« 18. október |
■ 19. október 2010 |
» 20. október |
Gamlir ESB-þingmenn undrast ESB-aðildarumsókn ósammála ráðherra
Hópur fyrrverandi ESB-þingmanna er hér á landi um þessar. Hafa þingmennirnir fyrrverandi lýst undrun yfir, að mjög skiptar skoðanir séu bæði innan ríkisstjórnar og á alþingi um ESB-aðildarumsóknarinnar, Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins um fund þingmannanna fyrrverandi með Jóni Bjarnasyni, ráðherra.
Tölvuhernaður skilgreindur meðal helstu ógna gegn Bretum
Í skýrslu um nýja öryggis- og varnarmálastefnu Breta segir, að þjóðin sé að stíga inn „tíma óvissu“ og standi frammi fyrir „annars konar og flóknari ógnvöldum úr ótal áttum“ en áður. „Í kalda stríðinu blasti við okkur tilvistarógn frá andstæðu ríki og mátti gera sér viðunandi grein fyrir hernaðar- og kjarnorkumætti þess.
ESB kemur böndum á ríkisfjármál evruríkja með sjálfkrafa sektum
Fjármálaráðherrar ESB-ríkjanna komu sér í gær saman um nýjar reglur til þess að koma böndum á ríkisfjármál einstakra aðildarríkja evrunnar.
Staðan í írskum ríkisfjármálum mun verri
Staðan í fjármálum írska ríkisin s er miklu verri en talið hefur verið hingað til. Þetta kom fram á samráðsfundi stjórnar og stjórnarandstöðu á Írlandi í gær. Nú er talið að hagvöxtur verði mun minni á næstu fjórum árum en áður hafði verið spáð og nauðsyn niðurskurðar útgjalda og skattahækkana mun meiri. Áður var talið, að sú upphæð mundi nema um 7,5 milljörðum evra.
Flest ráðuneyti VG hafna eða setja á ís umsóknir um IPA-styrki
Flest ráðuneyti Vinstri grænna hafa ýmist hafnað styrkjum frá Evrópusambandinu skv. svonefndri IPA-landsáætlun eða lagt þau mál til hliðar. Þetta kemur fram í Fréttablaðinu í dag.
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, og Peter G. MacKay, varnarmálaráðherra Kanada, undirrituðu fimmtudaginn14. október samkomulag um samstarf í varnarmálum. Í samkomulaginu segir meðal annars, að markmið þess sé að greiða fyrir samstarfi um æfingar, meðal annars hugsanlegri þátttöku Kanada...
Utanríkisráðherra Íslands gleðst nú mjög yfir ummælum Evu Joly varðandi nauðsyn þess að við göngum í ESB, hún sagði það víst í „svörtu á hvítu“ að sögn hæstvirts utanríkisráðherra, hin frumlega myndlíking ráðherrans sést á Pressunni.