« 3. október |
■ 4. október 2010 |
» 5. október |
Skattar og ESB-aðild ógna fríhafnarrekstri í Leifsstöð
Eftir að Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, boðaði, að hann hefði til skoðunar að leggja virðisaukaskatt á vörur í fríhöfninni í Leifsstöð, óttast Suðurnesjamenn enn frekara atvinnuleysi í byggðarlagi sínu. Telja sumir þeirra sig sjá fingraför Össurar Skarphéðinssonar, utanríkisráðherra, á ...
Rússar auka hernaðarmátt sinn í Norður-Íshafi
Rússar eru að auka hernaðarmátt sinn í Norður-Íshafi og við norðurskautssvæðið með nýjum skipum og bækistöðvum, sagði Vladmir Vysotskij, yfirmaður rússneska flotans við RIA Novosti-fréttastofuna laugardaginn 2. október. „Í samræmi við áætlanir rússneska hersins um strategískan fælingarmátt munum vi...
Svíþjóðardemókratar réðu úrslitum við kjör sænsks þingforseta
Svíþjóðardemókratar tryggðu minnihlutastjórn Fredriks Reinfeldts forseta sænska þingsins í kosningu um forsetann í upphafi þings 4. október. Per Westerberg var endurkjörinn þingforseti. Þetta er fyrsta sinn, sem gengið er til atkvæða í sænska þinginu eftir kosningarnar 19. september, þar sem reynir...
Lene Espersen biður danska þingið afsökunar vegna óskýrra svara
Lene Espersen var endurkjörin með lófataki sem formaður danska Íhaldsflokksins á fundi landsráðs hans í Álaborg 3. október. Á fundinum baðst hún afsökunar á því að hafa gefið danska þinginu rangar upplýsingar um fjárgreiðslur til einkasjúkrahúsi. Mánudaginn 4. október ritaði hún síðan afsökunarbréf ...
Kínverjar auka enn tengsl við Grikki með nýjum samningum
Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína, heimsótti Grikkland 2. og 3. október til að árétta áhuga Kínverja á því að efla tengsl við Grikki, kaupa skuldabréf þeim til aðstoðar í fjármálakreppunni og skrifa undir viðskiptasamninga. Kínverjar líta á Grikkland sem hlið að Evrópu og Balkanlöndunum. „Kínverja...
Hryðjuverkaógn beinist að Svíþjóð, Frakklandi og Þýzkalandi
Svíþjóð er eitt þriggja Evrópulanda, sem talin eru í mestri hættu vegna árása hryðjuverkamanna, sem stjórnvöld í Bandaríkjunum og Bretlandi hafa varað við síðustu daga. Er talið að mesta hætta sé á árásum í Svíþjóð, Frakklandi og Þýzkalandi. Þetta kemur fram á euobserver í dag. Svíar hækkuðu hættustigið sl. föstudag. Frakkar gerðu það sama fyrir hálfum mánuði.
Stórvandræði hjá spænskum sveitarfélögum
Sveitarfélög á Spáni eiga í stórvandræðum. Fyrir nokkrum árum rökuðu þau inn peningum vegna mikillar eftirspurnar eftir lóðum og mikillar grózku í byggingariðnaði. Nú er byggingariðnaðurinn lamaður, húsin standa hálfkláruð og tóm og sveitarfélögin sitja uppi með miklar skuldir. Wall Street Journal segir, að sveitarfélögin séu næstu vígstöðvar fjármálakreppunnar.
Wen Jiabao, forsætisráðherra Kína lýsti því yfir um helgina, að Kínverjar mundu standa við bakið á evrunni með því að kaupa skuldabréf, sem gefin eru út í evrum. Forsætisráðherrann sagði að Kínverjar mundu ekki draga úr evrueign sinni og sagði jafnvel að Kínverjar mundu kaupa skuldabréf, sem ríkisstjórn Grikklands gæfi út.
Telegraph: Ríki Suður-Evrópu að deyja úr köfnun
Ríkin í Suður-Evrópu munu smátt og smátt deyja úr köfnun og ríkin í Norður-Evrópu, Bretland og Bandaríkin sigla inn í langvarandi samdráttarskeið.
Ætlar VG að setja milljarð í ESB og loka sjúkrahúsum um leið?
Á morgun, þriðjudag, flytur Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, fjárlagaræðu sína vegna fjárlagafrumvarps fyrir árið 2011. Frumvarp þetta einkennist eins og boðað hafði verið af umtalsverðum niðurskurði útgjalda, þótt síðustu fréttir bendi til að skattahækkanir verði líka miklar. Fréttir...
Átta þúsund manns á Austurvelli-ríkisstjórn á flótta
Átta þúsund manns á Austurvelli til þess að mótmæla dugleysi ríkisstjórnar er einstæður viðburður í síðari tíma sögu Íslands. Dagar núverandi ríkisstjórnar eru taldir. Reyni hún að ríghalda í stöðu sína er ljóst að það verða fleiri slíkir fundir á Austurvelli. Hvað við tekur er annað mál. Þjóðstjórn var nefnd í umræðunum á Alþingi í kvöld, mánudagskvöld. Ætli það dugi fólki?
Umræðan um ESB málin eru að mínu mati á ákveðnum villigötum. Þeir sem eru fylgjandi aðild segja ESB nánast vera Paradís á jörð meðan margir úr hópi andstæðinga sambandsins finna því allt til foráttu. Það er slæmt því svona þvarg heftir vitræna umræðu og býr til óþarfa rifrildi sem engu máli skiptir.
Hvað hefur fólkið verið að segja frá hruni?
Fyrir rúmum aldarfjórðungi kom út bók í Bandaríkjunum, sem nefndist Megatrends. Markmið hennar var að lýsa meginstraumum í bandarísku samfélagi og við hverju mætti búast í framtíðinni. Aðferðin við að finna þetta út var athyglisverð.
ESB-Eyjan á villigötum vegna samstarfsnefndar ESB og Alþingis
Í pottinum eru menn þeirrar skoðunar, að vegur vefsíðunnar Eyjunnar hafi hnignað í réttu hlutfalli við ESB-daður ritstjóra hennar.
Hvernig fjallar umbótanefnd Samfylkingar um tengsl flokksins og útrásarvíkinga?
Nýr formaður Ungra jafnaðarmanna, Guðrún Jóna Jónsdóttir, sagði í ræðu á landsþingi samtakanna á Akureyri í gær, að Samfylkingin væri ekki höfundur hrunsins en flokkurinn hefði verið „meðvirkur á vaktinni“. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag. Hvað felst í þessu? Enn ein staðfesting áhrifa...