« 25. ágúst |
■ 26. ágúst 2010 |
» 27. ágúst |
Eurobarometer: aðeins 19% Íslendinga telja ESB-aðild til bóta
Aðeins 19% svarenda hér á landi trúa því, að ESB-aðild verði landi og þjóð til bóta (a good thing) samkvæmt fyrstu könnun á vegum Eurobarometer á afstöðu Íslendinga til ESB, sem var birt fimmtudaginn 26. ágúst. 45% telja að ESB-aðild yrði til tjóns (bad thing). Þá sýnir könnunin, að aðeins 29% svare...
Ekki nægur mannafli í landbúnaðarráðuneyti til að sinna aðlögunarkröfum ESB
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið hefur ekki næga burði til að mæta kröfum ESB um stjórnsýslu að því er landbúnað og þróun búsetu í dreiflýli varðar. Vill framkvæmdastjórn ESB, að úr þessu sé bætt samhliða aðlögunarviðræðunum við Ísland. Þá þarf að koma á fót greiðslustofnun vegna landbúnaðar- og dreifbýlisstyrkja ásamt kerfi til eftirlits með greiðslu og nýtingu styrkjanna.
Frakkar lýsa áhuga á skattakerfi Þjóðverja
Frakkar íhuga nú að laga fjárlaga- og skattakerfi sitt meira að þýzka kerfinu, sem þeir telja, að hafi gefizt einstaklega vel að því er fram kemur á vefmiðlinum euobserver í dag. Fjárlagaráðherra Frakka hefur verið í heimsókn í Þýzkalandi og telur að sú samstaða, sem tekizt hafi þar í landi um hvernig eigi að draga úr hallarekstri fjárlaga sé mjög til eftirbreytni.
Uppreisn í flokkskerfi Vinstri grænna?
Svo virðist sem uppreisn sé í aðsigi í flokkskerfi Vinstri grænna ef marka má ummæli forystumanna nokkurra flokksfélaga VG í Morgunblaðinu í dag.
Aðlögun umsóknarríkis fer fram undir nánu eftirliti framkvæmdastjórnar ESB
“Samkvæmt upplýsingum af heimasíðu Evrópusambandsins er ljóst, að það ferli, sem Ísland er í og hófst með umsókn um inngöngu í sambandið á síðasta ári, hefur það að markmiði að gengið verði þar inn.
Tvöfeldni Steingríms J. er veikleiki vinstri-grænna
Vegna síminnkandi fylgis vinstri-grænna situr Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokks þeirra, við greinaskrif. Birtist 5. grein í þessum flokki í tveimur blöðum 26. ágúst, í Fréttablaðinu og Viðskiptablaðinu. Steingrímur J. skrifar að þessu sinni um ESB-málefni og Icesave. Um Icseave segir hann, ...
Hver er tilgangur með ESB-aðild ef hún ræðst af sérlausnum?
Frá því að ríkisstjórn Íslands ákvað að sækja um aðild að Evrópusambandinu fyrir hönd íslensku þjóðarinnar hefur verið erfitt að fá svar Evrópusambandsaðildarsinna við þeim athugasemdum sem andstæðinga aðildarinnar. Nóg er af bréfa-, pistla- og greinaskrifum, þar sem óskað er eftir málefnalegri umræðu, þó virðist sem fæstir vilja ræða málefnin.
Á hvaða forsendum skrifaði Steingrímur J. þá undir hundruð milljarða álögur á þjóðina?!
„Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra segir, að það hafi aldrei nokkur maður haldið því fram að ríkið beri ábyrgð á Tryggingarsjóði innistæðueigenda og fjárfesta“. Þetta er haft eftir fjármálaráðherra í Morgunblaðinu í dag. Og fjármálaráðherra bætir við: “Þetta mál hefur aldrei snúiz...