« 11. október |
■ 12. október 2010 |
» 13. október |
NATO-herforingi segir átök ekki óhugsandi í Norður-Íshafi
James G Stavridis, flotaforingi, yfirmaður herstjórnar NATO í Evrópu, segir í viðtali við breska blaðið The Guardian 12. október, að hlýnun jarðar og keppni um auðlindir kunni að leiða til átaka á Norður-Íshafi. Miðvikudaginn 13. október verður efnt til ráðstefnu fræðimanna um málefni Norðurskautsi...
Aðstoðarmaður dómsmálaráðherra: ESB með eigið CIA í smíðum
Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður dómsmálaráðherra, segir, að innan Evrópusambandisns séu „hugmyndir um að stofnsetja evrópska leyniþjónustu í anda CIA“, auk þess gangi ESB-ríki „mun lengra í hvers kyns forvirkum rannsóknarheimildum og njósnastarfsemi um einstaklinga en nokkurn tímann Íslendingar.“
Ísland fremst 134 ríkja í jafnrétti kynja
Ísland er í efsta sæti 134 ríkja á lista yfir jafnrétti kynja, sem World Economic Forum hefur tekið saman, en það er stofnun, sem hefur aðsetur í Sviss. Ísland náði efsta sæti á síðasta ári og heldur því nú að því er fram kemur í New York Times í dag. Næst koma Noregur, Finnland og Svíþjóð og síðan Nýja Sjáland.
Kínverskir bankar draga úr útlánum-Markaðir falla í Asíu
Kínverskum bönkum hefur verið fyrirskipað að skera niður útlán um 200 milljarða júan sem er jafngildi um 19 milljarða sterlingspunda. Þetta er þáttur í viðleitni kínverskra stjórnvalda til að koma í veg fyrir ofhitnun efnahagslífsins þar í landi. Þessi ákvörðun hafði ekki áhrif á hlutabréfamarkaði í Kína en leiddi hins vegar til þess að lækkun varð á öðrum mörkuðum í Asíu.
Kínverjar beita ritskoðun í höfuðstöðvum ESB-Þess vegna var blaðamannafundinum aflýst
Ritskoðun kínverskra stjórnvalda virðist ná inn í höfuðstöðvar Evrópusambandsins skv. frásögn, sem birtist á euobserver í gær. Kínverskur blaðamaður, Lixin Yang að nafni , sem hefur fengið réttindi til aðgangs að stofnunum ESB í Brussel kom ásamt þremur félögum sínum í eina af byggingum ESB á miðvikudag í síðustu viku kl.
Árni Þór og Össur reyna að berja í brestina
Forráðamenn ESB-aðildarumsóknarinnar á alþingi og í ríkisstjórn, Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar, og Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, láta nú að sér kveða á ritvellinum um ESB-afstöðu sína.
+Hér er birtur útdráttur úr langri grein eftir blaðamanninn John Lichfield í breska blaðinu The Independent 12. október. Höfundur lýsir þeim straumum, sem hann segir að setji nú svip á umræður um stöðu og framtíð Evrópusambandsins. Minnt skal á, að fyrir skömmu var sagt frá því hér á Evrópuvaktinni ...
Það er betra að kynna sér málin
Maður er nefndur Árni Þór Sigurðsson og gegnir hann stöðu þingmanns fyrir Vinstri græna. Hann fer mikinn í því að skammast út í aðstandendur Evrópuvaktarinnar og gengur svo langt að bæta við starfsmanni, þar nefnir hann til sögunnar Davíð Oddsson sem er ritstjóri Morgunblaðsins. Árni Þór og mörg af hans skoðanasystkinum hafa óskaplega mikið álit á Davíð.
Árni Þór Sigurðsson, alþingismaður Vinstri grænna hvetur nú þá flokksmenn sína, sem andvígir eru aðild Íslands að Evrópusambandinu að eiga ekkert samstarf við andstæðinga aðildar í öðrum flokkum.