« 24. desember |
■ 25. desember 2010 |
» 26. desember |
Hollenska lögreglan handtekur 12 Sómala vegna gruns um hryðjuverk
Tólf Sómalar hafa verið handteknir í Hollandi vegna gruns um aðild að hryðjuverkum. Þeir náðust síðla á aðfangadag í Rotterdam. Hollenskir saksóknarar segja að tólfmenningarnir séu á aldrinum 19 til 48 ára. Leitað var í verslun og fjórum húsum í Rotterdam og í tveimur hótelherbergjum í bæ þar fyrir sunnan. Hvorki fundust vopn né sprengjur.
Uppstokkun í utanríkisþjónustunni - Þórir Ibsen sendiherra gagnvart ESB
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, kynnti á Þorláksmessu breytingar á utanríkisþjónustunni.
Tékkar hafa áhyggjur af njósnum Rússa
Tékkar hafa nú vaxandi áhyggjur af njósnum Rússa í Tékklandi að því er fram kemur í New York Times í dag.
20 blaðamenn Aftenposten vinna við úrvinnslu Wikileaks-gagna
Aftenposten í Noregi hefur nú undir höndum öll Wikileaks-gögnin, sem mestum umræðum hafa valdið síðustu vikur og vinna 20 blaðamenn Aftenposten við að fara í gegnum gögnin og vinna fréttir upp úr þeim. Áhugi þeirra beinist sérstaklega að upplýsingum um Sri Lanka, borgarastyrjöldina þar og aðkomu Norðmanna að málefnum Sri Lanka.
Hraðar hendur við sendiherraskipti
Það er rétt ákvörðun hjá Össuri Skarphéðinssyni, utanríkisráðherra, að taka af skarið og kalla Stefán Hauk Jóhannesson, sendiherra, heim frá Brussel og fela öðrum sendiherra, Þóri Ibsen að taka við fyrirsvari Íslands gagnvart Evrópusambandinu.
Það hefur vakið töluverða athygli í blaðaheiminum í Bretlandi, að tveir blaðamenn frá Daily Telegraph töluðu við viðskiptaráðherra í ríkisstjórn Camerons, sem er úr flokki Frjálslyndra og aðra ráðamenn í þeim flokki undir því yfirskini, að þeir væru kjósendur í kjördæmum þeirra, tóku viðtölin með leynd upp á band og blaðið birti síðan fréttir á grundvelli þessara samtala.