« 30. desember |
■ 31. desember 2010 |
» 1. janúar |
Eistlendingar taka upp evru 1. janúar 2011 - 16% atvinnuleysi
Eistlendingar taka upp evru 1. janúar 2011 og verða 17 evru-þjóðin. Eistland er fyrsta fyrrverandi lýðveldi innan Sovétríkjanna til að taka um evru. Nýjasta könnun í Eistlandi sýnir að meirihluti þjóðarinnar vill hina nýju mynt. Andrus Ansip, forsætisráðherra Eistlands, mun sækja sér evrur í hraðb...
Merkel tekur upp hanskann fyrir evruna í áramótaávarpi
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, varði evruna í áramótaávarpi sínu til þýsku þjóðarinnar. Hún sagði hana nátengda „velgengni“ Þýskalands. „Evrópa stendur nú frammi fyrir mikilli prófraun. Við verðum að styrkja evruna. Það snýst ekki aðeins um peninga. Evran er miklu meira en gjaldmiðill,“ sagði Merkel. „Til allrar hamingju erum við Evrópubúar nú sameinaðir.
Eistar taka upp evru á miðnætti
Eistar taka upp evru á miðnætti í nótt. Nokkrum mínútum eftir miðnætti mun Andrus Ansip, forsætisráðherra taka nokkrar evrur út úr hraðbanka og þar með er Eistland orðið evruríki, hið sautjánda í þeim hópi. Gjaldmiðill Eista hefur frá 1992 verið tengdur, fyrst þýzka markinu og síðan evrunni en Eistar hættu að nota rúbluna sem gjaldmiðil það ár.
IPA-styrkir til Íslands um bakdyrnar
Fréttablaðið upplýsir í dag að ríkisstjórnin undirbúi að taka við svonefndum IPA-styrkjum frá Evrópusambandinu inn um bakdyrnar. Fundin hafi verið það sem blaðið kallar „hjáleið“ til þess að koma þessum peningum inn í landið. Sú hjáleið felst í því að samninganefndin við ESB sæki um styrkina fyrir Íslands hönd í stað einstakra ráðuneyta.
Árið þegar evran féll af stalli
Árið, sem nú er að líða verður minnisstætt fyrir margra hluta sakir en ekki sízt vegna þess að á árinu 2010 féll evran, hinn sameiginlegi gjaldmiðill allmargra ESB-ríkja af stalli. Síðla vetrar eða snemma vors fóru veikleikar evrunnar að koma í ljós. Grikkland riðaði á barmi gjaldþrots og í kjölfarið komu upp alvarlega vandamál á Írlandi, Portúgal og Spáni.
Jóhanna Sigurðardóttir og Steingrímur J. Sigfússon eru illa haldin af sérkennilegum sjúkdómi. Sjúkdómseinkennin birtast í áramótagreinum beggja í Morgunblaðinu í dag. Þetta er sami sjúkdómur og hefur hrjáð Samfylkinguna í mörg undanfarin ár. Þennan sjúkdóm má kenna við Davíð Oddsson, ritstjóra M...