Þriðjudagurinn 16. ágúst 2022

Þriðjudagurinn 7. desember 2010

«
6. desember

7. desember 2010
»
8. desember
Fréttir

Meirihluti Breta telur ESB-aðild skaðvænlega fyrir land sitt

Nærri tveir þriðju Breta telja að hagsmunir lands síns hafi skaðast af aðild að Evrópu­sambandinu samkvæmt könnun sem birt var 6. desember og gerð var fyrir blaðið The Daily Express sem hefur hafið baráttu gegn aðild Bretlands að ESB. Um 59% kjósenda sögðu að ESB hefði haft „neikvæði“ áhrif á Bretla...

Wolfgang Schäuble fjármála­ráðherra 2010 í Evrópu

Wolfgang Schäuble, fjármála­ráðherra Þýskalands, var til­nefndur fjármála­ráðherra Evrópu í könnun á vegum Financial Times en niðurstaða hennar birtist mánudaginn 6. desember. Brian Lenihan, fjármála­ráðherra Írlands, lenti í neðsta sæti. Jacek Rostowski, fjármála­ráðherra Póllands, lenti í öðru sæti og...

Brezkur embættismaður: Ekki útilokað að evran falli

Það er ekki útilokað að evran falli, sagði háttsettur brezkur embættismaður á fundi í brezkri þing­nefnd að sögn Daily Telegraph, þótt sá hinn sami telji það ekki líklegt. Embættismaður taldi að yfirleitt enduðu gjaldmiðlabandalög með því að sundrast en þar með væri ekki sagt að það gerðist alltaf.

Niðurskurður á Írlandi: Byrja á toppnum

Laun forsætis­ráðherra Írlands munu lækka um 14 þúsund evrur á ári eða sem nemur um 2,2 milljónum króna skv. fjárlaga­frumvarpi írsku ríkis­stjórnar­innare fyrir næsta ári. Laun annarra ráðherra munu einnig lækka. Þá verða gerðar breytingar á bílaflota hins opinbera á þann veg, að ráðherrar geti kallað eftir bíl, þegar þeir þurfa á að halda en hafi ekki sérstakan bíl til ráðstöfunar.

Grikkir semja um lengingu lána

Grikkir vinna nú að því að semja um lengingu á þeim lánum, sem þeir fengu frá ESB/AGS sl.

Leiðarar

Kattarþvottur Samfylkingar­innar

Samfylkingin efndi til uppgjörsfundar vegna bankahrunsins laugardaginn 4. desember. Jóhanna Sigurðar­dóttir valdi þann kost að segja allan flokkinn biðjast afsökunar vegna þess hvernig fór á vakt hans í ríkis­stjórn, þegar bankarnir hrundu. Afstaða Jóhönnu var dæmigerð fyrir Samfylkinguna, þar sem for...

Í pottinum

Össur kallar ráðgjafann Gruber sér til hjálpar - ESB-RÚV flytur boðskapinn

Claus Gruber,.ráðuneytis­stjóri danska utanríkis­ráðuneytisins, var um langt árabil sendiherra Dana gagnvart ESB. Hann gegndi því embætti, þegar Evrópu­nefnd frá Íslandi var þar á ferð vorið 2005. Eftir heimkomu lýsti Össur Skarphéðinsson oft hrifningu sinni yfir málflutningi sendiherrans um sjávar­útve...

ESB-sinnar hrekjast úr einu horni í annað

ESB-sinnar hrekjast nú úr einu horni í annað í málflutningi sínum. Fyrir tveimur árum töluðu þeir ekki um annað en að evran væri eina björgun Íslendinga og krónan væri ónýt. Nú er komið í ljós, að evran er að gera út af við jaðarríkin í Evrópu og álitamál hvort hún lifir af sem sameiginlegur gjaldmiðill þeirra en á alþjóða­vettvangi er rætt um að krónan hafi bjargað Íslendingum!

 
 
    Um Evrópuvaktina     RSS