« 10. desember |
■ 11. desember 2010 |
» 12. desember |
Samgönguráðherra Skota segir af sér vegna fannfergis og umferðartafa
Samgönguráðherra Skotlands hefur sagt af sér eftir að hafa verið harðlega gagnrýndur vegna lélegra viðbragða hans við samgönguöngþveiti í landinu vegna snjókomu. Í síðustu viku var mikilvægustu flugvöllum Skotlands lokað vegna snjóa og lestarferðir hafa verið stopular auk tíðra seinkana. Verulegur hluti hraðbrautarinnar milli Edinborgar og Glasgow var lokaður.
Veðjið ekki gegn evrunni, segir Schäuble
Wolfgang Schäuble, fjármálaráðherra Þýskalands, hefur varað spákaupmenn á fjármálamarkaði við því að taka stöðu gegn evrunni í aðdraganda leiðtogafundar ESB-ríkjanna í næstu viku þar sem enn á að leitast við að styrkja stöðu hinnar sameiginlegu myntar.
Stieglitz: Peningarnir notaðir í Asíu-ekki í Bandaríkjunum
Jósep Stieglitz, Nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, segir í Daily Telegraph í dag, að það nýja fjármagn, sem Seðlabanki Bandaríkjanna sé að veita út í efnahagslífið verði ekki notað vestan hafs til þess að auka þrótt efnahagsstarfseminnar þar heldur verði það sent til Asíulanda, þar sem það leiti betri ávöxtunar.
WSJ ber saman Ísland og Lettland
Wall Street Journal birtir grein í dag, þar sem gerður er samanburður á framvindu efnahagsmála Íslandi og í Lettlandi eftir fjármálahrunið 2008 en gjaldmiðill Lettlands hefur verið tengdur evrunni. Með þessum samanburði leitar blaðið svara við því, hvort hagstæðara sé fyrir ríki við þessar aðstæður að búa við eigin gjaldmiðil eða evruna eða gjaldmiðil, sem er fasttengdur evrunni.
Samræma skattakerfi Þýzkalands og Frakklands
Angela Merkel og Nicholas Sarkozy stefna að því að samræma skattakerfi Frakklands og Þýzkalands samkvæmt því, sem fram kom á fundi þeirra í Freiburg í gær. Bæði hafa hafnað kröfum um að stækka neyðarsjóðinn eða standa að sameiginlegri skuldabréfaútgáfu evruríkja.
Noregur og ESB komast að samkomulagi um makrílkvóta
Tvíhliða viðræður fulltrúa Noregs og ESB hafa leitt til niðurstöðu þeirra um makrílveiði í Norðaustur-Atlantshafi árið 2011. Leyfilegur heildarafli verður samkvæmt því 646 þúsund tonn. Hið umsamda veiðimagn er innan þeirra marka sem byggist á vísindalegum rannsóknum og er byggt á vísindalegri ranns...
Reglur ESB-klúbbsins svipta Ísland rétti strandríkis vegna makríls
Fulltrúar Norðmanna og Evrópusambandsins gerðu sér vonir um samning við Færeyinga um makrílveiðar.
Sjálfstæð rödd Íslands heyrist enn um loftslagsmál - ekki horfin í ESB
Pottverjar lásu á mbl.is 11. desember: „Fréttaritari breska blaðsins The Guardian á loftslagsráðstefnunni í Cancún í Mexíkó hrósar tillögu Íslendinga um að vernd og endurheimt votlendis verði viðurkennd leið til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á vefsíðu blaðsins. “Ef þið eruð fyrir ...
Steingrímur gleðst yfir hverri krónu-mundi hann gleðjast yfir útgáfu á eigin orðum?
Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, kveðst gleðjast yfir hverri krónu, sem sparist með nýjum samningum um Icesave. Þetta voru svör Steingríms, þegar fréttamaður RÚV gerði tilraun til að fá hann til að útskýra hvernig á því stæði, að hann hefði tvisvar sinnum áður mælt með samþykkt miklu ...