« 14. ágúst |
■ 15. ágúst 2010 |
» 16. ágúst |
Útflutningsbannið á korni til að koma í veg fyrir þjóðfélagsóeirðir í Rússlandi
Meginmarkmiðið með útflutningsbanninu, sem Rússar hafa sett á korn er að koma í veg fyrir of mikla hækkun á korni heima fyrir segir BBC í dag. Rússar borða brauð með nánast öllum mat og fordæmi eru fyrir því að mikil verðhækkun á brauði geti leitt til þjóðfélagslegs óróa og jafnvel óeirða. Nú bendir allt til að kornframleiðsla á þessu ári í Rússlandi standi ekki undir neyzlunni heima fyrir.
WSJ: hvort erum við að tala um þýzka evru eða gríska evru?
Evran styrkist ekki þrátt fyrir uppsveifluna í Þýzkalandi, segir Wall Street Journal nú um helgina og spyr hvers vegna það gerist ekki. Blaðið segir skýringuna þá að uppgangur Þýzkalands auki á vanda evrunnar og undirstriki muninn á milli sterkasta hlekks evruríkjanna og þess veikasta. Þetta eru ólík ríki segir WSJ með ólík skattakerfi en byggja á einni og sömu stefnu í peningamálum.