Föstudagurinn 19. ágúst 2022

Þriðjudagurinn 12. október 2010

«
11. október

12. október 2010
»
13. október
Fréttir

NATO-herforingi segir átök ekki óhugsandi í Norður-Íshafi

James G Stavridis, flotaforingi, yfirmaður her­stjórnar NATO í Evrópu, segir í viðtali við breska blaðið The Guardian 12. október, að hlýnun jarðar og keppni um auðlindir kunni að leiða til átaka á Norður-Íshafi. Miðvikudaginn 13. október verður efnt til ráð­stefnu fræðimanna um málefni Norðurskautsi...

Aðstoðar­maður dómsmála­ráðherra: ESB með eigið CIA í smíðum

Halla Gunnars­dóttir, aðstoðar­maður dómsmála­ráðherra, segir, að innan Evrópu­sambandisns séu „hugmyndir um að stofnsetja evrópska leyniþjónustu í anda CIA“, auk þess gangi ESB-ríki „mun lengra í hvers kyns forvirkum rannsóknarheimildum og njósnastarfsemi um einstaklinga en nokkurn tímann Íslendingar.“

Ísland fremst 134 ríkja í jafnrétti kynja

Ísland er í efsta sæti 134 ríkja á lista yfir jafnrétti kynja, sem World Economic Forum hefur tekið saman, en það er stofnun, sem hefur aðsetur í Sviss. Ísland náði efsta sæti á síðasta ári og heldur því nú að því er fram kemur í New York Times í dag. Næst koma Noregur, Finnland og Svíþjóð og síðan Nýja Sjáland.

Kínverskir bankar draga úr útlánum-Markaðir falla í Asíu

Kínverskum bönkum hefur verið fyrirskipað að skera niður útlán um 200 milljarða júan sem er jafngildi um 19 milljarða sterlingspunda. Þetta er þáttur í viðleitni kínverskra stjórnvalda til að koma í veg fyrir ofhitnun efnahagslífsins þar í landi. Þessi ákvörðun hafði ekki áhrif á hlutabréfa­markaði í Kína en leiddi hins vegar til þess að lækkun varð á öðrum mörkuðum í Asíu.

Kínverjar beita ritskoðun í höfuðstöðvum ESB-Þess vegna var blaðamannafundinum aflýst

Ritskoðun kínverskra stjórnvalda virðist ná inn í höfuðstöðvar Evrópu­sambandsins skv. frásögn, sem birtist á euobserver í gær. Kínverskur blaðamaður, Lixin Yang að nafni , sem hefur fengið réttindi til aðgangs að stofnunum ESB í Brussel kom ásamt þremur félögum sínum í eina af byggingum ESB á miðvikudag í síðustu viku kl.

Leiðarar

Árni Þór og Össur reyna að berja í brestina

Forráðamenn ESB-aðildarumsóknarinnar á alþingi og í ríkis­stjórn, Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkis­mála­nefndar, og Össur Skarphéðinsson, utanríkis­ráðherra, láta nú að sér kveða á ritvellinum um ESB-afstöðu sína.

Pistlar

ESB þarfnast efa­hyggjumanna

+Hér er birtur útdráttur úr langri grein eftir blaðamanninn John Lichfield í breska blaðinu The Independent 12. október. Höfundur lýsir þeim straumum, sem hann segir að setji nú svip á umræður um stöðu og framtíð Evrópu­sambandsins. Minnt skal á, að fyrir skömmu var sagt frá því hér á Evrópu­vaktinni ...

Það er betra að kynna sér málin

Maður er nefndur Árni Þór Sigurðsson og gegnir hann stöðu þingmanns fyrir Vinstri græna. Hann fer mikinn í því að skammast út í aðstandendur Evrópu­vaktarinnar og gengur svo langt að bæta við starfsmanni, þar nefnir hann til sögunnar Davíð Oddsson sem er rit­stjóri Morgunblaðsins. Árni Þór og mörg af hans skoðanasystkinum hafa óskaplega mikið álit á Davíð.

Eru þetta „þjóðernisöfgar“?

Árni Þór Sigurðsson, alþingis­maður Vinstri grænna hvetur nú þá flokksmenn sína, sem andvígir eru aðild Íslands að Evrópu­sambandinu að eiga ekkert samstarf við andstæðinga aðildar í öðrum flokkum.

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS