« 9. janúar |
■ 10. janúar 2011 |
» 11. janúar |
Ráðgjafanefnd innan ESB telur „afar mikilvægt“ að hefja jákvæða umræðu um ESB-aðild á Íslandi
Efnahags- og félagmálanefnd ESB, tengiliður stofnana ESB við almannasamtök, telur „afar mikilvægt að samtök sem eru jákvæð fyrir aðild [Íslands hefji í náinni framtíð opinbera umræðu um kost aðildar fyrir Ísland sem og fyrir ESB.“ Kemur þetta fram í ályktun nefndarinnar frá 9. desember 2010 en með h...
William Hague áréttar andstöðu við framsal á valdi til ESB
William Hague, utanríkisráðherra Breta, varði sunnudaginn 9. janúar áform bresku ríkisstjórnarinnar um að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um allar breytingar á stofnsáttmála Evrópusambandsins. Með þessu vildi ráðherrann draga úr líkum á því að ríkisstjórnin yrði undir í atkvæðagreiðslu í breska þingi...
Evrópskir bankar gætu staðið frammi fyrir nýrri skattheimtu, sem næmi allt að 25% af hagnaði þeirra fyrir skatta að því er fram kemur í Financial Times í dag.
Reuters: Þjóðverjar og Frakkar þrýsta á Portúgal að leita aðstoðar
Portúgal liggur nú undir þrýstingi frá Þjóðverjum og Frökkum um að leita aðstoðar úr neyðarsjóði ESB/AGS og koma þannig böndum á fjármálakrísuna, sem enn sækir að evrusvæðinu að því er fram kemur hjá Reuters-fréttastofunni í dag. Finnar og Hollendingar hafa lýst stuðningi við þá afstöðu.
Vaxtarsvæðin eru í Asíu og Rómönsku Ameríku-ekki Evrópu
Norðmönnum hefur vegnað vel síðustu áratugi. Það er ekki bara vegna olíunnar undan ströndum Noregs. Þeir hafa borið gæfu til að fara vel með það, sem í hendur þeirra hefur verið lagt. Það hefur ekki gerzt fyrir tilviljun heldur vegna sterkrar samstöðu þjóðarinnar um hvernig ætti að nýta auðlindirnar og ávaxta afrakstur þeirra.
Hvað er Davíð Oddsson að fara?
Niðurlag Reykjavíkurbréfs Morgunblaðsins sl. laugardag er athyglisvert. Bréfið er augljóslega skrifað af Davíð Oddssyni, öðrum ritstjóra blaðsins.