« 5. nóvember |
■ 6. nóvember 2010 |
» 7. nóvember |
Kunnur rússneskur blaðamaður sætir árás
Kunnur rússneskur blaðamaður við dagblaðið Kommersant sætti harkalegri árás fyrir utan heimili sitt í Moskvu. Að sögn rússneskra fjölmiðla er blaðamanninum, Oleg Kashin, haldið sofandi í sjúkrahúsi. Lögregla rannsakar málið sem morðtilraun. Dmitri Medvedev, Rússlandsforseti, segir, að finna verði glæpamennina og refsa þeim.
Stærsta Kristsstytta í heimi í pólskum smábæ
Stærsta Kristsstytta í heimi er risin á hæð við smábæinn Swiebodzin í Póllandi. Hún er 51 metri á hæð og er nú lögð lokahönd á gerð hennar að sögn Reuters-fréttastofunnar. Styttan ber nafnið Pomnik Chrystusa Króla eða Kristur konungur. Í tvö ár hefur verið unnið að því að reisa styttuna.
Írar ætla að gefa fátæku fólki ost
Írska ríkisstjórnin ætlar að gefa fátæku fólki ost. Þetta kemur fram í Guardian í dag. Írar ætla að gefa 53 tonn af osti, sem ESB fjármagnar og verður dreift á dreifingarstöðvum í bæjum og borgum. Stjórnarandstaðan segir, að þetta sé móðgun við þjóðina. Í frétt blaðsins kemur fram, að áður hafi smjör verið gefið með þessum hætti á Írlandi.
Olíuverð í 100 dollara á næsta ári?
Nú er því spáð, að olíuverð geti farið upp í 100 dollara á tunnu á næsta ári. Þetta kemur fram í Daily Telegraph í dag, sem bendir á að tunnan hafi farið upp í og yfir 88 dollara í London í gær of yfir 87 dollara í New York. Blaðið segir, að það sé 600 milljarða dollara innspýting í bandarískt efnahagslíf, sem valdi þessari hækkun.
Strandríki hverfur með einu pennastriki
Á strandríkjaráðstefnu Heimssýnar föstudaginn 5. nóvember voru kynnt sjónarmið fjögurra strandríkja við Norður-Atlantshaf: Grænlands, Íslands, Færeyja og Noregs. Hið sameiginlega viðhorf var, að þessi ríki ættu öll sameiginlegra hagsmuna að gæta. Þeirra yrði best gætt með samstöðu ríkjanna, aðild...
Kristján L. Möller og Björgvin G. Sigurðsson að mynda andófshóp?
Í hliðarsölum Alþingis er um það talað að Kristján L. Möller, fyrrverandi samgönguráðherra sé mjög ósáttur við sinn hlut eftir að Jóhanna Sigurðardóttir setti hann út úr ríkisstjórn. Að ráðherrann fyrrverandi sé óspar á gagnrýni á ríkisstjórnina almennt og forsætisráðherrann sérstaklega. Þess...