« 29. ágúst |
■ 30. ágúst 2010 |
» 31. ágúst |
Mótmæla misnotkun danska velferðarkerfisins
Vinstri flokkurinn og Íhaldsflokkurinn í Danmörku hafa gert kröfu til þess á Evrópuþinginu að sú þróun verði stöðvuð, að fólk frá austurhluta Evrópu geti flutzt til Danmerkur og innan skamms tíma fengið greiðslur úr velferðarkerfinu, bæði dagpeninga og aðstoð með reiðufé.
Steingrímur J. hefur formlega samþykkt aðlögunarferlið í ráðherranefndinni
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra og formaður Vinstri grænna hefur þegar samþykkt „skipulag í tengslum við stuðningsaðgerðir ESB í umsóknarferlinu“, sem Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur mótmælt og sagt vera þess efnis, að nú sé kominn tími til að segja stopp. Þe...
Margstaðfest að aðlögunarferli er hafið
Egill Jóhannsson, forstjóri Brimborgar, hefur sýnt fram á það með beinum tilvitnunum í skýrslu framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins frá því í febrúar á þessu ári, í grein, sem m.a. er birt hér á Evrópuvaktinni, að yfir stendur aðlögunarferli Íslands að ESB en ekki samningaviðræður. Í skjali, ...
Ísland er komið í anddyri Evrópusambandsins
Það er erfitt að rökræða við fólk sem viðurkennir ekki raunveruleikann. Þetta á við marga þeirra sem bera ábyrgð á aðildarferlinu að Evrópusambandinu. Þannig er það öllum ljóst að aðlögun að Evrópusambandinu er hafin. Evrópusambandið sjálft talar um foraðild eða pre-accession.
Er þetta nú ekki svolítið hallærislegt?!
Ber að skilja ítrekuð skrif Fréttablaðsins um greinar séra Þóris Stephensens, fyrrverandi Dómkirkjuprests á þann veg, að þær séu skyldulesning þeirra, sem fletta Fréttablaðinu?! Fyrst gerir Fréttablaðið athugasemdir við að svo virðist sem annar af umsjónarmönnum þessarar síðu hafi ekki lesið grein séra Þóris.