónir manna atvinnulausar. Þýzk fyrirtæki bæta nú við sig starfsmönnum í stórum stíl.

Leiðarar

Eru félagsmenn í Samtökum iðnaðar sammála þessum málflutningi?

Ætli félagsmenn í Samtökum iðnaðarins séu almennt sammála málflutningi forsvarsmanna samtakanna á undanförnum árum í sambandi við Ísland og ESB? Þjónar það hagsmunum allra félagsmanna samtakanna að Ísland gangi í ESB? Þessar spurningar vakna hvað eftir annað, þegar fylgzt er með því hvernig forystumenn þessara annars ágætu samtaka tala um þetta veigamikla mál.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS