Fimmtudagurinn 5. desember 2019

Miðvikudagurinn 3. nóvember 2010

«
2. nóvember

3. nóvember 2010
»
4. nóvember
Fréttir

Sænskar orrustuþotur á NATO heræfingu á Íslandi 2011

Carl Bildt segir, að sænski flugherinn muni taka þátt í heræfingunni Northern Viking undir merkum NATO hér á Íslandi í upphafi næsta árs með Gripen-orrustuþotum.

Hollenskir þingmenn vilja þjóðar­atkvæði um breytingar á ESB-sáttmála

Þingmenn undir forystu Geerts Wilders, formanns Frelsis­flokksins (PVV) í Hollandi, hafa gefið til kynna að þeir muni óska eftir þjóðar­atkvæða­greiðslu um breytingar á Lissabon-sáttmálanum.

Hraðlið landamæravarða frá Frontex komið til Grikkland

Landamæraverðir frá 26 Schengen/ESB-ríkjum komu til norðaustur Grikklands þriðjudaginn 2. nóvember til að aðstoða gríska starfsbræður við að hindra straum ólöglegra innflytjenda frá Tyrklandi inn á ESB/EES-svæðið. Verðirnir 170 eru í umboði Frontex, landamæra­stofnunar Evrópu, og munu frá með 4. nó...

NYTimes: Obama verður að standa sig betur í að útskýra stefnu sína

New York Times segir í leiðara í dag um úrslit þingkosninganna í Bandaríkjunum, að Obama og hans menn verði að stands sig mun betur í því að koma til skila til fólks hverjar hugsjónir þeirra séu og hvaða málefnum þeir hafi komið fram. Forsetinn hafi haft tilhneigingu til að sitja á hliðarlínu og láta aðra um að móta umræður og almenningsálit.

Merkel: ég er á móti ESB-sköttum

Ég er á móti sérstökum ESB-sköttum sagði Angela Merkel við blaðamenn í gær en hugmyndir um slíka skatta voru settar fram af framkvæmda­stjórn ESB fyrir skömmu eins og sagt hefur verið frá hér á Evrópu­vaktinni. Merkel hefur verið gagnrýnd fyrir þá skoðun sína að handhafar skulda­bréfa banka og einstakra ríkja verði að taka á sig tap eins og aðrir.

Matarverð fer hækkandi í Bretlandi

Matarverð fer hækkandi í Bretlandi. Verð á brauði og kjöti hefur hækkað vegna hækkunar á hveiti og korni. Í október hækkaði matarverð um 4,4% frá október á síðasta ári. Í september var sú hækkun 4% þannig að hækkunin hefur haldið áfram. Að meðaltali hefur smásöluverð í Bretlandi hækkað um 1,9-2% frá því í fyrra og búizt er við að það haldi áfram að hækka.

Bush fékk „sjokk“ þegar gereyðingarvopn fundust ekki

Bush fyrrum Bandaríkja­forseti segir í endurminningum sínum, sem koma út í næstu viku,að enginn hafi fengið jafn mikið „sjokk“ og hann, þegar engin gereyðingarvopn fundust í Írak.

Andstaða Svía við evru eykst

Í nýrri könnun meðal rekenda smáfyrirtæka í Svíþjóð eykst andstaða við evruna, er hún meiri nú en nokkru sinni frá því að kannanir á afstöðu þeirra hófust.

Leiðarar

Hjálpuðu þeir okkur? -Nei. Þeir töluðu niður til okkar

Á fundi Norðurlandaráðs, sem hér hefur staðið, hafa forsætis­ráðherrar Svía og Noregs haft orð á því hvað Íslendingar hafi náð miklum árangri í uppbyggingu eftir hrun og hvað Norðurlandaþjóðirnar hafi hjálpað okkur mikið. Er það svo? Hverjir gengu einna harðast fram í því á eftir Bretum og Hollendingum að halda því fram, að okkur Íslendingum bæri skylda til skv.

Í pottinum

Þeir vilja ekki semja við Össur - og hann veit það!

Össur Skarphéðinsson, utanríkis­ráðherra, hefur gefið afdráttarlausar yfirlýsingar við alþjóðlega fréttastofu um að Icesave-málið væri að leysast. Það er gott ef svo er. En hvað hefur Össur fyrir sér í því? Hefur eitthvað nýtt gerzt í málinu, sem ríkis­stjórn opinna og gagnsærra stjórnar­hátta hefur ekki sagt íslenzku þjóðinni frá?

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS