Laugardagurinn 16. febrúar 2019

Mánudagurinn 23. ágúst 2010

«
22. ágúst

23. ágúst 2010
»
24. ágúst
Fréttir

Græningjar hlustuðu á Evu Joly í „trúarlegri þögn“ segja frá hlutverki sínu á Íslandi

Eva Joly verður forsetaframbjóðandi franskra græningja samkvæmt því, sem ákveðið var á sumarþingi þeirra í borginni Nantes í lok síðustu viku.

Lokuðu höfninni í Peterhead fyrir færeyskum togara - hóta Íslendingum hinu sama

50 skoskir sjómenn lokuðu í síðustu viku höfninni í Peterhead í Aberdeenskíri í Skotlandi, þegar færeyski togarinn Júpiter ætlaði að landa þar 1.100 tonnum af makríl. Með því vildu sjómennirnir árétta reiði sína vegna einhliða ákvörðunar Færeyinga um makrílkvóta, að því er segir í breska blaðinu The...

Evruvæðing Eistlands kostuð af atvinnulausum og ungu fólki

Eistland tekur upp evru 1. janúar n.k. og kostnaðurinn við evruvæðingu Eistlands er greiddur af atvinnulausum, ungu fólki og fólki af rússnesku bergi brotið, segir euobserver í dag. Til þess að uppfylla skilyrðin fyrir upptöku evru hafa Eistar ráðizt í umfangsmikinn niðurskurð ríkisútgjalda, sem...

Kínverjar draga úr kaupum á bandarískum ríkisskulda­bréfum

Bandaríkin geta ekki lengur reiknað með því að Kínverjar fjármagni viðskiptahalla Bandaríkjanna segir Ambrose Evans-Pritchard, viðskiptarit­stjóri Daly Tekegraph í blaði sínu í dag.

Nama kaupir 80 milljarða evra lánapakka af írsku bönkunum

Nama, ríkis­stofnun á Írlandi, sem kaupir svokölluð eitruð lán (toxic loans) af írsku bönkunum, sem lentu í miklum hremmingum í fjármálakreppunni haustið 2008 hefur nú keypt um 35% af þeim 80 milljarða evra lánapakka, sem stofnuninni er ætlað að kaupa.

Leiðarar

Greiðir ESB kannski stjórnlagaþingið?

Sú spurning verður sífellt áleitnari, hvort Össur Skarphéðinsson, utanríkis­ráðherra, haldi vísvitandi röngum upplýsingum að þjóðinni eða hvort hann viti í raun ekki betur.

Í pottinum

Má ekki tala vel um þingmenn VG, Svavar?!

Svavar Gestsson, fyrrverandi sendiherra, hefur af einhverjum ástæðum komizt í uppnám vegna vinsamlegrar umfjöllunar Evrópu­vaktarinnar um heimsókn hans í þátt þeirra Ævars Kjartanssonar og Ágústar Þórs Árnasonar um lýðræði á Rás 1 á sunnudagsmorgnum.

Annarar heimsóknar frá Noregi beðið með eftirvæntingu!

Norðmaðurinn Iver B. Neumann, prófessor og yfirmaður norsku Alþjóða­mála­stofnunarinnar, flutti erindi í Háskóla Íslands í gær á vegum Alþjóða­mála­stofnunar Háskóla Íslands og norska sendiráðsins í Reykjavík. Skv. fréttum mbl.is kveðst prófessorinn sjálfur vera eindreginn stuðningsmaður aðildar N...

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS