Sunnudagurinn 7. ágúst 2022

Föstudagurinn 12. nóvember 2010

«
11. nóvember

12. nóvember 2010
»
13. nóvember
Fréttir

Írska fjármálakerfinu bjargað fyrir horn með yfirlýsingu frá Seoul

Ríkis­stjórnir Bretlands, Frakklands, Þýskalands, Ítalíu og Spánar birtu sameiginlega yfirlýsingu föstudaginn 12. nóvember og sögðu viðbrögð á skuldabréfa­markaði vegna fjárhagsstöðu Írlands byggð á misskilningi. Yfirlýsingin dró úr áhyggjum írsku ríkis­stjórnar­innar en lánakostnaður Íra rauk upp úr ö...

Sendiherra Íslands í Stokkhólmi segir Icesave-málið leysast á næstu vikum

Guðmundur Árni Stefánsson, sendiherra Íslands í Svíþjóð, sagði á málstofu um stækkun ESB með áherslu á Ísland, sem efnt var til á vegum Evrópu­sambandsins í húsi þess í Stokkhólmi 12. nóvember, að lausn fyndist á Icesave-málinu innan eins til tveggja mánaða, segir á vefsíðu Gústafs Adolfs Skúlasonar,...

Hjörleifur Guttormsson: Flokksráð VG beitt blekkingum til að styðja ESB-stefnu

Hjörleifur Guttormsson, fyrrverandi þingmaður og ráðherra, segir, að flokksráð vinstri-grænna (VG) hafi verið blekkt með tálbeitu til að styðja ESB-stefnu ríkis­stjórnar­innar. Flokksráðinu hafi verið sagt, að Össur Skarphéðinsson, utanríkis­ráðherra, mundi leggja fram tillögu um aðildarumsókn en ekki ríkis­stjórn í heild eins og gert var.

Sjávar­útvegs­stefna ESB að drepa skoska útgerð og fiskvinnslu

Framkvæmda­stjórn ESB vill minnka þorskveiðar í Norðursjó og fyrir vestan Bretlandseyjar um 50% og grípa til annarra víðtækra aðgerða til að koma í veg fyrir hrun þorsk­stofnins þar.

Leiðtogar G-20 ríkjanna fresta aðgerðum

Leiðtogar G-20 ríkjanna, sem hafa fundað í Suður-Kóreu síðustu daga náðu ekki samkomulagi um aðgerðir til þess að koma á jafnvægi í gjaldeyris­málum heimsbyggðarinnar. Þeir náðu hins vegar samkomulagi um að þróa mælitæki til þess að ná betri yfirsýn yfir stöðuna. Þeir hafa frestað því í ár að skilgreina þann vanda, sem takast þurfi á við.

VG í kjördæmi Steingríms fagnar höfnun IPA-styrkja

Vinstri grænir héldu fjölmennt kjördæmisþing í Norðaustur­kjördæmi um síðustu helgi, þar sem Steingrímur J. Sigfússon, formaður flokksins og þingmaður kjördæmisins var staddur. Í sérstakri ályktun um Ísland og ESB lýsti kjördæmisþingið sérstakri ánægju með þá ákvörðun ráðherra VG að taka ekki við...

Skuldavandi Íra til umræðu í Suður-Kóreu-búizt við yfirlýsingu í dag

Skuldavandi Írlands er orðinn að stóru máli á fundi leiðtoga G-20 ríkjanna í Suður-Kóreu.

Átök um ESB-fjárlög magnast milli ESB-þings og ríkis­stjórna ESB-landa

Átök standa nú yfir milli ESB-ríkis­stjórna annars vegar og ESB-þingmanna og framkvæmda­stjórnar ESB hins vegar um fjárlög ESB árið 2011. Franska og þýska ríkis­stjórnin hafa tekið höndum saman 10 öðrum ríkis­stjórnum sem vilja að ESB-fjárlögin hækki um 2,9% eins og David Cameron, forsætis­ráðherra Bret...

Leiðarar

Nýjar línur í samskiptum stjórnar­flokka um ESB

Um síðustu helgi var haldið fjölmennt kjördæmaþing Vinstri grænna í Norðaustur­kjördæmi, kjördæmi Steingríms J. Sigfússonar, formanns VG. Þar var samþykkt ályktun um Evrópumál, þar sem lýst var ánægju með þá ákvörðun ráðherra VG að taka ekki við styrkjum frá Evrópu­sambandinu vegna aðildarumsóknar...

Pistlar

Allt tal um varanlegar undanþágur er blekking

Látið er í veðri vaka að Íslendingar geti í fengið varanlega undanþágur frá sameiginlegri fiskveiði­stefnu og landbúnaðar­stefnu ESB. Þetta er fjarri sanni. Rétt er að ESB hefur oft veitt nýju aðildarríki undanþágur frá stefnu ESB og gefið leyfi fyrir sérlausnum. Tilgangur ESB er að eyða andstö...

Í pottinum

„Align“ - vinsælasta orðið í framvinduskýrslunni!

Í Framvinduskýrslu framkvæmda­stjórnar Evrópu­sambandsins, sem birt var fyrir nokkrum dögum er enska orðið „align“ notað 92 sinnum. Það er óneitanlega athyglisvert hversu oft þetta orð er notað í skýrslunni í ljósi þess, að utanríkis­ráðuneytið íslenzka harðneitar því að um aðlögunar­viðræður sé að ræða! Af hverju ætli þetta orð sé svona mikið notað? Stendur sendiherra ESB á Íslandi fyrir því?

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS